Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 30

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 30
FRÆÐIGREINAR / HRÖRNUN AUGNBOTNA Tafla 1. Algengi byrjunar- og lokstigs AMD í mismunandi aldursflokkum (Klaver et al). Byrjunarstig Lokastig Aldur Algengi % Algengi % 65-74 15% 1% 75-84 25% 5% < 85 30% 13% Tafla 2. Áhættuþættir sem sýna fylgni viö AMD. Aldur Augað sjálft: Litur á sjónhimnu, sjónlag, ský á augastein Fjölskyldu og erföaþættir Hjarta og æðasjúkdómar: Hækkaður blóðþrýstingur, æðasjúkdómar Kyn Umhverfisþættir: Reykingar, sólarljós, mataræði og fleiri áhættuþáttur í öllum rannsóknum, og algengi AMD eykst með hækkandi aldri (18,29,33). Aðrir þættir sem hafa sýnt fylgni við þennan sjúkdóm eru meðal annarra: Fjölskyldu og erfðaþœttir: Arið 1875 var fyrst lýst ættlægni á AMD, í þremur systrum sem voru með vota hrörnun (34). Pað var ekki fyrr en 100 árum síðar að niðurstöður úr rannsóknum fóru að birtast sem staðfestu ættlægni í AMD (35-38). Rannsóknir hafa sýnt fram á, með tölfræðilegri marktækni, að jákvæð fjölskyldusaga er stór áhættuþáttur fyrir AMD, og að hlutfallsleg áhætta systkina AMD sjúklinga er aukin. Systkini eru í allt að fjórum sinnum meiri áhættu að fá sjúkdóminn en viðmiðunarhópur (39-43). Tvíburarannsóknir hjá eineggja tvíburum hafa sýnt fram á hærri fylgni á AMD miðað við tvíeggja tvíburapör (44-48), þar á meðal ein íslensk rannsókn (45). íslenska rannsóknin notaði maka sem viðmiðunarhóp og sýndi að tvíburar hafa meiri fylgni á sjúkdómnum en hjón sem hafa búið saman í að minnsta kosti 25 ár. Þetta skýrði erfðaþáttinn fram yfir umhverfi. Nýverið hafa verið birtar greinar þar sem bent er á aukna tíðni sjúkdómsins tengt svæðum á litningi 1 og 10 (49- 52). Grein frá Islenskri erfðagreiningu sýndi síðan að trúlega hefur þessi erfðaþáttur með drusen myndun að gera (53). Kyn: Kynjamunur hefur komið fram í nokkrum rannsóknum. Nýleg rannsókn sem byggðist á gögnum úr mörgum stórum algengi rannsóknum á AMD sýndi að konur eru í meiri áhættu á að fá allar tegundir af AMD miðað við karla (54). Nýgengi rannsókn Beaver Dam sýndi að konur yfir 75 ára væru með tvöfalt meiri áhættu á bæði byrjunar og lokastigi AMD (55). Stórar augnrannsóknir eins og Framingham, (56), Rotterdam (57) og Kaupmannahafnarrann- sóknin (58) sýna aftur á móti engan kynjamun. í Reykjavíkur-augnrannsókninni er ekki um mark- tækan kynjamun að ræða (59). Estrogen hormónið er talið geta verið vernd- andi þáttur fyrir AMD (27,33,60) og það skýri að konur sem eru komnar yfir breytingaskeiðið séu í aukinni áhættu. Áhœttuþœttir tengdir auganu sjálfu: Rannsóknir á þessum áhættuþáttum tengjast einkum áhrifum lits á lithimnu, sjónlagi (það er fjar- og nærsýni) og skýi á augasteini (32). Dökk lithimna er talin vera verndandi þáttur fyrir að fá AMD (61, 62) hugsanlega þar sem dökk lithimna verndar sjón- himnuna og litþekjuna fyrir ljósgeislum (63). Blue Mountain-rannsóknin í Ástralíu fann veikt samband á milli þess að vera fjarsýnn og byrj- unarstigs en ekki lokastigs AMD (64). Rotterdam rannsóknin fann ekkert orsakasamband á milli sjónlags ogAMD (27). Rannsóknir um orsakasamband á milli þess að vera með ský á augasteini og AMD eru mjög misvísandi (47). Aftur á móti er talið að auga- steinsaðgerðir geti aukið áhættuna á AMD, meðal annars vegna þess að aukið ljósmagn kemst þá inn í augað og skýið er þá talinn vera verndandi þáttur. Það var fyrst sýnt fram á þessa fylgni í meinafræðirannsóknum árið 1994 (65). Síðan hafa nokkrar rannsóknir sýnt fram á aukna áhættu á nýæðamyndun eftir augasteins aðgerð (66). Beaver Dam-rannsóknin á fimm ára nýgengi (67) sýndi að einstaklingar sem voru búnir að fara í augasteinsaðgerð voru í meiri áhættu á að fá byrjunar- og lokastigsbreytingar, og var þetta töl- fræðilega marktækt. Mikilvægt er að fylgjast vel með rannsóknum á þessu í framtíðinni þar sem mikil fjölgun er á þessum aðgerðum í hinum vestræna heimi, en hafa þarf í huga að þegar tekið er ský af augasteini þá eykst sjónskerpa einstaklinga oft verulega og um leið og lífsgæði þeirra og geta til að lifa sjálfstæðu lífi (68, 69). Einnig er hugsanlegt að AMD sé vangreint fyrir aðgerð vegna lélegrar innsýnar í augnbotn. Áhœttuþœttir tengdir hjarta og œðasjúkdómum: Fjölmargar rannsóknir hafa skoðað tengsl milli hjarta og æðasjúkdóma og AMD (70). Sumar rannsóknir hafa fundið jákvæð tengsl (39, 71). Flækkaður blóðþrýstingur er áhættuþáttur fyrir AMD samkvæmt einni rannsókn (72), en aðrar rannsóknir gátu ekki staðfest það (73,74). Árið 1978 var fyrst sýnt fram á aukna áhættu á AMD hjá reykingafólki (75). Síðan hafa margar rannsóknir komist að sömu niðurstöðu (29,39,57, 74,76).Tengslin eru sérstaklega sterk hjá þeim sem eru með nýæðamyndun og eykst áhættan eftir því hvað mikið er reykt (57). Niðurstöður úr rannsókn sem unnin var úr niðurstöðum rannsókna frá þremur heimsálfum, það er Norður-Ameríku, Evrópu og Ástralíu, sýndu að reykingar var sameiginlegur áhættuþáttur fyrir AMD (29). 690 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.