Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 20

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 20
FRÆÐIGREINAR / HÁÞRÝSTINGUR Inngangur Háþrýstingur er vel þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma (1). Jafnframt því að vera sjúkdómsástand sem oft er unnt að koma í veg fyrir eða meðhöndla er háþrýstingur einnig meðal algengustu sjúkdóma sem leitt geta til dauða með því að valda hjarta- og æðasjúkdómum (2). Dánarlíkur vegna hjarta- og æðasjúkdóma eykst línulega með hækkandi blóðþrýstingi og svo virð- ist sem þær tvöfaldist við hverja hækkun blóð- þrýstings um 20/10 mmHg. Þetta samband greinist alveg niður í blóðþrýstingsgildi um 115/75 mniHg (3,4). Þrátt fyrir að við höfum í dag fjölmörg lyf til að meðhöndla háþrýsting og margar klíníska leið- beiningar hafi verið gefnar út til að bæta blóðþrýst- ingsmeðferð (5-7), hafa rannsóknir endurtekið sýnt að margir sjúklingar með háþrýsting fá ekki % 80 r Figure 1. Proportion (percentage) ofpatients according to diastolic blood pressure (mmHg). % 32% <140 141-150 151-160 161-180 >180 Figure 2. Proportion (percentage) of patients according to systolic blood pressure (niniHg). nægilega meðferð (8-11). í VALUE rannsókninni, þar sem 92% þátttakenda voru sjúklingar sem þegar voru á háþrýstingsmeðferð þegar þeir fóru inn í rannsóknina, höfðu aðeins 22% slagbilsþrýst- ing undir 140 mmHg (12). Ástæður þess að erfitt hefur verið að ná sett- um markmiðum í meðferð háþrýstingssjúklinga eru vafalaust margar og ekki allar þekktar. Meðferðarheldni af sjúklingsins hálfu og skortur á að læknar endurmeti og breyti lyfjameðferð eru meðal þátta sem oft eru nefndir. Stungið hefur verið upp á notkun fleiri háþrýstingslyfja saman til að ná meðferðarmarkmiðum (13) og jafnvel hefur það verið nefnt sem hugsanlegt ineðferðarúr- ræði að nota eina töflu, fjöllyfjatöflu, sem inni- héldi aspirín, statín, þrjú háþrýstingslyf í hálfum skammti ásamt fólínsýru til að ná margþættri lækkun í áhættu þessara sjúklinga (14). Gagnsemi þess að meðhöndla háþrýsting hefur margoft sannast í stórum klínískum rannsóknum og að meðferðinni fylgi um það bil 40% fækkun heilablóðfalla og um 15-20% fækkun hjartaáfalla (15,16). I ljósi þess hversu umfangsmikill vandinn er þar sem um fjórðungur fullorðins fólks í heiminum er með háþrýsting (17) og þann óhemju mikla kostn- að sem hlýst af meðferðinni er mikilvægt að vita hvernig gengur að takast á við þennan sjúkdóm, bæði að ná meðferðarmarkmiðum en ekki síður að vita hvernig staða annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma er meðal háþrýstingssjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar er því að skoða hvernig háþrýstingssjúklingar eru meðhöndlaðir í heilsugæslu, hve stór hluti nær meðferðarmark- miðum blóðþrýstings og hvaða lyfjameðferð er beitt. Ennfremur að varpa Ijósi á stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma meðal þess- ara sjúklinga. Efniviður og aðferðir Upplýsingum var safnað úr sjúkraskýrslum á heilsugæslustöðinni Sólvangi, Hafnarfirði. Upp- tökusvæði stöðvarinnar er Hafnarfjörður og Álftanes með 23.066 íbúum (1. desember 2003). Allir sjúklingar sem voru á lífi í lok árs 2003 og höfðu fengið sjúkdómsgreininguna háþrýsting- ur, 401 samkvæmt ICD9 og/eða 110 samkvæmt ICD10, alls 982 sjúklingar, mynduðu rannsókn- arhópinn. Skráðar voru upplýsingar um blóð- þrýstingsmælingar, lyfjameðferð og stöðu annarra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma. Til að upp- lýsingar um nýjustu lyfjameðferð væru ábyggilegar voru sjúkraskýrslur áranna 2002 og 2003 skoðaðar sérstaklega. Allar aðrar upplýsingar voru raktar aftur til ársins 1990. Nýjustu blóðþrýstingsmæling- 376 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.