Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 51

Læknablaðið - 15.10.2006, Page 51
UMRÆÐA & FRÉTTIR /ÁHUGAMÁL og undir þeim merkjum hafa verið farnar styttri og lengri ferðir á vegum klúbbsins. „Við höfum reynt að undirbúa þessar ferðir vel svo þær væru farnar í góðri sátt við landeigendur á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að afla leyfa til að taka land á eyjum eða nesjum þegar stórir hópar fólks eru á ferð. Einnig þarf að virða varptíma fugla, bæði æðarvörp og varp sjaldgæfra fugla, svo við höfum skipulagt ferðir okkar með tilliti til þess. Aðalferð klúbbsins er nú farin í byrjun ágúst um Breiðafjörðinn og í hvert sinn höfum við farið á nýja staði. Svona ferðir eru mjög góður vettvangur til að leiða saman þá sem eru minna vanir og hina sem eru reyndari og geta þá miðlað af reynslu sinni. I sumar fórum við í mjög góða ferð og þar voru meðal annarra með í för tveir ágætir kollegar mínir. í júní fórum við einnig í mjög skemmtilega ferð í Náttfaravíkur við Skjálfandaflóa. Það er auðvitað einn tilgangur klúbbsins að skipuleggja ferðir þar sem þeir sem eru annars einir á báti geta farið í ferðir með öðrum.” IIvað heillar mest við kajaksiglinganiar? „Maður upplifir náttúruna allt öðruvísi á kajak, hvort sem er á vötnum upp til fjalla, inn á fjörðum eða milli eyja. Maður truflar dýralífið nánast ekki neitt og kemst mjög nálægt bæði fuglum og selum og getur virt dýrin fyrir sér úr mikilli nálægð. Svo kemst maður á ýmsa staði á kajak sem aðrir kom- ast ekki svo létt að. Það er til dæmis heilmikil ganga yfir háan fjallaþröskuld að komast í Náttfaravíkur ef farið er landleiðina. En að róa þangað er fyr- irhafnarlítið í góðu veðri með ígildi þess sem kemst í tvo bakpoka og að þurfa svo ekki einu sinni að halda á því er ákaflega gott í ofanálag. Við Á Skarey við látum ekkert skorta í mat í drykk í þessum ferðum, Fión 1 Danmörku. grillum gjarnan þegar komið er í land, byggjum upp varðeld og njótum rauðvínsflösku til að krydda með matinn og tilveruna. Þetta er það sem dregur okkur hjónin aftur og aftur í kajakferðir, að geta verið útaf fyrir okkur á lítilli eyju eða á fallegu nesi við fallega strönd eða fara í lengri ferðir með góðum félögum. Þetta er áhugamál sem sameinar margt það besta við útivist og íþróttaiðkun.” Reynir Tómas hefur sannarlega ekki lagt árar í bát þó haustið sé að leggjast að. „Við hjónin erum að fara í mjög spennandi róðrarferð núna síðar í haust urn eyjar á landamærum Malasíu og Tælands. Það er mikið tilhlökkunarefni.” Klakkeyjar á Breiðafirði. Ljósmynd: Sœvar Helgason. Læknablaðið 2006/92 711

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.