Læknablaðið - 15.10.2006, Side 10
FRÆÐIGREINAR / LIFRARBÓLGA
Tafla 1. Fjöldi og hlutfall innflytjenda með lifrarbólgu B og C.
Ár 2000 2001 2002 Samtals 2000-2002
Heildarfjöldi innflytjenda 1093 1211 642 2946
Fjöldi meö lifrarbólgu B 35 33 15 83
Hlutfall með lifrarbólgu B 3,2% 2,7% 2,3% 2,8%
Fjöldi meö lifrarbólgu C 10 6 8 24
Hlutfall með lifrarbólgu C 0,9% 0,5% 1,2% 0,8%
Talið er að um það bil 350 milljónir af íbúum
jarðar séu með langvinna sýkingu af lifrarbólgu-
veiru B (2). Algengi lifrarbólgu B er mjög mis-
munandi eftir löndum og heimsálfum. Á svæðum
þar sem að algengi er hátt, eins og til dæmis í
Suðaustur-Asíu, Kína og Afríku, smitast yfir helm-
ingur íbúanna og meira en 8% eru langvinnir
berar veirunnar (3). Þar smitast flestir í fæðingu
eða snemma á lífsleiðinni. Á svæðum þar sem al-
gengi er lágt (minna en 2%) eins og í N-Ameríku,
V-Evrópu og Ástralíu, eru lífslíkur á smiti 4-6% og
flest smit verða á milli fullorðinna í vel skilgreind-
um áhættuhópum (4). Lifrarbólgúveira B getur or-
sakað bráðan eða langvinnan lifrarsjúkdóm. Aldur
sjúklings við smit ræður rniklu um horfur en líkur
á langvinnum sjúkdómi eru í öfugu hlutfalli við
aldur. Bóluefni gegn lifrarbólguveiru B hafa verið
á markaði um nokkurt skeið og reynst vel (5).
Algengi lifrarbólgu C er einnig mjög mismun-
andi milli landa. Algengi er hæst í Egyptalandi
eða 6-28% (meðaltal 22%) (6) og lægst hjá blóð-
gjöfum á Norðurlöndum 0,05% (7). Algengi hjá
blóðgjöfum hér á landi var 0,1% (8). Algengasta
smitleiðin er notkun fíkniefna í æð (9). Meirihluti
þeirra sem smitast af lifrarbólguveiru C fá lang-
vinna lifrarbólgu. Enn er ekki til bóluefni gegn
lifrarbólguveiru C (10).
Island er í hópi þeirra landa þar sem algengi
bæði lifrarbólgu B og C er tiltölulega lágt.
Lifrarbólga B gekk í faraldri hér á landi hjá
fíkniefnaneytendum á árunum 1989-1992 (11,12).
Nýgengi lifrarbólgu B hefur aukist aftur á síðustu
árum (13). Lifrarbólga C hefur einnig aukist á
íslandi á síðustu árum (13) en aukninguna má að
verulegu leyti rekja til vaxandi fjölda sprautufíkla
(14). Innflytjendum hefur fjölgað á íslandi á
undanförnum árum (15). Hluti þeirra kemur frá
löndum þar sem algengi lifrarbólgu B og C er mun
hærra en hér á landi.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
faraldsfræði lifrarbólgu B og C hjá innflytjendum
á íslandi. ísland er vel í sveit sett til rannsókna á
þessu sviði þar sem mælst er til þess að innflytjend-
ur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins
(EES ) gangist undir heilbrigðisskoðun áður en
dvalarleyfi er veitt.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur rannsóknarinnar voru innflytjendur
frá löndum utan EES á árunum 2000-2002 sem
gengust undir heilbrigðisskoðun á lungna- og
berklavarnadeild (LOB) Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, göngudeild smitsjúkdóma Land-
spítala og göngudeild smitsjúkdóma barna á
Barnaspítala Hringsins. Rannsóknin var enn-
fremur takmörkuð við þá einstaklinga úr þessum
hópi sem tekin var blóðprufa úr. Einnig voru upp-
lýsingar úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnarlæknis
notaðar svo og tölur um fjölda útgefinna dval-
arleyfa frá Utlendingastofnun. Innflytjendur voru
flokkaðir eftir landsvæðum en ekki fékkst leyfi
Persónuverndar til nákvæmari flokkunar eftir ein-
stökum löndum.
Af þeim sem sóttu um dvalarleyfi frá löndum
utan EES og voru eldri en 16 ára, voru flestir
rannsakaðir á LOB. Nokkur hluti fullorðinna
innflytjenda gekkst undir heilbrigðisskoðun utan
Reykjavíkur og eru þeir ekki með í þessari rann-
sókn. Á LOB fór fram heilbrigðisskoðun sem
fól meðal annars í sér röntgenmynd af lungum
og blóðpróf þar sem mæld voru mótefni gegn
Tafla II. Algengi lifrarbólgu B og C eftir uppruna.
Afríka Austur-Evrópa Asía Annað/ óþekkt Samtals
Fjöldi innflytjenda 2000-2002 171 1502 1022 251 2946
Fjöldi meö lifrarbólgu B 11 20 50 2 83
Algengi lifrarbólgu B 6,4% (3,3-11,2%) 1,3% (0,8-2,0%) 4,9% (3,7-6,4%) 2,8% (2,3-3,5%)
Fjöldi með lifrarbólgu C 0 16 7 1 24
Algengi lifrarbólgu C 1,1% (0,6-1,7%) 0,7% (0,3-1,4%) 0,8% (0,5-1,2%)
670 Læknablaðið 2006/92