Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 48

Læknablaðið - 15.05.2006, Síða 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Af þrætubók Pétur Pétursson peturp@est.is Höfundur er heimilislæknir á Akureyri. Enginn er öfundsverður af því hlutskipti að þurfa að verja vondan málstað, einkum og sér í lagi ef menn hafa sjálfir af geðríki og fljótræði málað sig út í horn og misst sjónar á aðalatriðum vegna moldviðris, sem hagsmunaaðilar hafa þyrlað upp. Pegar menn hafa fyrir hrekkvísi örlaganna látið koma sér í slíka aðstöðu, er gott að eiga beitt vopn til að verja sig með, því ýmsum þeim, sem í ótryggum sessi sitja, þykir það höfuðskyssa að sjá að sér og reyna að bæta fyrir mistök sín. Ritsnilld og leikni í orðsins skylmingum eru gagnleg vopn í slíkum tilvikum. Lýsandi dæmi um þessa skylmingaritsnilld mátti sjá í grein formanns Læknafélags Reykjavíkur í janúarblaði Læknablaðsins í ár. Pykir mér full ástæða til að vekja athygli á uppbyggingu téðrar greinar, því í henni sýnir höfundur ýmsa snilld- artakta, sem oft hafa nýzt þeim vel, sem röngu tré hafa kosið að veifa. Verður nú stiklað á stóru í þessum andans skrúðgarði og dæmi rakin. Að eigna sér og öðrum sér þóknanlegum aðilum annarra árangur Pessi aðferð getur verið áhrifarík gagnvart þeim, sem litla möguleika hafa á að komast að hinu sanna. Spillir þá ekki að gera jafnframt lítið úr verkum andstæðinganna. Dæmi um það eru þessar setningar: „Á þeim tœpum fjórum árum sem ég sat í út- gáfustjórn blaðsins áður en umrœtt mál hófst hafði útgáfustjórnin komið sjaldan saman og þá einungis til að fjalla um launamál starfsmanna blaðsins og ábyrgðarmanns. Lœknablaðið hefur á þessum tíma náð útbreiðslu til fleiri en lœkna með rafrœnni útgáfu sem er aðgengileg öllum á vefsíðu blaðsins og náði blaðið þeim merka áfanga að verða skráð í Medline ekki síst vegna framgöngu Jóhannesar Björnssonar prófessors. Þannig hefur blaðið breyst úr lítt lesnu fréttabréfi og vettvangi ritœfinga í tímarit með alþjóðlegar tilvitnanir. ” Hér eru margar flugur slegnar í einu höggi og rís snilldin hæst í niðurlaginu og er ekki amalegt fyrir höfundinn að hafa komið að slíkum stórvirkjum. Að vitna á þokukenndan hátt í heimildir Þetta er því áhrifaríkara sem heimildirnar eru meira metnar. Dæmi úr títtnefndri grein: „Stjórnir lœknafélaganna skipa lögum sam- kvæmt ritstjóra, og einn úrþeirra hópi sem ábyrgð- armann, hann er því fremstur meðal jafningja en ekki sem einráður. Slíkt er í skýru samrœmi við alþjóðlegar leiðbeiningar um starfsemi ritstjórna og lœt ég ensktt tilvitnunina standa; „editors should seek input frorn a broad array of advisors, suclt as revietvers, editorial staff, an editorial board, and readers. ”” Hér er með klóklegum hætli verið að vitna í setningu, sem fjallar um allt annað en lýðræði rit- stjórna. Verið er að mæla með að leitað sé eftir sem ólíkustum sjónarmiðum víða að, en ekkert getið um hver eigi að hafa síðasta orðið. Og enn hleypur á snærið hjá meistara þrætu- bókarinnar, þegar hann tekur til umfjöllunar nið- urstöður bráðabirgðaritnefndar Arnar Bjarnason- ar, sem byggði niðurstöður sínar á hroðvirknislega unninni álitsgerð landlæknis um lækningaleyfi Kára Stefánssonar: „Nefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að birting umrœddrar greinar hefði brotið gegn al- þjóðlegum ritstjórnarreglum, lagði til að hlutar hennar yrðu fjarlœgðir af netútgáfu blaðsins og Kári Stefánsson beðinn velvirðingar. Slíkt var gert í samrœmi við eftirfarandi leiðbeiningar: „ Whenever it is recognised that a significant inaccuracy, mis- leading statement or distorted report has beeit published, it must be correctedpromptly and with due prominence. An apology must be published whenever appropriate. ”” Þótt sú grein Jóhanns Tómassonar, sem at- burðarásinni hratt af stað, sé að mestu sneydd öllu listfengi og sé okkur, sem dáum Kára Stefánsson (fyrir flest annað en siðvit) lítil fagnaðarlesning, þá er hvergi í henni að finna „a significant inacc- uracy, misleading statement or distorted report, ” enda vitnar bráðabirgðaritnefndin hvergi í alþjóð- legar ritstjórnarreglur í áliti sínu frá 18/11 2005, sem birtist síðar á heimasíðu LI. Mergurinn máls- ins er sá, að fyrir því eru skjalfestar heimildir að hið upprunalega lækningaleyfi Kára var skilyrt, jafnvel þótt landlæknisembættið virðist síðar hafa fallið frá þeim skilyrðum af ástæðum, sem bæði ut- angarðsmönnum og öllum þorra læknastéttarinnar eru óljósar. Þær vangaveltur Jóhanns, að önnur lækningaleyfi, sem íslenzk heilbrigðisyfirvöld hafi veitt honum, séu sennilega ólögleg, eru hans persónulegu heilabrot og falla því engan veginn undir ofangreinda tilvitnun, sem ekki virðist valin af bráðabirgðaritnefndinni heldur af formanni LR. Slík meðferð heimilda hefur mörgum gagnast, sem ekki leggja metnað í að fægja vopn sín. 404 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.