Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 41

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGLÆKNAR þessu hafa staðið yfir breytingar á vaktakerfi ung- lækna þannig að vaktir okkar standist hvíldartíma- ákvæði laga. Er þetta mikið framfaraskref og hefði líklega aldrei náðst í gegn nema vegna breytinga á lögum. Frá og með 1. september fáum við meiri frítökurétt ef gengið er á móti hvíldartímaákvæð- unum. Þannig fæst einn og hálfur klukkutími í frí fyrir hverja klukkustund sem unnin er ef rétturinn um 11 tíma hvíld milli vakta er ekki virtur. Þetta er því stór áfangi í kjara- og réttindabaráttu ungra lækna.” Samningar túlkaöir einhliða Bjarni Þór segir að í gegnum tíðina hafi skoðanir verið skiptar meðal lækna um hvort hagsmunum þeirra væri betur borgið með heildarsamtökum eða sérfélögum. „Skoðun okkar í Félagi ungra lækna er að því stærri sem heildarsamtökin eru og því fleiri sem þar eru innanborðs, því sterkari útávið séum við. Allur klofningur í minni einingar og minni sérfræðifélög er að okkar mati ávísun á lakari árangur í kjarabaráttu. Hins vegar eru hags- munir lækna ekki einhlítir og störf þeirra og starfsfyrirkomulag rnjög ólíkt þó allir séu læknar í grunninn. Samninganefnd ríkisins hefur bent á að sérhagsmunamál sérfræðinga í hinum ýmsu greinum eigi að semja um beint við vinnuveitand- ann, með svokölluðum vinnustaðasamningi, en eitt af aðalvandamálunum hefur verið að fá stærsta vinnuveitandann, Landspítala, til að semja um slíka hluti. Það er umhugsunarefni að allar starf- andi stéttir innan hans eru með vinnustaðasamn- ing nema læknar. Því miður hefur það sýnt sig að ef ekki er samið um öll smáatriði í stóra samningnum og vinnuveitanda sýnt það traust að semja um þau við okkur þá hefur hann tekið sér það vald að túlka samninginn einhliða án samráðs eða samn- inga við okkur. Hvíldartímaákvæðið er gott dæmi um þetta. Þetta tel ég að sé ein ástæða fyrir óá- nægju lækna með yfirstjórn spítalans, að mönnum finnist sem réttur þeirra til samninga eða samráðs um störf þeirra innan spítalans sé að engu hafður. Dæmi um þetta er einhliða ákvörðun stjórnar Landspítala að greiða 10% í svokallað helgunar- álag en í samningi er tiltekið að greiða megi allt að 15%. Þarna var ekki haft samráð um túlkun heldur tekin einhliða ákvörðun. Fleiri atriði mætti nefna Bjarni Þór Eyvindsson um einhliða ákvarðanir þar sem vitnað er í ákvæði formaður Felags kjarasamningsins en svigrúm sem er til staðar ekki ungra lœkna. virt. Þannig má nefna að engar skilgreiningar eru til um það hvað felist í 100% starfi læknis á spít- alanum. I starfssamningi er einungis tiltekið að læknir sé skyldugur til að sinna vöktum á deild svo hægt sé að annast tiltekinn fjölda sjúklinga. Það er hins vegar ekki tiltekið hversu marga lækna þurfi til að standa undir þessu. Taka má dæmi af deild þar sem eru kannski 4-5 læknar og hér áður þegar kom að sumarleyfum voru ráðnir ungir sérfræð- ingar í afleysingar. Fyrir nokkrum árum síðan til- kynnti stjórnin að engir yrðu ráðnir í sumarafleys- ingar og niðurstaðan er sú að læknarnir verða að taka á sig vaktir hver annars til að komast í frí án þess að fá greitt fyrir það yfirvinnu þar sem engin skilgreining er fyrir hendi um hversu margar vaktir teljist fylla 100% starf. Þeir vilja einnig sjálfir taka eitthvert sumarfrí svo þeir eru kannski 2-3 í vinnu samtímis. Afleiðingin af þessu er sú að vaktaálagið á læknum á litlum deildum verður miklu meira á sumrin en veturna en þeir fá þó ekkert meira greitt. Þetta skapar megna óánægju svo ekki sé meira sagt. Það má segja að þetta sé ein þeirra aðferða sem stjórn Landspítala hefur notað til að spara útgjöld; að láta lækna vinna meira án þess að borga sérstaklega fyrir það. Það sér auðvitað Læknablaðið 2006/92 701

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.