Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 32

Læknablaðið - 15.05.2006, Page 32
FRÆÐIGREINAR / TREFJAVEFSLUNGNABÓLGA Amíódarón getur valdið ýmiskonar sjúkdóms- ástandi í lungum. Talið er að um 0,1-1% þeirra sem nota lága skammta fái lungnabreytingar en allt að 50% þeirra sem nota háa skammta. Lungnasjúkdómur getur komið eftir nokkra daga notkun lyfsins en algengast er að sjúklingar hafi verið á lyfinu í 18-24 mánuði. Lýst hefur verið bráðurn lungnaskaða, hægbráðum (subacute) millivefslungnasjúkdómi, trefjavefslungnabólgu, lungnaíferðum með eósínófíklum, lungnatrefjun og lungnahnúðum (7). Einkenni sjúklinga með trefjavefslungnabólgu í tengslum við amíódaróngjöf eru svipuð og ann- arra með trefjavefslungnabólgu. Oftast er um að ræða hósta, mæði, hitavellu og almennan slapp- leika (8). Myndgreiningarrannsóknir þessara sjúklinga eru með rnjög fjölbreytilegum niðurstöðum. Oft er um að ræða dreifðar millivefsbreytingar, stundum dreifðar eða afmarkaðar lungnablöðrubreytingar og stundum getur verið um staka hnúða að ræða. Oftast sjást mun meiri breytingar á tölvusneið- myndum en koma fram á röntgenmyndum af lungum (9). Almennt er ráðlegt að hætta gjöf lyfsins og meðhöndla sjúklinga með barksterum þegar trefjavefslungnabólga kemur í tengslum við amíódaróngjöf. Hafa ber í huga að tímalengd barksterameðferðar þarf að vera nægilega löng til þess að ekki sé hætta á að lyfið sé enn til staðar í líkamanum og endurkoma eigi sér stað (7, 8). Einkenni og öndunarbilun geta verið lengi til stað- ar miðað við margar aðrar gerðir trefjavefslungn- abólgu og skýrist það af löngum útskilnaðartíma lyfsins. Það auðveldar greiningu á amíódarón orsök- uðum lungnasjúkdómi ef til staðar eru myndgrein- ingarrannsóknir af lungum og mælingar á lungna- starfsemi áður en meðferð er hafin og þær síðan endurteknar á meðan meðferð stendur. Fyrsta merki um byrjandi eituráhrif er skerðing á loft- dreifiprófi með kolmónoxíði (6,7). Mikilvægt er að muna eftir áhrifum amíód- aróns á lungu. Ef sjúklingar sem eru að taka það fá einkenni frá lungum er mikilvægt að rannsaka þá ítarlega og taka vefjasýni frá lungum. Hætta skal meðferðinni og þörf er á steragjöf. Þakkir Rannsóknin varstyrkt afVísindasjóði Landspítala, Vísindasjóði Félags íslenskra lungnalækna og Minningarsjóði Odds Ólafssonar. Höfundar þakka lungnalæknum fyrir aðgang að upplýsingum um sjúklingana í rannsókninni og Þórdísi Erlu Ágústsdóttur fyrir aðstoð við myndvinnslu. Heimildir 1. Cordier JF. Organising pneumonia. Thorax 2000; 55: 318-28. 2. Cordier JF. Cryptogenic organizing pneumonia. Clin Chest Med 2004; 25: 727-38. 3. Epler GR. Bronchiolitis obliterans organizing pneumonia. Arch Intern Med 2001; 161:158-64. 4. Colby TV. Pathologic aspects of bronchiolitis obliterans organizing pneumonia. Chest 1992; 102: 38-43. 5. American Thoracic Society/European Respiratory Society Classification of the idiopathic interstitial pneumonias: international multidisciplinary consensus. American Thoracic Society/European Respiratory Society. Am J Respir Crit Care Med 2002; 165: 277-304. 6. Camus P, Martin WJ 2nd. Rosenow EC 3rd. Amiodarone pulmonary toxicity. Clin Chest Med 2004; 25: 65-75. 7. Camus P, Bonniaud P, Fanton A, Camus C, Baudaun N, Foucher P. Drug-induced and iatrogenic infiltrative lung disease. Clin Chest Med 2002; 165: 277-304. 8. Camus P, Fanton A, Bonniaud P, Camus C, Foucher P. Interstitial lung disease induced by drugs and radiation. Respiration 2004; 71: 301-26. 9. Epler GR. Drug-induced bronchiolitis obliterans organizing pneumonia. Clin Chest Med 2004; 25: 89-94. 388 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.