Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 39

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKRALIÐAR ustu sem talin er æskileg (þrjár klukkustundir á sólarhring hver sjúklingur). Vissulega eru tímarnir breyttir og kröfurnar aðrar og meiri í dag en fyrir tæpum 50 árum. En það þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá hliðstæðurnar við umræðuna í dag og forvitnilegt að velta fyrir sér hverjar lausnir voru fundnar á vandanum þá og hvernig lausn þess tíma er orðin hluti af vandanum í dag. Nú stendur heilbrigðiskerfið nefnilega ekki einasta frammi fyrir yfirvofandi skorti á hjúkrunarfræðingum heldur líka sjúkraliðum. „Meðan ég dvaldi mestan hluta ársins 1962 í Bandaríkjunum, aðallega Fíladelfíu og New York, til að kynna mér kennslu í lífeðlisfræði við lækna- skóla þar, en ég hafði þá verið aukakennari í þess- ari grein í tæpan áratug við læknadeild Háskóla íslands, kynntist ég, kannski að nokkru fyrir til- viljun, námi og starfi hjúkrunarfólks þar í landi sem kallað er „practical nurses“ sem við höfum kallað sjúkraliða. Mér fannst þetta hjúkrunarnám svo athyglisvert og frásögn ábyrgra aðila af því hvað þetta hjúkrunarfólk gegndi mikilvægu hlut- verki í hjúkrun við spítala og aðrar sjúkrastofnanir svo merkilegt, að það varð til þess, að ég ákvað að kynna mér nám og starf þessara practical nurses eins vel og mér gæfist tækifæri til. Gerði ég það með með það fyrir augum að kynna þetta ábyrgum aðilum hér og öllum almenningi, þegar heim kæmi, ef þetta mætti koma að gagni hér, eins og það hafði augljóslegra gert þar í landi.“ Hér er vitnað í grein eftir Ragnheiði sem birtist í 10. tbl Læknablaðsins 1987, sem var upphaflega erindi er hún flutti á ráðstefnu Sjúkraliðafélags íslands vorið 1985 en þá voru einmitt 20 ár liðin frá því námið hófst hérlendis. Allir flokkar samþykktu samhljóða í samtali við Ragnheiði þar sem hún var beðin að rifja upp aðdraganda þessa alls kemur fram að hún sat í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauðakross íslands frá 1959-1979 og var formaður deildarinnar 1971- 1979. Flest árin sat hún einnig í stjórn RKÍ og það var einmitt á þeim vettvangi sem hún beitti sér upphaflega fyrir því að nám í sjúkraliðun var tekið upp hérlendis. „Tillögur mínar um að stjórn RKÍ ynni að því að heimiluð yrði skemmri hjúkrunarmenntun voru samþykktar á stjórnarfundi RKÍ þann 11. febrúar 1963,“ segir Ragnheiður. „Það kom í hlut dr. Jóns Sigurðssonar borgarlæknis formanns RKÍ fyrir hönd stjórnarinnar, að berjast fyrir því að hjúkr- unarlögunum yrði breytt þannig að slík hjúkrunar- menntun, í samræmi við menntun practical nurses í Bandaríkjunum yrði heimiluð hérlendis. Þetta tók allt sinn tíma en á vorþinginu 1965 voru breytingar á hjúkrunarlögunum samþykktar og rétt að komi Ragnheiður Guðmundsdóltir augn- lœknir, heiðursfélagi LÍ. Læknablaðið 2006/92 395

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.