Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 39

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ Vel sóttur aðalfundur LÍ Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn á Egilsstöðum 1. og 2. september. Fundurinn var einkar vel sóttur en 54 fulltrúar voru mættir af þeim 57 sem atkvæðisrétt hafa fyrir hönd svæða- og sérfélaga innan LÍ. Auk þeirra sátu fundinn 12 gestir úr hópi lækna en allir félagar í LÍ mega sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt. Þá voru margir makar með í för þannig að nær 100 manns voru gestkomandi á Egilsstöðum af þessu tilefni. Að hefðbundnum aðalfundarstörfum sleppt- um urðu allsnarpar umræður um ýmis málefni er tengdust Landspítala og voru samþykktar harð- orðar ályktanir þar sem stjórn LSH var átalin fyrir vinnubrögð í málefnum er snerta lækna og stjórn spítalans; meðal annarra uppsagnir yfirlæknanna Stefáns Matthíassonar og Tómasar Zöega og málarekstur í kjölfar þeirra. Má sjá ályktanirnar í heild sinni á heimasíðu LÍ, www.lis.is Hafa þær vakið talsverða umræðu og viðbrögð í kjölfarið. Dagskráin á laugardeginum teygðist nokkuð vegna umræðna um ályktanir og var fundi ekki slitið fyrr en rúmlega sjö um kvöldið en það var almennt mál manna að umræður hefðu verið gagn- legar og mikill einhugur í fundarmönnum um efni ályktananna. Málefni unglækna og 5,- 6. árs læknanema voru einnig til umræðu en fulltrúar Félags unglækna báru upp tillögu þess efnis að 5. og 6. árs nemar fengju inngöngu í LÍ með þeim rökum að í störfum sínum á sjúkrahúsum og í læknishéruðum landsins ynnu nemarnir iðulega sömu störf og bæru sömu ábyrgð og læknar gera. Var á það bent að þetta tíðkaðist óvíða nema hér að nemar störfuðu sem fullnuma læknar væru en engu að síður væri þetta staðreynd sem taka yrði tillit til. Tillögunni var á endanum vísað til næsta aðalfundar. Samþykktar tillögur má einnig sjá á www.lis.is Eftir að fundi lauk á föstudeginum var ekið sem leið lá inn að Skriðuklaustri hvar staðarhaldari Gunnarsstofnunar tók á móti hópnum með góðum veitingum og fyrirlestri um hið forna klaustur og kynnti vísbendingar um að þar hafi í raun verið rekinn fyrsti spítali landsins á vegum klaustursins. Var að lokum gengið um svæðið sem grafið hefur verið upp. Eftir þetta var haldið um borð í Lag- arfljótsorminn, fljótandi veitingahús Héraðsbúa, og snæddur kvöldverður meðan siglt var frá Atlavík út til Egilsstaða. Á laugardagsmorguninn var haldið í skoð- unarferð um Kárahnjúkasvæðið í boði Landsvirkj- unar og væntanlegt risavaxið raforkuverið kynnt í bak og fyrir. Var fundi síðan fram haldið eftir hádegi þegar Kárahnjúkafarar voru snúnir aftur til byggða og búnir að jafna sig á þeim tíðindum er virkjunin sætir. Aðalfundi LÍ 2006 lauk með sameiginlegum málsverði fundarmanna, maka og gesta þá um kvöldið. Margt brann á aðalfund- arfulltrúum í ár - þeir skip- uðu sér í sœti í björtum og rúmgóðum sal Hótels Héraðs á Egilsstöðum, Samúel J. Samúelsson var ánœgður með fundargögn- in, Ástríður Jóhannesdóttir svaraði fyrir Fjölskyldu- og slyrktarsjóð, Halla Skúladóttir og Sigurður Björnsson drukku kaffi, og þríeykið Gunnar Ármannsson, Sigurður E. Sigurðarson og Stefán Pórarinsson höfðu um skeið mestan áhuga á gengi Eiðs Smára ífyrsta leik kappans með Barsilóna. Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 699
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.