Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 18

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 18
FRÆÐIGREINAR / MELTINGARFÆRAEINKENNI 300 ■o 3 ro c 3 HJ SP § 250 200 150 100 50 0 Eggbúsfasi Gulbúsfasi Eggbúsfasi Gulbúsfasi Helmingunartími Biötími Mynd 1. Magatœming, helmingunartími og bið- tími. Ekki fannst tölfrœði- lega marktœkur munur. inhibin kunna einnig að koma við sögu. Prógesterón slakar á neðri hringvöðva vélind- ans og vélindabakflæði eykst á fyrsta þriðjungi meðgöngu, áður en legið hefur stækkað (3). Sú hugmynd að styrkur kynhormóna tengdist melt- ingarfæraeinkennum hjá konum kom upphaflega frá Wald og félögum (4) þegar þeir uppgötvuðu að flæði um mjógirni væri hraðara í eggbúsfasa en gulbúsfasa. Niðurstöður síðari rannsókna á flæði um meltingarveg eru misvísandi enda hefur mismunandi tækni verið beitt við rannsóknirnar og ekki hefur alltaf verið hugað að samanburði á einkennum og mælanlegum gildum (4-19). Tilgangur rannsóknarinnar var að bera bæði meltingarfæraeinkenni og andleg einkenni hjá frískum konum saman við flæðishraða um melt- ingarveg á mismunandi skeiðum. Með rannsókn- um sem ekki eru inngripsmiklar var magatæming- arhraði, flæðishraði um mjógirni og flæðishraði um ristil mældur í bæði eggbús- og gulbúsfasa hjá heilbrigðum, frjóum konum sem ekki tóku getn- aðarvarnarlyf. Efniviður og aðferðir Pátttakendur Fjórtán konum á aldrinum 20 til 35 ára sem ekki voru að nota getnaðarvörn (hormón) var boðin þátttaka í rannsókninni í kjölfar auglýsingar á vef Háskóla Islands. Pær voru allar hraustar og höfðu ekki gengist undir aðgerðir á meltingarvegi. Spurningalisti byggður á Rómarskilmerkjum I (alþjóðleg skilmerki um starfræna kvilla í meltingarvegi) var notaður til að útiloka starfræna kvilla í meltingarvegi og var lagður fyrir í upphafi og lok rannsóknar. Engin kvennanna notaði lyf að staðaldri, hafði barn á brjósti eða hafði fætt barn síðuslu 12 mánuðina fyrir upphaf rannsóknarinnar. Að undangengnum ítarlegum útskýringum var fengið skriflegt samþykki þátttakenda og rannsóknaráætlunin var samþykkt af vísindasiðanefnd, persónuvernd og geislavörnum ríkisins. Tilhögun rannsóknar Litið var á fyrsta dag blæðinga sem fyrsta dag tíðahrings. Mælingar í eggbúsfasa fóru fram á 6.-8. degi og mælingar í gulbúsfasa á 20.-22. degi Magatæmingarhraði, flæðishraði um mjógirni og flæðishraði um ristil voru mældir einu sinni í hvorum fasa. Til viðbótar svöruðu þátttakendur tveimur spurningalistum í hverri heimsókn (á 6.-8. og 20.-22. degi þriggja tíðahringja), annar varðar meltingarfæraeinkenni (Gastrointestinal Symptom Rating Scale, GSRS) en hinn snýr að almennri andlegri líðan (Psychological General Well Being, PGWB). Báðir spurningalistarnir voru lagðir fyrir í íslenskri útgáfu sem hefur verið stöðluð með tilliti til þýðingar. Einu sinni í hvorum fasa einhvers þeirra þriggja tíðahringja sem rann- sóknin náði til (á 6.-8. degi og 20.-22. degi) og einu sinni á fyrsta degi tíðahrings var dregið blóð til hormónamælinga. Allir þátttakendur byrjuðu á rannsókn á magatæmingarhraða í eggbúsfasa en eftir það, í þrjá samliggjandi tíðahringi, var röð rannsókna tilviljanakennd. Magatœmingarhraði Magatæmingarhraði var mældur með ísótópatækni (isotope-selective nondispersive infrared spectro- metry, IRIS.Wagner Analysentechnik.Worpswede, Þýskaland) sem mælir ógeislavirku 13C samsætuna í útöndunarlofti eftir niðurbrot 13C octanoid sýru. Octanoid sýra brotnar niður eftir að hafa farið úr maga niður í skeifugörn. Tækið var stillt (calibra- ted) fyrir hverja rannsókn. Þátttakendur föstuðu næturlangt (að minnsta kosti 8 klukkustundir) fyrir rannsóknina sem hófst á grunngildismæl- ingu. Eftir að grunngildi hafði verið mælt neyttu þátttakendur rannsóknarmáltíðar á innan við 10 mínútum. Máltíðin samanstóð af eggjahræru þar sem 0,1 mL af 13C merktri octanoid sýru (1-13C, 99%; Euriso-top, Frakkland) hafði verið blandað í eggjarauðuna, tveim ristuðum brauðsneiðum með 5 g af smjöri á hvorri og 150 mL af vatni. Máltíðin innihélt 26,4 g af kolvetnum, 11,6 g af próteini, 14,8 g af fitu og 3,4 g af trefjum. Orkuinnihald var um það bil 285 kílókaloríur. 15 mínútum síðar var fyrsta sýni (útöndunarlofti) safnað og eftir það á 15 mínútna fresti í fjórar klukkustundir. Sýnum var safnað í 1400 mL álpoka sem var lokað til úr- vinnslu síðar. Söfnun loftsýna fór fram í rólegu um- hverfi. Mælingar á 13C02 í útöndunarlofti og mat 678 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.