Læknablaðið - 15.10.2006, Side 12
FRÆÐIGREINAR / LIFRARBÓLGA
Tafla III. Hlutfall innflytjenda af heildarfjölda lifrarbólgu B og C tilfella.
Ár 2000 2001 2002 Samtals
Heildarfjöldi nýrra lifrarbólgu B tilfella 49 61 39 149
Fjöldi innflytjenda meö lifrarbólgu B 35 33 15 83
Hlutfall innflytjenda 71% 54% 39% 56%
Heildarfjöldi nýrra lifrarbólgu C tilfella 87 78 68 233
Fjöldi innflytjenda með lifrarbólgu C 10 6 8 24
Hlutfall innflytjenda 12% 7,7% 12% 10%
Af 83 sem smitaðir voru af lifrarbólgu B hafði
einungis einn staðfesta sögu um að sprauta fíkni-
efnum í æð og einn hafði sögu um að þiggja blóð.
Fáir könnuðust við að hafa verið útsettir fyrir
áhættuþætti sýkingar en í sumum tilvikum voru
þessar upplýsingar ekki skráðar í sjúkraskrá.
Heildarfjöldi þeirra sem tilkynntir voru til sótt-
varnarlæknis með lifrarbólgu B á tímabilinu var
149. Innflytjendur voru meirihluti hópsins (tafla
III).
Lifrarbólga C
Alls reyndust 24 einstaklingar hafa smitast af lifr-
arbólgu C, eða 0,8% af rannsóknarhópnum (tafla
I) . Þar af voru 18 (75%) með jákvæða kjarnsýru-
mögnun (með veiru í blóði). Fimm einstaklingar
höfðu einungis jákvæða mótefnamælingu og gætu
því hafa losnað við veiruna. Hjá einum einstaklingi
fundust veirugreiningarsvörin ekki.
Meirihluti greindra var frá Austur Evrópu (tafla
II) . Flestir voru á aldursbilinu 20-29 ára (mynd 2).
Innflytjendur reyndust lítill hluti þeirra sem til-
kynntir voru með lifrarbólgu C til sóttvarnarlækn-
is á tímabilinu (tafla III).
Af þeim 24 sem greindust með lifrarbólgu C
höfðu lifrarpróf einungis verið tekin í níu tilvikum.
Tveir voru með hækkun á ASAT og/eða ALAT.
Fimm höfðu sögu um að sprauta fíkniefnum í
æð, en hjá 19 voru ýmist ekki þekktir áhættuþættir
eða upplýsingar ekki skráðar í sjúkraskrá.
Umræða
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að
rúmlega helmingur þeirra sem greindust með lifr-
arbólgu B hér á landi voru innflytjendur. Sú fjölgun
lifrarbólgu B tilfella sem orðið hefur á undanförn-
um árum speglar aukningu á fjölda innflytjenda
á íslandi (13, 15). Árið 2002 var sett ný útlend-
ingalöggjöf sem gerði það að verkum að færri
fengu dvalarleyfi á Islandi. Þetta endurspeglast í
niðurstöðum okkar þar sem lifrarbólgu B tilfellum
fækkar töluvert það ár samanborið við fyrri ár.
í heild var um 2,8% af rannsóknarþýðinu
smitað af lifrarbólguveiru B. Algengi var hæst hjá
innflytjendum frá Afríku (6,4%) og Asiu (4,9%).
Þetta kemur ekki á óvart þar sem lifrarbólga
B er landlæg í þessum heimshlutum og rann-
sóknir hafa sýnt að meira en 8% íbúa Asíu eru
smitaðir (3). Algengi sjúkdómsins meðal þeirra
Asíubúa sem flust hafa til íslands var hins vegar
nokkru lægra. Algengi var einnig lægra en mælst
hefur hjá innflytjendahópum í öðrum vestrænum
ríkjum (16-20). Við rannsókn á innflytjendum í
Bandaríkjunum reyndust 6,1% smitaðir af lifr-
arbólgu B (19). Ekki liggur fyrir augljós skýring á
þessum mismun.
Algengi lifrarbólgu B hjá innflytjendum var
hins vegar mun hærra en hjá innfæddum íslend-
ingum. Rannsókn sem gerð var á árunum 1979 og
1987 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sýndi að algengi
var 0,14% hjá starfsfólki og sjúklingum og var það
óbreytt milli ára (21). Á Islandi höfðu frá upphafi
tilkynningaskyldu til ársloka 2002 verið tilkynnt
490 tilfelli af lifrarbólgu B til sóttvarnarlæknis
(13).
Athyglisvert er að einungis þrjú börn af 440
sem blóðsýni voru tekin úr voru smituð af lif-
arbólguveiru B. Hugsanlegt er að bólusetningar
víða um heim séu teknar að skila árangri.
Þeir innflytjendur sem greindust með lifr-
arbólgu B eru langflestir með veiruna í tiltölulega
óvirku ástandi („inactive carrier state“). Það sem
einkennir þetta form sjúkdómsins er neikvætt
HBeAg (yfirleitt merki um að veiran fjölgi sér
lítið), eðlileg lifrarpróf og lítil eða engin bólga
í lifur (5). Þetta form er algengt meðal íbúa þar
sem sjúkdómurinn er landlægur og smit á sér stað
snemma á ævinni. Þótt horfur þessara einstaklinga
séu almennt góðar, getur veiran í sumum tilfellum
orðið virkari og leitt til aukinnar lifrarbólgu og
skorpulifrar. Reglulegt eftirlit er því mikilvægt.
Einungis 24, eða 0,8% af innflytjendum, höfðu
mótefni gegn lifrarbólgu C. Þar af voru 18 með
veiru í blóði og líklegt að hinir hafi losnað við
veiruna. Innflytjendur eru tiltölulega lítill hluti af
heildarfjölda lifrarbólgu C smitaðra hér á landi.
Algengi lifrarbólgu C var nokkru hærra í rann-
sóknarhópnum en hjá öðrum íslendingum. í þeim
hópi hafa rannsóknir sýnt að algengi mótefna gegn
lifrarbólgu C er um 0,2% (22). Alls höfðu í árslok
2002 greinst um 840 einstaklingar með mótefni
gegn lifrarbólgu C (13). Innflytjendur frá Austur-
Evrópu voru fjölmennir á rannsóknartímabilinu,
en algengi lifrarbólgu C er hærra í mörgum þess-
ara landa en í löndum Vestur-Evrópu (23). Sú
aukning sem orðið hefur á lifrarbólgu C á Islandi á
undanförnum árum er rakin til fjölgunar smitaðra
sprautufíkla (14).
672 Læknablaðið 2006/92