Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 15

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 15
FRÆÐIGREINAR / CARCINOMA ANI Sextán einstaklingar (42%) höfðu leitað sér læknishjálpar vegna einkenna sinna áður en þeir voru greindir. Miðgildi þess tíma sem einkenni höfðu varað fyrir greiningu var sjö mánuðir sam- anborið við tvo mánuði hjá þeim sem ekki höfðu áður leitað sér hjálpar vegna einkenna. Pað er víða þekkt að krabbamein í daus sé greint sem góðkynja sjúkdómur og þá einkum gyllinæð í upphafi og talað um að það sé misgreint í 70-80% tilfella (5). Fimm mismunandi vefjagerðir af þrenns konar uppruna greindust í þessum sjúklingum. Það er flöguþekjukrabbamein, kirtilflöguþekjukrabba- mein, kirtilfrumukrabbamein frá útlagi/innlagi (ecloderm/endoderm), sortuæxli frá taugakambi (crista neuralis) og GIST frá bandvefskímlagi. Auk þess voru tvö tilfelli af óþroskuðu krabba- meini sem þó var af þekjufrumugerð. Langstærsti hlutinn var flöguþekjukrabbamein en hlutfall þess var 79% sem er í samræmi við það sem þekkist víðast hvar annars staðar (5). Átta prósent höfðu sortuæxli en sökum þess hve fá tilfellin eru þá er hlutfall þeirra í rannsóknum misjafnt eða frá 4% og upp í 10% (5,19). Aðeins 2,6% (eitt tilfelli) krabbameina í daus í þessari rannsókn var kirt- ilfrumukrabbamein en samkvæmt mörgum rann- sóknum er hlutfall þess talsvert hærra eða allt að 19% (5). Hjá okkur var skiptingin á flöguþekjukrabba- meinunum í hina þrjá flokka eftir þroskunargráðu mjög jöfn eða 30%, 33% og 37 % fyrir vel, meðal vel og illa þroskuð æxli. Þetta er ólíkt því sem kemur fram í sænskri rannsókn á 42 tilfellum en þar var skiptingin 10,40 og 50% (16). í þeirri rann- sókn voru sýnin yfirfarin af einum meinafræðingi eins og í þessari rannsókn. I rannsókn okkar voru átta sjúklingar greindir með svokölluðu sýna- tökusýni (biopsy) og af þeim voru fjögur flokkuð sem meðalvel þroskuð og fjögur sem illa þroskuð. Skýringin á þessum mun kann að liggja í því að sýnatökusýni sem tekin eru á afmörkuðu svæði séu ekki lýsandi fyrir meinið í heild. I sænsku rannsókninni var ekki tekið fram hve stór hluti sýnanna var metinn út frá sýnatökusýnum (16). Eitt tilfelli af strómaæxli (GIST) greindist í okkar rannsókn en þetta krabbamein er mjög sjaldgæft í daus (20). Þessu tilfelli liefur verið lýst í grein um sjúkratilfellið í Læknablaðinu (21). Samkvæmt okkar rannsókn fóru 74% (25/34) af þeim sem voru með þekjuvefsæxli (carcinoma) í geislameðferð. Þetta er heldur hærra hlutfall en í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir tímabilið 1973-1998 en þar voru einungis 62% sem fóru í geislameðferð. Fimm sjúklingar fóru í APR en þrátt fyrir þessa viðamiklu aðgerð þá fengu fjórir sjúklinganna endurkomu sjúkdóms- ins. Fjórir sjúklingar fóru í APR við endurkomu sjúkdómsins. Af þeim eru þrír á lífi og sá sem er látinn lést ekki af völdum sjúkdómsins. Árangur þessarar aðgerðar hér á landi við endurkomu krabbameins í daus verður því að teljast 100% en almennt er talað um að árangur af aðgerðinni við endurkomu sjúkdómsins sé um 50% (22). Það ber þó að hafa í huga að þetta eru fáir sjúklingar og því ekki á nokkurn hátt sambærilegt við rannsóknir þar sem fjöldinn er meiri. Horfur sjúklinga með flöguþekjukrabbamein voru mjög góðar en fimm ára lifun var 88%. Fimm af þeim 30 sem greindust á tímabilinu létust af völdum krabbameinsins en fjórir af þeim voru nreð illa þroskuð æxli. Það kemur heim og saman við það að sjúklingar með illa þroskuð æxli eru talin hafa verstar horfur (16,23). Heildar fimm ára krabbameinssértæk lifun var 82% sem er sambærilegt við stóra faraldsfræðilega rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum (17) og fleiri rann- sóknir (18,24). Helstu vankantar þessarar rannsóknar er að hún er afturskyggn og byggir þar af leiðandi á upp- lýsingum sem teknar eru beint upp úr sjúkraskrám og ekki er unnt að sannreyna þær. Helsti styrkur rannsóknarinnar er að vefjasýni frá öllum æxlum voru endurskoðuð og metin af reyndum meina- fræðingi. Öll tilfellin eru þess vegna staðfest með endurskoðun á vefjasýnum og því eru allar upplýs- ingar er lúta að vefjagerð, þroskunargráðu æxlis og skurðbrúnum skráðar beint af rannsakendum. Rannsóknin nær til allra greindra tilfella á íslandi. Þó svo að um fá tilfelli sé að ræða þá gefur hún áreiðanlega mynd af þessum sjúkdómi á íslandi á sautján ára tímabili. Þakkir Við viljum þakka Elínborgu Ólafsdóttur verk- fræðingi hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands fyrir veitta aðstoð við útreikninga á aldurs- stöðluðu nýgengi og gerð lifunarlínurita. Heimildir 1. Myerson RJ, Karnell LH, Menck HR. The national cancer data base report on carcinoma of the anus. Cancer 1997; 80: 805-15. 2. Williams GR,Talbot IC. Anal carcinoma. A histological review. Histopathology 1994; 25: 507-16. 3. Fenger C, Frisch M, Marti MC, Parc R. Tumours of the anal canal. In: World health organization classification of tumours: Pathology and genetics of tumours of the digestive system. ed. Lyon: IARCPress,2000:145-55. 4. Frisch M, Melbye M, Mpller H. Trends in incidence of anal cancer in Denmark. BMJ 1993; 419-22. 5. Klas JV, Rothenberger DA, Wong WD, Madoff, RD. Malignant tumors of the anal canal: the spectrum of disease, treatment and outcomes. Cancer 1999; 85:1686-93. 6. Pintor MP, Northover JMA, Nicholls RJ. Squamous cell carcinoma of the anus at one hospital from 1948-1984. Br J Surg 1989; 76:806-10. 7. Schraut WH, Wang CH, Dawson PJ, Block GE. Depth Læknablaðið 2006/92 371

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.