Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 30

Læknablaðið - 15.05.2006, Side 30
FRÆÐIGREINAR / TREFJAVEFSLUNGNABÓLGA Tafla 1. Flokkurt trefjavefslungnabólgu. Trefjavefslungnabólga af óþekktri orsök Áður kallað berkjungastífla með trefjavefslungnabólgu (BOOP) Trefjavefslungnabólga af þekktri orsök Sýkingar Bakteríur, dæmi: Clamydia pneumoniae, Legionella, Mycóplasma, Streptococcus pneumoniae og Staphylococcus aureus Veirur, dæmi: HIV, Influenza, Herpes Sveppir, dæmi: Cryptococcus neoformans Frumdýr, dæmi: Plasmodium vivax Lyf Dæmi: Amíódarón, Nitrofurantoin, Búsúlfan og Bleómýcín Geislun Algengast vegna brjóstakrabbameins Trefjavefslungnabólga af óþekktri orsök við ákveðnar kringumstæður Bandvefssjúkdómar Liðagigt, Sjögren heilkenni, fjölvöðvagigt Æðabólgur Wegeners hnúðager, Polyarteritis nodosa Líffæralgræðslur Lungnaígræðsla, beinmergsígræðsla Meltingarfærasjúkdómar Ristilbólga með sárum, Crohns sjúkdómur Blóðsjúkdómar Hvítblæði, mergfrumusjúkdómar Lungnasjúkdómar Heilkenni miðblaðsins, ásvelgingslungnabólga, berkjuskúlk, berkjusteinar, lungnatrefjun, lungnadrep Annað Skjaldkirtilsbólga, lifrarbólga C, Sweet heilkenni Mynd 1. Tölvusneiðmynd sem sýnir hélubreytingar (ground glass) og þéttingar í báðum lungum. frá læknastofum um sjúklinga sem greindir höfðu verið með trefjavefslungnabólgu. I rannsókn- ina voru eingöngu teknir sjúklingar sem höfðu vefjasýni til staðfestingar sjúkdómsgreiningu. Trefjavefslungnabólga var talin vera orsökuð af amíódarón ef sjúklingur var að taka lyfið á sama tíma og sjúkdómurinn var greindur og ástand sjúklings batnaði við það að hætta gjöf lyfsins. Öll vefjasýni voru yfirfarin af meinafræðingi (HJI) og stuðst við alþjóðleg skilmerki til að ganga úr skugga um að trefjavefslungnabólgu væri að ræða en ekki aðra sjúkdóma. Fengin voru leyfi frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd fyrir rann- sókninni auk leyfa yfirlækna sjúkrastofnana. Niðurstöður Á rannsóknatímanum greindust þrír sjúklingar með trefjavefslungnabólgu sem talin var orsökuð af amíódarón. Sjúkratilfelli I Um er að ræða tæplega sjötugan karlmann með langa sögu um gáttatif og meðferð með amíódarón vegna þessa. Skammtar höfðu verið á bilinu 200- 400 mg á dag í tvö ár. Hann leitaði til hjartalæknis með þriggja vikna sögu um þurran hósta, vaxandi mæði við áreynslu, nætursvita og almennt mátt- leysi. Matarlyst hafði verið lítil. Nokkra síðustu daga hafði fylgt hiti allt að 39°C. Var því hafin sýklalyfjameðferð með doxísýklíni. Taka amíód- aróns var stöðvuð. Maðurinn var húsamálari og hafði ekki verið að vinna með lökk eða lífræn leysiefni. Við skoðun var hann ekki bráðveik- indalegur, hiti 38°C, blóðþrýstingur 125/70, púls 70/mín en súrefnismettun aðeins um 70%. Það heyrðust brakhljóð í botnum beggja lungna. Við hjartahlustun heyrðist S1 og S2 og það var ekki bjúgur á ganglimum. í fyrstu beindist grunur að sýkingu í lung- um. Bakteríu-, veiru- og berklarannsóknir voru neikvæðar. Hvít blóðkorn við komu voru 16 x 109 með vinstri hneigð. Sökk var 88 mm/klst. og C-reactive protein (CRP) 172 ng/ml. Blóðgös við komu sýndu pH 7.45, PC02 33 mmHg og P02 49 mmHg án súrefnisgjafar. Röntgenmynd af lungum sýndi áberandi millivefsþéttingar í báðum lungum. Tölvusneiðmynd sýndi miklar hélubreytingar (ground glass) eins og sýnt er á mynd 1. Hafin var meðferð með tveimur breiðvirkum sýklalyfjum í æð. Hann hélt áfram að hafa hita. Var því gerð berkjuspeglun með sýnatöku og þurfti hann að fara í öndunarvél vegna öndunarbilunar til að hægt væri að taka vefjasýni. Niðurstöður úr þeim sýndu að um trefjavefslungnabólgu væri að ræða (mynd 2) og einnig sáust áhrif amíódaróns á lungum með froðuátfrumum (foamy macrophages) eins og 386 Læknablaðið 2006/92 J

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.