Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 12

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 12
FRÆÐIGREINAR / LIFRARBÓLGA Tafla III. Hlutfall innflytjenda af heildarfjölda lifrarbólgu B og C tilfella. Ár 2000 2001 2002 Samtals Heildarfjöldi nýrra lifrarbólgu B tilfella 49 61 39 149 Fjöldi innflytjenda meö lifrarbólgu B 35 33 15 83 Hlutfall innflytjenda 71% 54% 39% 56% Heildarfjöldi nýrra lifrarbólgu C tilfella 87 78 68 233 Fjöldi innflytjenda með lifrarbólgu C 10 6 8 24 Hlutfall innflytjenda 12% 7,7% 12% 10% Af 83 sem smitaðir voru af lifrarbólgu B hafði einungis einn staðfesta sögu um að sprauta fíkni- efnum í æð og einn hafði sögu um að þiggja blóð. Fáir könnuðust við að hafa verið útsettir fyrir áhættuþætti sýkingar en í sumum tilvikum voru þessar upplýsingar ekki skráðar í sjúkraskrá. Heildarfjöldi þeirra sem tilkynntir voru til sótt- varnarlæknis með lifrarbólgu B á tímabilinu var 149. Innflytjendur voru meirihluti hópsins (tafla III). Lifrarbólga C Alls reyndust 24 einstaklingar hafa smitast af lifr- arbólgu C, eða 0,8% af rannsóknarhópnum (tafla I) . Þar af voru 18 (75%) með jákvæða kjarnsýru- mögnun (með veiru í blóði). Fimm einstaklingar höfðu einungis jákvæða mótefnamælingu og gætu því hafa losnað við veiruna. Hjá einum einstaklingi fundust veirugreiningarsvörin ekki. Meirihluti greindra var frá Austur Evrópu (tafla II) . Flestir voru á aldursbilinu 20-29 ára (mynd 2). Innflytjendur reyndust lítill hluti þeirra sem til- kynntir voru með lifrarbólgu C til sóttvarnarlækn- is á tímabilinu (tafla III). Af þeim 24 sem greindust með lifrarbólgu C höfðu lifrarpróf einungis verið tekin í níu tilvikum. Tveir voru með hækkun á ASAT og/eða ALAT. Fimm höfðu sögu um að sprauta fíkniefnum í æð, en hjá 19 voru ýmist ekki þekktir áhættuþættir eða upplýsingar ekki skráðar í sjúkraskrá. Umræða Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að rúmlega helmingur þeirra sem greindust með lifr- arbólgu B hér á landi voru innflytjendur. Sú fjölgun lifrarbólgu B tilfella sem orðið hefur á undanförn- um árum speglar aukningu á fjölda innflytjenda á íslandi (13, 15). Árið 2002 var sett ný útlend- ingalöggjöf sem gerði það að verkum að færri fengu dvalarleyfi á Islandi. Þetta endurspeglast í niðurstöðum okkar þar sem lifrarbólgu B tilfellum fækkar töluvert það ár samanborið við fyrri ár. í heild var um 2,8% af rannsóknarþýðinu smitað af lifrarbólguveiru B. Algengi var hæst hjá innflytjendum frá Afríku (6,4%) og Asiu (4,9%). Þetta kemur ekki á óvart þar sem lifrarbólga B er landlæg í þessum heimshlutum og rann- sóknir hafa sýnt að meira en 8% íbúa Asíu eru smitaðir (3). Algengi sjúkdómsins meðal þeirra Asíubúa sem flust hafa til íslands var hins vegar nokkru lægra. Algengi var einnig lægra en mælst hefur hjá innflytjendahópum í öðrum vestrænum ríkjum (16-20). Við rannsókn á innflytjendum í Bandaríkjunum reyndust 6,1% smitaðir af lifr- arbólgu B (19). Ekki liggur fyrir augljós skýring á þessum mismun. Algengi lifrarbólgu B hjá innflytjendum var hins vegar mun hærra en hjá innfæddum íslend- ingum. Rannsókn sem gerð var á árunum 1979 og 1987 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sýndi að algengi var 0,14% hjá starfsfólki og sjúklingum og var það óbreytt milli ára (21). Á Islandi höfðu frá upphafi tilkynningaskyldu til ársloka 2002 verið tilkynnt 490 tilfelli af lifrarbólgu B til sóttvarnarlæknis (13). Athyglisvert er að einungis þrjú börn af 440 sem blóðsýni voru tekin úr voru smituð af lif- arbólguveiru B. Hugsanlegt er að bólusetningar víða um heim séu teknar að skila árangri. Þeir innflytjendur sem greindust með lifr- arbólgu B eru langflestir með veiruna í tiltölulega óvirku ástandi („inactive carrier state“). Það sem einkennir þetta form sjúkdómsins er neikvætt HBeAg (yfirleitt merki um að veiran fjölgi sér lítið), eðlileg lifrarpróf og lítil eða engin bólga í lifur (5). Þetta form er algengt meðal íbúa þar sem sjúkdómurinn er landlægur og smit á sér stað snemma á ævinni. Þótt horfur þessara einstaklinga séu almennt góðar, getur veiran í sumum tilfellum orðið virkari og leitt til aukinnar lifrarbólgu og skorpulifrar. Reglulegt eftirlit er því mikilvægt. Einungis 24, eða 0,8% af innflytjendum, höfðu mótefni gegn lifrarbólgu C. Þar af voru 18 með veiru í blóði og líklegt að hinir hafi losnað við veiruna. Innflytjendur eru tiltölulega lítill hluti af heildarfjölda lifrarbólgu C smitaðra hér á landi. Algengi lifrarbólgu C var nokkru hærra í rann- sóknarhópnum en hjá öðrum íslendingum. í þeim hópi hafa rannsóknir sýnt að algengi mótefna gegn lifrarbólgu C er um 0,2% (22). Alls höfðu í árslok 2002 greinst um 840 einstaklingar með mótefni gegn lifrarbólgu C (13). Innflytjendur frá Austur- Evrópu voru fjölmennir á rannsóknartímabilinu, en algengi lifrarbólgu C er hærra í mörgum þess- ara landa en í löndum Vestur-Evrópu (23). Sú aukning sem orðið hefur á lifrarbólgu C á Islandi á undanförnum árum er rakin til fjölgunar smitaðra sprautufíkla (14). 672 Læknablaðið 2006/92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.