Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.05.2006, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR Meðferð háþrýstings í heilsugæslu Jóhanna Ósk Jensdóttir1, HEILSUGÆSLULÆKNIR Emil L. Sigurðsson1,2, HEILSUGÆSLULÆKNIR Guðmundur Þorgeirsson3'4 HJARTALÆKNIR 1 Heimilislæknisfræði, HÍ, 2 heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði, 3 lyflækningadeild Landspítala, 4 rannsóknarstofu í lyfjafræði, HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Emil L. Sigurðsson, Heilsugæslustöðin Sólvangi 220 Hafnarfirði. Sími: 354 5502600 fax: 354 5502601. emilsig@hi.is Lykilorð: háþrýstingur, klínískar leiðbeiningar, hjarta- og œðasjúkdómar, meðferð, forvarnir. Ágrip Tilgangur: Að kanna meðferð háþrýstingssjúklinga í heilsugæslu og stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal þessara sjúklinga. Aðferðir og efniviður: Allir sjúklingar með greininguna háþrýstingur á heilsugæslustöðinni Sólvangi, sem sinnir 23.066 íbúum, mynduðu rann- sóknarhópinn. Sjúkraskýrslur þessara sjúklinga voru skoðaðar og upplýsingum um meðferð og áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma var safnað. Niðurstöður: Alls voru 982 sjúklingar sem fengið höfðu sjúkdómsgreininguna háþrýstingur. Aðeins 27% höfðu blóðþrýstingsgildi undir meðferð- armarkmiðum 140/90 mmHg. Fleiri konur en karlar höfðu blóðþrýslingsgildi sem náðu þessum markmiðum, 35% á móti 28% fyrir slagbilsþrýst- ing (p=0,04) og 66% á móti 50% fyrir hlébilsþrýst- ing (p<0,001). Fleiri sjúklingar lágu ofar meðferð- armarkmiðum fyrir slagbilsþrýsting en hlébils- þrýsting, 47% á móti 20%. Blóðprufur höfðu verið teknar hjá 78% sjúklinganna og þar af höfðu 47% kólesterólgildi yfir 6,0 mm/L og 11% blóðsyk- urgildi yfir 6,4 mm/L. Á árunum 2002 og 2003 voru 75% sjúklinganna á lyfjameðferð vegna háþrýst- ings, 39% voru meðhöndlaðir með einu lyfi, 36% tóku tvö lyf og 25% tóku 3 eða fleiri lyf. Algengast var að meðhöndlað væri með beta hemlum og þvagræsilyfjum. Þannig voru 29% sjúklinga sem tóku eitt lyf vegna síns háþrýstings á beta heml- um og 27% á þvagræsilyfjum. Að minnsta kosti helmingur sjúklinganna hafði þekktan kransæða- sjúkdóm, sykursýki eða of hátt kólesteról. Skortur var á upplýsingum um reykingar og líkamsþyngd í þeim sjúkraskýrslum sem athugaðar voru. Ályktanir: Mikill meirihluti háþrýstingssjúklinga á stórri heilsugæslustöð náði ekki þeim með- ferðarmarkmiðum sem klínískar leiðbeiningar mæla með. Val lyfja er hins vegar í nokkuð góðu samræmi við leiðbeiningar þar sem algengast er að beta hemlar og þvagræsilyf séu notuð. Samkvæmt leiðbeiningum mætti oftar nota fleiri lyf saman. Þessi hópur háþrýstingssjúklinga er í mikill áhættu þar sem yfir helmingur hans er þegar með þekktan kransæðasjúkdóm, sykursýki eða aðra áhættuþætti. Þó niðurstöðurnar séu áþekkar nið- urstöðum sambærilegra erlendra rannsókna kalla þær á heildræna endurskipulagningu á meðferð sjúklinga með háþrýsting í heilsugæslu. ENGLISH SUMMARY Jensdóttir JÓ, Sigurðsson EL, Þorgeirsson G Hypertension management in general practice in lceland Læknablaðið 2006; 92: 375-80 Objective: To evaluate the medical management and cardiovascular (CV) risk profile of patients with hypertension in general practice in lceland. Methods: All patients with the diagnosis of hypertension at the primary heaith care center Solvangur, providing services for 23.066 inhabitants, made up the study group. Medical records for these patients were evaluated and information about medical management and CV risk factors where gathered. Results: 982 patients had been diagnosed with hypertension. Only 27% had documented blood pressure levels below the guideline target of 140/90 mmHg. More women than men had blood pressure below target levels, 35% v.s. 28% for systolic blood pressure (p=0.04) and 66% v.s. 50% for diastolic blood pressure (p<0.001). Systolic blood pressure was more frequently above target levels than the diastolic blood pressure, in 47% of patients v.s. 20%. Blood tests had been obtained for 78% of the patients of wich 47% had cholesterol values above 6.0 mm/L and 11 % had blood glucose levels above 6.4 mmol/L. During the years 2002 and 2003 75% of the patients received drug treatment for hypertension with 39% on monotherapy, 36% on two drugs and 25% taking three or more drugs. The most commonly used agents were beta blockers and diuretics, with 29% of patients on monotheraphy taking beta blockers and 27% on diuretics. At least half of the patients have either confirmed coronary heart disease (CHD), diabetes or hypercholesterolemia. Information on smoking history and body mass index is incomplete in these medical records. Conclusions: Overwelming majority of hypertensives in this large primary health care center does not reach the treatment targets set out by clinical guidlines. However, drug utilization with beta blockers and diuretics being the most commonly used drugs, is in accordance with most guidelines. More use of combination therapy could possibly improve blood pressure control. This group of hypertensive patients is a high risk group with over half of them having either documented CHD, diabetes or other risk factors. Although the results are for most part in agreement with results from other studies they necessitate a comprehensive reassessment of the medical management of hypertensive patients in general practice in lceland. Læknabladid 2006/92 375
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.