Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 40

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 40
UMRÆÐA & FRETTIR / UNGLÆKNAR Hreinsunareldur óhóflegrar vinnu ekki nauðsynlegur Hávar Sigurjónsson Fulltkúar unglækna voru talsvert áberandi á nýafstöðnum aðalfundi LI og eins og kemur fram í eftirfarandi viðtali við Bjarna Pór Eyvindsson formann FUL, deildarlækni á slysa- og bráðadeild Landspítala, hafa tekist fullar sættir milli unglækna og LI eftir að í odda skarst fyrir nokkrum árum sem olli því að um tíma stóð Félag ungra lækna fyrir utan Læknafélag íslands. „Ég tel að það hafi verið mikið happaskref fyrir Félag ungra lækna og Læknafélag íslands að félögin sameinuöust að nýju. Það var ekki síst fyrir atbeina Sigurbjörns Sveinssonar formanns LÍ að tókst að lægja öldurnar sem risu sem hæst 2002 og á nýafstöðnum aðalfundi LI kom skýrt í ljós að fullar sættir hafa tekist,” sagði Bjarni Þór í samtali við blaðamann í kjölfar aðalfundarins. „ímyndin sem unglæknar höfðu á sér var að þeir ynnu myrkranna á milli og á frekar lélegum launum. Okkur hefur þó tekist að breyta þessari ímynd og breyta starfs- og launakjörum unglækna í þá veru að þetta sé fólki bjóðandi. Lengi var sú hugmynd uppi að til þess að verða fullnuma sér- fræðingur í læknisfræði þá þyrfti fólk að ganga í gegnum eins konar hreinsunareld yfirgengilegrar vinnu um nokkurra ára skeið. Við höfum viljað beita okkur fyrir því að kjör unglækna séu með þeim hætti að ungt og efnilegt fólk treysti sér í læknisfræði þó það sé ekki tilbúið að fórna sam- veru við fjölskyldu langtímum saman vegna starfsins. Unglæknar eiga að geta notið starfsins og annarra gæða sem lífið hefur að bjóða rétt eins og aðrir.” Hörð barátta um sjálfsögð réttindi Bjarni Þór leggur áherslu á að megintilgangur FUL sé að gæta að kjörum unglækna og kröftum stjórnar félagsins hafi á undanförnum árum nær eingöngu verið beint í þann farveg. „Félag ungra lækna hefur frá upphafi verið ætlað að standa vörð um hagsmuni ungra lækna og sækja þau fríðindi okkur til handa sem aðrir læknar hafa notið en við ekki. Eitt fyrsta baráttu- mál FUL var að unglæknar hefðu rétt til að fara heim og sofa eftir sólarhringsvakt. Fyrir 35 árum þótti það ekki sjálfsagt að unglæknir sem tók næt- urvakt til viðbótar sinni dagvinnu fengi svefntíma daginn eftir. Það þótti sjálfsagt að hann héldi áfram daginn eftir og lyki dagvinnutímanum. Samfelldur vinnutími gat því orðið 32 klukkustundir eða jafnvel lengri. Það voru alls ekki allir sáttir við þessa breytingu þar sem þetta þýddi skerðingu á tekjum fyrir suma; menn héldu áfram á yfirvinnu eftir næturvaktirnar og juku tekjur sínar með þeim hætti. En þessi breyting komst á og þá með vinnuverndarsjónarmið og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þetta var sérstakt hagsmunamál fyrir unglækna þar sem sérfræðingar voru með allt annan vinnu- tíma og samninga og þarna kristallaðist þörfin á því að unglæknar ættu sitt félag sem gætti hags- muna þeirra sérstaklega. Aðrir hópar lækna innan Læknafélags Islands höfðu í sumum tilfellum fengið ýmis réttindi sem unglæknar höfðu ekki, og því var það ekki forgangsatriði í þeirra augum að sækja þennan rétt fyrir unglækna. Þeir urðu að gera það sjálfir.” Bjarni Þór segir að um allangt skeið hafi það loðað við kjarasamningagerð Læknafélags Islands að nota unglækna sem eins konar skiptimynt við samningaborðið þegar verið er að ljúka samnings- gerðinni. „Kjör þeirra hafa því stundum verið fyrir borð borin og því borið við að menn staldri hvort eð er stutt við sem unglæknar og þurfi því ekki að kvarta. Kjarasamningur sem gerður var 2002 var unglæknum mjög óhagstæður og varð til þess að Félag ungra lækna sagði sig úr Læknafélagi íslands og stóð fyrir utan það til ársins 2003. Það sem olli hvað mestum illindum var að ákvæði í samning- unum sem verið hafði í gildi frá 1997 fyrir sérfræð- ingana átti ekki að taka gildi fyrir unglækna eins og vonast hafði verið eftir. Þetta varð til þess að Félag ungra lækna fór í mál við stjórn Landspítala um túlkun á orðalagi kjarasamnings um hvfldartíma. Það leystist ekki fyrr en í ár og samkomulag tók gildi 1. september síðastliðinn. I lögum um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum hafði til ársins 2001 verið í gildi undanþáguákvæði um unglækna hvað varðaði þetta en okkur tókst að fá það fellt niður úr þeim lögum þegar þau voru end- urskoðuð 2001 og það var á grundvelli þess sem við hófum málarekstur um túlkun kjarasamnings- ins og höfðum betur og nú er þetta stóra mál loks í höfn með fullum sigri okkar með því að í síðasta kjarasamningi var samið um aukinn frítökurétt ef brotið er á hvfldartímaákvæðunum. Samhliða 700 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.