Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 38

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 38
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRALIÐAR Skortur á hjúkrunarkonum kallaði á nýjungar Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir man tím- Hávar ana tvenna í starfi sínu sem læknir og kennari við Sigurjónsson bæði læknadeild og síðar við menntun sjúkraliða á Landakotsspítala. Ragnheiður stendur á níræðu en lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slæmt bflslys er hún lenti í fyrir þremur árum. Ragnheiður átti stóran þátt í því að sjúkra- liðanám hófst hérlendis um miðjan sjöunda áratuginn en hún kynntist starfi sjúkraliða er hún kynnti sér kennslu í lífeðlisfræði við læknaskóla í Bandaríkjunum árið 1962. Sjúkraliðanám hófst haustið 1965 við fjögur stærstu sjúkrahúsin í Reykjavík og á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri svo nú í vor eru liðin 40 ár frá því fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuðust en fyrstu árin var sjúkraliðanámið einn vetur. Pað er því óhætt að taka undir með Ragnheiði að í ár eru nokkur tímamót í sögu sjúkraliðamenntunar á íslandi og full ástæða til að rifja upp aðdraganda þess að nám í sjúkraliðun hófst hérlendis. Sagan endurtekur sig Þegar Ragnheiður er beðin um að rifja upphaf sjúkraliðanámsins á Islandi er ekki laust við að hvarfli að manni viðkvæðið um að sagan endurtaki sig í sífellu en yfirvofandi skortur á næstu árum á starfsfólki í heilbrigðisstéttum, sérstaklega meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, er eitt af því sem komið hefur fram í umræðum um framtíð heil- brigðismála á undanförnum vikum. „Á árunum fyrir og eftir 1960 var rnikið rætt og ritað um skort á hjúkrunarfólki og það var ofur eðlilegt að því á þessum árum voru í smíðum viðbyggingar við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, Landspítala og Landakotsspítala og smíði Borgarspítalans var á lokastig," segir Ragnheiður. Ragnheiður rifjar jafnframt upp að í 3. tbl. Læknablaðsins 1962 hafi verið haft eftir Sigríði Bachmann, forstöðukonu Landspítalans að Landspítalinn geti ekki veitt sjúklingum þá þjón- Ragnheiður Guðmundsdóttir heiðursfélagi LÍ Hér fer á eftir rökstuðningur stjórnar LÍ er Ragnheiður Guðmundsdóttir var kjörin heiðursfélagi á aðalfundi félagsins í október 2004. Ragnheiður Guðmundsdóttir er fædd 20. ágúst 1915 í Reykjavík. Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 23. maí 1945. Hún var sjötta konan, sem lauk læknaprófi frá HÍ frá stofnun hans 1911. Hinar eru Kristín Ólafsdóttir, 1917, Katrín Thoroddsen, 1921, María Hallgrímsdóttir, 1931, Gerður Bjarnhéðinsdóttir, 1932, Sigrún Briem, 1940 og loks Ragnheiður 1945 eins og áður segir. Segja má að kona hafi útskrifast sem læknir frá HÍ með liðlega fimm ára fresti á þessum árum. Eru tímarnir sem betur fer breyttir í þessu sem öðru. Ragnheiður varð sérfræðingur í augnlækningum á íslandi 1966 en áður hafði hún lokið sérfræðiprófi í augnlækningum frá Escuela Professional de Oftalmologia í Barcelona 1964. Ragnheiður bjó sig m.a. undir sérfræðiviðurkenningu sína í Kaliforníu og í Main í Bandaríkjunum. Ragnheiður gegndi störfum sem læknir hér á landi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Hún var augnlæknir á Landakotsspítala en skipulagði jafnframt kennslu sjúkraliða á þeim spítala og annaðist kennslu þeirra. Ragnheiður mun hafa átt frumkvæði að kennslu sjúkraliða hér á landi eftir að hafa kynnst starfi þeirra erlendis. Ragnheiður starfaði að félagsmálum lækna. Hún var í stjórn augnlæknafélagsins og formaður þess 1972 til 1974. Ragnheiður hafði með höndum fjölda trúnaðarstarfa, sem hún valdist augljóslega til vegna læknisstarfsins. Hún sat í stjórnum Rauða kross deildar Reykjavíkur og í stjórn Rauða kross íslands, í læknanefnd Öldrunarfélags íslands og í öldungadeild Læknafélags íslands frá 1994 til 1996. Ragnheiður er heiðursfélagi Golfklúbbs Reykjavíkur. Það má hverjum manni vera ljóst, að það hefur ekki þótt sjálfsagt fyrir konu að hefja nám í læknisfræði á þeim árum sem Ragnheiður settist í læknadeild. Um það bera þær tölur glöggt vitni, sem ég nefndi hér að ofan. En Ragnheiður lét sér ekki almenna lækningaleyfið duga, heldur aflaði sér framhaldsmenntunar til sérfræðiviðurkenningar víða og á fáförnum íslendingaslóðum. Kjör Ragnheiðar sem heiðursfélaga Læknafélags íslands er m.a. til marks um það, að læknar vilja sýna þeim konum virðingu, sem brutust gegn straumnum til mennta og voru sú hvatning kynsystrum sínum til að leggja stund á læknisfræði sem leitt hefur til jafnrar stöðu kvenna á við karla í læknadeild. Lœknablaðið 2004; 90: 780. 394 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.