Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 26

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 26
FRÆÐIGREINAR /HRÖRNUN AUGNBOTNA 1 BYRJUNARSTIG 1 Drúscn Litarefnístilfærslur - Hörð >63nm í iitþekju - Mjúk afmörkuð Hypopigmentation - Mjúk óskýr Hyperpigmcntation \ Við byrjunarstig á AMD safnast nið- urbrotsefni frá diskum ljósnema upp og myndar svonefnd drúsen. Þurr rýrnun - með eða án drúsena Nýæðamyndun Litþekjulos Blæðing örvefsmyndun Mynd 1. Skýringannynd af byrjunarstigi ARM og lokastigi AMD. Related Macular Degeneration) AMD er sjúk- dómur í litþekju augans, Bruch's himnu og ljós- nemum í sjónhimnu og veldur gjarnan sjónskerð- ingu. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. „Macula" er latneskt orð og þýðir blettur eða díll og er í raun stytting á „macula lutea“, það er guli dfllinn eða bletturinn í sjónhimnu auga þar sem sjónskynjun er sterkust. „Macula“ hefur verið þýtt sem makúla á íslensku og er það orð notað í þessari grein (1). í gegnum árin hefur sjúkdómsástandinu verið lýst á mismunandi hátt og gefin mörg nöfn. Árið 1885 lýsti Haab þessu sjúkdómsástandi og kallaði það ellihrörnun í augnbotnum „senile macular degeneration" (2). Nú meira en 100 árum seinna eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina og flokka þetta sjúkdómsástand. í þessari grein er stuðst við alþjóðaskilgreiningu á aldursbundinni hrörnun í augnbotnum frá 1995 frá The International ARM Epidemiological Study Group (3). Með hækkandi aldri verða ákveðnar breytingar í makúlu, æðahimnan þykknar og magn og þétt- leiki litarefnisins melanín í litþekju minnkar og litþekjufrumum fækkar. Auk þess verður þykknun á Bruch’s himnu, og ljósnemum í makúlu fækkar. Sjúkar litþekjufrumur Litþekjufrumur Bruch's himna Drúsen Mynd 2. Skýringarmynd af drúsen, sem sýnir drúsen (rautt) með sjúkar litþekjufrumur yftr, eðlilegar litþekjufrumur og Bruch ’s himnu. (8) Skilgreiningar og flokkun á sjúkdómsbreytingum í AMD AMD er flókinn sjúkdómur og hefur mörg birtingarform. Breytingar í augnbotnum koma fram, einstakar eða margar saman. Margar ólíkar sjúkdómsbreytingar falla undir þennan sjúkdóm. Alþjóðaskilgreining á aldursbundinni hrörnun í augnbotnum frá 1995 (3) var sett fram til að tryggja samræmi milli rannsókna og er í dag notuð í öllum stærri faraldsfræðirannsóknum. AMD er skilgreint sem hrörnun í augnbotnum hj á einstaklingum 50 ára og eldri. Augnbotnalitmyndir eða skoðun eru notaðar til að greina þessar breyt- ingar. Þessi skilgreining notar ekki sjónskerpu til að greina eða flokka sjúkdóminn. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að þessi sjúkdómur flokkast samkvæmt alþjóðaskilgrein- ingunni í byrjunarstig (Age-related maculopathy) ARM og lokastig (Age-related macular degenera- tion) AMD. Byrjunarstig Við byrjunarstig eru mjúk drúsen á makúlasvæð- inu sem mælast að minnsta kosti 63 pm í þvermál eða meira. Drúsen blettirnir geta verið með eða án litþekjubreytinga. Ef einstaklingur er með fleiri en 10 hörð drúsen stærri en 63 pm í þvermál á makúlasvæðiu er um sjúklegt ástand að ræða, en flestir eru ein- kennalausir. Lokastig Lokastigi er skipt í: A. Þurra rýrnun (geographic atrophy) með hægt vaxandi sjóntapi. B. Vota formið (exudative) oft með brenglun á sjón og/eða skyndilegu sjóntapi. Þurra formið getur breyst í vota formið og öfugt (4). Mynd 1 skýrir hvernig sjúkdómurinn er flokk- aður í byrjunarstig (ARM) og lokastig (AMD), og mismunandi sjúkdómsbreytingar í hverjum flokki. Skilgreiningarmörk milli heilbrigðis og sjúk- dóms miðast almennt við að sé einstaklingur með innan við 10 hörð drúsen teljist það vera innan eðlilegra marka og að um aldursbundið ástand sé að ræða án sjúkdóms (5). 686 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.