Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 48

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 48
UMRÆÐA & FRETTIR / AHUGAMAL Einstök aðferð til að upplifa náttúruna Hávar Sigurjónsson Maður og haf renna saman í eitt, árin gárar spegilsléttan hafflötinn og rétt utan seilingar skýt- ur forvitinn selur upp kollinum og virðir manninn fyrir sér. Þetta hljómar kannski eins og draumsýn en fyrir kajakræðarann er þetta alvanalegt og jafn- framt það sem gerir kajaksiglingar svo eftirsókn- arverðar. ReynirTómas Geirsson, prófessor og yfirlæknir á kvennadeild Landspítala og eiginkona hans Steinunn Sveinsdóttir, hafa stundað kajaksigl- ingar um 11 ára skeið og hafa siglt víða, bæði við íslandsstrendur og erlendis, og fundið sig vel í þessari íþrótt sem ReynirTómas segir góða aðferð til hvíldar frá amstri dagsins en einnig einstaka leið til að upplifa náttúruna og skoða ýmsa forvitnilega staði sem ekki er svo auðvelt að nálgast af landi. „Ég stundaði talsvert skíðaíþróttina áður og göngur á fjöll en kynntist kajaksiglingum í gegnum ágætan félaga minn úr læknadeildinni sem býr í Kanada. Hann var hér á ferðinni og sagði mér af því að hann hefði verið í kajakróðri í British Columbia í Kanada. Ég hafði strax mikinn áhuga á að heyra meira um þetta og hann sagði mér að þau hjónin ætluðu í annan slíkan róður næsta sumar. Þegar ég fregnaði nánar eftir tímasetn- ingu þá hittist svo vel á að þau ætluðu að hefja ferðina daginn eftir að læknaráðstefnu í Seattle lyki sem ég ætlaði að sækja. Mér tókst að fá kon- una mína með mér í þetta og við æfðum okkur hér heima í Skerjafirðinum fyrr um sumarið og henni leist strax ákaflega vel á. Við vorum síðan í viku í British Columbia og heilluðumst af þessari skemmtilegu íþrótt sem jafnframt er alveg ein- staklega góður ferðamáti til að sjá landið frá nýju sjónarhorni.” Þegar heim var komið eftir jómfrúarferðina í Kanada drifu þau hjón sig vestur í Vatnsfjörð þar sem á þeim tíma var starfrækt kajakaleiga. „Þegar við komum í land eftir síðdegissiglingu út í Breiðafjörð þá spurði ég manninn sem rak leig- una hvort hann vildi ekki selja mér bátana tvo sem við höfðum verið á. Það varð úr að hann seldi mér bátana með nauðsynlegasta búnaði sem dugði okkur vel til að byrja með en síðan höfum við búið okkur æ betur og endurnýjuðum bátana fyrir nokkrum árum þegar við keyptum okkur mjög góða sjóbáta, enda höfum við stundað þetta mjög mikið síðustu tíu árin.” Róið víða um heim Reynir Tómas og Steinunn hafa róið á kajökum víða um heim, meðal annars við Nýja Sjáland, Grænland, Danmörku, Kanada, Chile og við eyjar í Karabíska hafinu. „Það má segja að við höfum gripið tækifærin þegar þau hafa gefist og oft skipulagt ferðir okkar með tilliti til möguleika á kajaksiglingu.” Þegar fregnað er nánar eftir ferðum þeirra hér heima kemur á daginn að þau hafa siglt víða með ströndum landsins í lengri ferðum, en þau skreppa einnig í styttri ferðir um sundin við Reykjavík eða þangað sem fljótlegt er að keyra því lítil fyrirhöfn er að setja bátana upp á bílinn og aka að vatni eða sjó. „Við förum oft út á sundin um helgar, kringum Viðey, út í Engey eða Þerney enda er hægt að stunda kajaksiglingar árið um kring má segja. Við höfum að vísu dregið úr siglingum frá nóvember og fram í mars en þó hef ég slegist í hóp með ræðurum sem róa yfir veturinn frá aðstöðu Kajakklúbbsins á Geldinganeseiðinu. Það er líka stutt að keyra með bátana austur á Þingvallavatn eða upp í Hvalfjörð. Það tekur okkur innan við hálftíma að hafa okkur til með bátana og nest- isbita enda erum við orðin vön að skreppa svona 708 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.