Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREINAR /LIFRARBÓLGA lifrarbólguveiru A, B og C, HIV og sárasótt. Blóðprófum var venjulega sleppt hjá þeim sem komu frá löndum þar sem algengi veirulifrarbólgu er lágt, svo sem Bandaríkjunum, Kanada og Sviss. Þeim einstaklingum sem greindust með veirulifr- arbólgu var vísað til frekari skoðunar á smitsjúk- dómadeild Landspítala. Farið var yfir sjúkraskrár erlendra ríkisborgara frá löndum utan EES sem gengust undir heilbrigðisskoðun árin 2000- 2002. Ekki var farið lengra aftur í tímann þar sem eldri gögn voru ekki á aðgengilegu formi. Safnað var upplýsingum um komudag, fæðingardag, kenni- tölu, kyn og upprunaland. Einnig var upplýsingum um veirugreiningu safnað: HBsAg, mótefni gegn HBcAg, HBeAg, mótefni gegn HBeAg, mótefni gegn lifrarbólguveiru C og kjarnsýrumögnun (polymerase chain reaction, PCR) fyrir lifr- arbólguveiru C. A göngudeild smitsjúkdóma Landspítala var aflað frekari klínískra upplýsinga um þá innflytj- endur sem greinst höfðu með veirulifrarbólgu. Skráð var niðurstaða lifrarprófa (ASAT/ALAT) og áhættuþættir. Á göngudeild smitsjúkdóma, Barnaspítala Hringsins komu börn 16 ára og yngri frá löndum utan EES sem sækja um dvalarleyfi. Heilbrigðisskoðun þeirra er að mestu eins og hjá fullorðnum. Rannsóknin náði til þeirra barna sem blóðsýni var tekið úr á tímabilinu 2000-2002. Lifrarbólga B og C hafa verið tilkynninga- skyldir sjúkdómar frá árinu 1999 en skipuleg skrá sem byggðist á rannsóknarniðurstöðum um sjúkdómana var þó haldin frá árinu 1985 og eru þær upplýsingar varðveittar hjá sóttvarnarlækni (smitsjúkdómaskrá). í skránni er einnig að finna öll tilfelli lifrarbólgu A sem tilkynnt hafa verið frá upphafi skráningar. Kannaður var heildarfjöldi til- fella af lifrarbólgu B og C á rannsóknartímabilinu. Einnig var athugað hversu stór hluti smitaðra voru innflytjendur. Ennfremur var kannað hvort ein- hverjir sem greinst höfðu á LOB og göngudeild smitsjúkdóma Barnaspítala Hringsins hefðu ekki verið tilkynntir. Frá Utlendingastofnun fengust upplýsingar um fjölda veittra dvalarleyfa til innflytjenda á þessum þremur árum. Leyfin voru flokkuð niður eftir teg- und dvalarleyfis og ríkisfangi. Breytur voru skráðar í Spss forrit og notuð var lýsandi tölfræði. Reiknuð voru 95% öryggismörk í Excel og p-gildi í Spss þar sem við átti. Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Niðurstödur Á árunum 2000-2002 voru gefin út 5017 ný dval- Mynd 1. Aldursdreifing og kynjaskipling sjúklinga með lifrarbólgu B. Fjöldi Aldursflokkur Karl Kona Óskráð Samtals arleyfi til innflytjenda frá löndum utan EES. Þar af gengust 3504 (70%) undir heilbrigðisskoðun á lungna- og berklavarnadeild og göngudeild smit- sjúkdóma Barnaspítala Hringsins. Alls var rannsakað blóð úr 2946 einstaklingum, þar sem meðal annars var gerð veirugreining fyrir lifrarbólguveirum B og C, og mynda þeir rann- sóknarhópinn. í hópi innflytjenda voru flestir frá Austur-Evrópu (1502) og Asíu (1022). Mynd 2. Aldursdreifíng og kynjaskipting sjúklinga með lifrarbólgu C. Lifrarbólga B Alls voru 83 smitaðir af lifrarbólgu B (HBsAg jákvæðir), eða um 2,8% af rannsóknarhópnum (tafla I). 482 (16%) reyndust hafa merki um fyrri lifrarbólgu B sýkingu, (gömul mótefni gegn HBcAg og HBsAg neikvætt). Algengi lifrarbólgu B var hæst hjá innflytjend- um frá Afríku, 6,4% (tafla II). Einungis þrjú börn af 440 sem rannsökuð voru reyndust smituð af lifrarbólgu B. Aldurs- og kynja- dreifing er sýnd á mynd 1. Flestir eða 81% einstaklinga með lifrarbólgu B voru HBeAg neikvæðir. Lifrarpróf voru mæld hjá 49 af 83 einstaklingum (59%). Einungis tveir reynd- ust vera með hækkanir á ASAT og/eða ALAT. Læknablaðið 2006/92 671
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.