Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2006, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.10.2006, Qupperneq 10
FRÆÐIGREINAR / LIFRARBÓLGA Tafla 1. Fjöldi og hlutfall innflytjenda með lifrarbólgu B og C. Ár 2000 2001 2002 Samtals 2000-2002 Heildarfjöldi innflytjenda 1093 1211 642 2946 Fjöldi meö lifrarbólgu B 35 33 15 83 Hlutfall með lifrarbólgu B 3,2% 2,7% 2,3% 2,8% Fjöldi meö lifrarbólgu C 10 6 8 24 Hlutfall með lifrarbólgu C 0,9% 0,5% 1,2% 0,8% Talið er að um það bil 350 milljónir af íbúum jarðar séu með langvinna sýkingu af lifrarbólgu- veiru B (2). Algengi lifrarbólgu B er mjög mis- munandi eftir löndum og heimsálfum. Á svæðum þar sem að algengi er hátt, eins og til dæmis í Suðaustur-Asíu, Kína og Afríku, smitast yfir helm- ingur íbúanna og meira en 8% eru langvinnir berar veirunnar (3). Þar smitast flestir í fæðingu eða snemma á lífsleiðinni. Á svæðum þar sem al- gengi er lágt (minna en 2%) eins og í N-Ameríku, V-Evrópu og Ástralíu, eru lífslíkur á smiti 4-6% og flest smit verða á milli fullorðinna í vel skilgreind- um áhættuhópum (4). Lifrarbólgúveira B getur or- sakað bráðan eða langvinnan lifrarsjúkdóm. Aldur sjúklings við smit ræður rniklu um horfur en líkur á langvinnum sjúkdómi eru í öfugu hlutfalli við aldur. Bóluefni gegn lifrarbólguveiru B hafa verið á markaði um nokkurt skeið og reynst vel (5). Algengi lifrarbólgu C er einnig mjög mismun- andi milli landa. Algengi er hæst í Egyptalandi eða 6-28% (meðaltal 22%) (6) og lægst hjá blóð- gjöfum á Norðurlöndum 0,05% (7). Algengi hjá blóðgjöfum hér á landi var 0,1% (8). Algengasta smitleiðin er notkun fíkniefna í æð (9). Meirihluti þeirra sem smitast af lifrarbólguveiru C fá lang- vinna lifrarbólgu. Enn er ekki til bóluefni gegn lifrarbólguveiru C (10). Island er í hópi þeirra landa þar sem algengi bæði lifrarbólgu B og C er tiltölulega lágt. Lifrarbólga B gekk í faraldri hér á landi hjá fíkniefnaneytendum á árunum 1989-1992 (11,12). Nýgengi lifrarbólgu B hefur aukist aftur á síðustu árum (13). Lifrarbólga C hefur einnig aukist á íslandi á síðustu árum (13) en aukninguna má að verulegu leyti rekja til vaxandi fjölda sprautufíkla (14). Innflytjendum hefur fjölgað á íslandi á undanförnum árum (15). Hluti þeirra kemur frá löndum þar sem algengi lifrarbólgu B og C er mun hærra en hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði lifrarbólgu B og C hjá innflytjendum á íslandi. ísland er vel í sveit sett til rannsókna á þessu sviði þar sem mælst er til þess að innflytjend- ur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES ) gangist undir heilbrigðisskoðun áður en dvalarleyfi er veitt. Efniviður og aðferðir Þátttakendur rannsóknarinnar voru innflytjendur frá löndum utan EES á árunum 2000-2002 sem gengust undir heilbrigðisskoðun á lungna- og berklavarnadeild (LOB) Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, göngudeild smitsjúkdóma Land- spítala og göngudeild smitsjúkdóma barna á Barnaspítala Hringsins. Rannsóknin var enn- fremur takmörkuð við þá einstaklinga úr þessum hópi sem tekin var blóðprufa úr. Einnig voru upp- lýsingar úr smitsjúkdómaskrá sóttvarnarlæknis notaðar svo og tölur um fjölda útgefinna dval- arleyfa frá Utlendingastofnun. Innflytjendur voru flokkaðir eftir landsvæðum en ekki fékkst leyfi Persónuverndar til nákvæmari flokkunar eftir ein- stökum löndum. Af þeim sem sóttu um dvalarleyfi frá löndum utan EES og voru eldri en 16 ára, voru flestir rannsakaðir á LOB. Nokkur hluti fullorðinna innflytjenda gekkst undir heilbrigðisskoðun utan Reykjavíkur og eru þeir ekki með í þessari rann- sókn. Á LOB fór fram heilbrigðisskoðun sem fól meðal annars í sér röntgenmynd af lungum og blóðpróf þar sem mæld voru mótefni gegn Tafla II. Algengi lifrarbólgu B og C eftir uppruna. Afríka Austur-Evrópa Asía Annað/ óþekkt Samtals Fjöldi innflytjenda 2000-2002 171 1502 1022 251 2946 Fjöldi meö lifrarbólgu B 11 20 50 2 83 Algengi lifrarbólgu B 6,4% (3,3-11,2%) 1,3% (0,8-2,0%) 4,9% (3,7-6,4%) 2,8% (2,3-3,5%) Fjöldi með lifrarbólgu C 0 16 7 1 24 Algengi lifrarbólgu C 1,1% (0,6-1,7%) 0,7% (0,3-1,4%) 0,8% (0,5-1,2%) 670 Læknablaðið 2006/92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.