Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 53

Læknablaðið - 15.10.2006, Síða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÁÐAÚTKÖLL Öryggi á vettvangí Læknar á Íslandi hafa sinnt bráðaútköllum utan sjúkrahúsa frá upphafi vega. Langalangafi fyrsta höfundar þessarar greinar fór ríðandi að sinna sjúklingum á 19. öld en margt hefur breyst frá þeim dögum. í dag býr þjóðin svo vel að slysum og öðrum bráðum vandamálum utan sjúkrahúsa er sinnt af vel þjálfuðum teymum. Grettistaki hefur verið lyft í þjálfun sjúkraflutningamanna undanfarna áratugi, um 95% þeirra í dag hafa lokið þriggja vikna grunnþjálfun og margir úr þeirra hópi einnig lokið fimm vikna viðbótarþjálfun. Fimmtán sjúkraflutningamenn hafa lokið árs viðbótarnámi sem bráðatæknar og starfa þeir allir á höfuðborg- arsvæðinu nema einn sem starfar á Akureyri. Vel er staðið að þjálfun slökkviliða landsins og aukið hefur verið við þjálfun lögreglumanna í vettvangs- stjórnun. Á vegum björgunarsveita eru um 3500 sjálfboðaliðar með góða þjálfun í fyrstuhjálp tiltækir til leitar og björgunar. Innan raða þeirra er einnig fólk sem hlotið hefur þjálfun í sjúkraflutn- ingunt og sérhæfðri aðstoð í óbyggðum. Pegar lögreglumenn, björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn, læknar og aðrir starfa saman á vettvangi slysa og bráðra veikinda utan sjúkra- húsa er unnið samkvæmt verkþáttaskipulagi við- bragðsaðila. Störfum er skipt í stjórnun, áætlun, bjargir og framkvæmd samkvæmt skilgreindu kerfi. Fyrsta skref í öllu björgunarstarfi er að fram- kvæma vettvangsmat, en auk þess að meta öryggi byggir það á að meta atburðarás, fjölda sjúklinga, þörf fyrir sóttvarnir og frekari aðstoð. Nauðsyn- legt er að allir sem koma að þessum störfum þekki vel til þessa stjórnkerfis og taki þátt í samhæfðum æfingum til að kerfið virki sem best þegar á reynir. Öllum sem starfa á vettvangi ber að fylgja tilmælum vettvangsstjóra. Læknar eiga að geta einbeitt sér að þeirri björg- un sem þeir hafa mestu þekkinguna á, að sinna sjúklingum. Með aukinni þjálfun sjúkraflutninga- manna hefur starf læknisins hins vegar breyst frá því sem áður var og felur nú mun meira í sér að einbeita sér að því að annast þyngstu sjúklinganna, en einnig að því að sinna eftirliti og ráðleggingum til sjúkraflutningamanna og annarra sem einnig eru að sinna sjúklingum. Nauðsynlegt er að læknar hafi í huga að í björg- unaraðgerðum eru rnörg verk sem þeir hafa ekki þjálfun til að framkvæma. Ekki er réttlætanlegt að þeir setji sig í hættu með því að fara í björgun úr sjó, klettum, eldi eða öðrum þeim aðstæðum þar sem aðrar stéttir hafa fengið sérstaka þjálfun til að vinna en ekki læknirinn. Til þess að geta sinnt verkefnum í starfi björgunarteymis þarf læknir hins vegar helst að vera sjálfbjarga á vettvangi, kunna grunnatriði þess að meta hættu og að fylgja öryggisreglum. Hafi læknir ekki fengið þá þjálfun sem þarf til þess að vinna við þær aðstæður sem hafa skapast þarf hann að láta vettvangsstjóra vita þannig að hægt sé að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi hans. Fatnaður og búnaður Tryggja þarf að allir þeir sem vinna á bráðavett- vangi hafi nægilegan öryggisbúnað. Rétt er að í vaktbíl læknis séu ávallt til staðar hlý föt og nauðsynlegt er að hann hafi vesti eða áberandi einkennisfatnað til að auðkenna sig á vettvangi. Einnig þarf að vera til staðar hjálmur, vinnuvett- lingar og öryggisgleraugu til að nota á vettvangi slysa, en því miður hefur þennan sjálfsagða örygg- isbúnað víða vantað í sjúkrabíla. Ólíkt getur verið eftir læknishéruðum hvaða kröfur eru gerðar til læknis varðandi bráðaútköll. Ef nauðsynlegan ör- yggisbúnað vantar í sjúkrabíl ætti læknir að gera þá kröfu að rekstraraðili sjúkraflutninga bæti úr. Akstur sjúkrabíls Áhöfn sjúkrabíls verður að hafa öryggi sitt og annarra efst í huga við akstur líkt og við vinnu á vettvangi. Forgangsakstur sjúkrabíls er beiðni til annarra í umferðinni um forgang, sjúkrabfll á í raun engan rétt umfram aðra vegfarendur þó hann sé með sírenur og blikkandi forgangsljós. Við forgangsakstur verður að veita öðrum ökumönn- um svigrúm til þess að bregðast við, taka tillit til aðstæðna og miða ökuhraða við skilyrði. Almenn umferð sem ætlar að víkja undan sjúkrabíl í for- gangsakstri getur skapað hættu fyrir þriðja aðila, sérstaklega á umferðarljósum. Æskilegt væri að allir læknar sem geta þurft að aka á forgangi í útköllum tækju sérstök námskeið í slíkum akstri. Þó varlega sé farið í forgangsakstri er slíkur akstur ávallt hættulegri en venjulegur akstur. Því er ekki réttlætanlegt að aka á forgangi nema þegar tíminn hefur afgerandi áhrif á horfur sjúklings. Fæsta sjúklinga þarf að flytja með forgangi og sjúklingar með háls- eða hryggjaráverka eða viðkvæm beinbrot geta hlotið frekari skaða eða óþægindi ef ekki er ekið hægt og varlega. Ef Hjalti Már Björnsson' LÆKNIR, Brynjar Friðriksson2 SLÖKKVILIBS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR, Theodór Sigurðsson3 LÆKNIR 1 Slysa- og bráðasviði Landspítala, 2 slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. hmb@centrum.is Ljósmyndir: Júlíus Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 713
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.