Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRAÐAUTKÖLL Loftpúðar í bílum eru hannaðir til þess að springa út við árekstur og draga úr áverkum. Þeir springa örugglega út ef keyrt er beint á vegg, en við hliðarárekstur eða bílveltu er það ótryggt. Eftir árekstur getur ósprunginn loftpúði hins vegar sprungið út hvenær sem er og þekkt eru tilvik erlendis frá þar sem slíkt hefur valdið áverkum og jafnvel drepið björgunarmenn. Mikilvægt er því að björgunaraðilar þekki þessa hættu og fari aldrei milli sjúklings og ósprungins loftpúða. Þrátt fyrir að búið sé að rjúfa straum á bíl getur loftpúðinn sprungið út. Iðnaður Við iðnaðarslys getur verið um að ræða hættu vegna sérhæfðra véla eða bygginga. A bygging- arsvæðum eru yfirleitt hættur til staðar sem getur verið erfitt fyrir óvana að þekkja. Sérstök hætta er til staðar í álverum, vegna háspennu í kerskálum er mikil hætta á banvænu skammhlaupi sé ekki farið eftir þeim öryggisreglum sem þar gilda. Einnig getur verið að rafeindabúnaður starfi ekki rétt vegna segulsviðsins. Við útköll á iðnaðarsvæð- um er því æskilegt að starfsmaður vinnustaðarins fylgi áhöfn sjúkrabíls við störf sín og tryggi að öryggis sé gætt, sérstaklega þegar farið er í ker- skála álvera. Einnig getur starfsmaðurinn búið yfir mikilvægum upplýsingum sem nýtast við björgun eða vinnu viðbragðsliðs á staðnum, til dæmis um aðkomuleiðir eða hvernig tæki eða vélar virka. Ofbeldi Því miður er hætta á að viðbragðsaðilar verði fyrir ofbeldi við störf sín á vettvangi. í flestum tilfellum er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af ofbeldi, enda sem betur fer fáir einstaklingar ofbeldisfullir í samfélaginu. Ekki er þó sjaldgæft að verið sé að sinna einstaklingum sem eru í neyslu áfengis eða fíkniefna og oft er útkallslýsing mjög óljós þannig að hafa þarf hættu á ofbeldi í huga. Það er farsæl vinnuregla sé þess nokkur kostur að læknir og sjúkraflutningamaður fari ávallt saman inn í hús og hafi fjarskiptatæki á sér. Þegar inn til sjúklings er komið er betra að vera stað- settur nær dyrum þannig að möguleg útgönguleið sé til staðar ef þörf krefur. Fyrir hefur komið að sjúklingar hafa verið með vopn í hendi undir sæng eða fyrir aftan bak og því nauðsynlegt að sjá hend- ur viðkomandi. Taka skal alvarlega allar hótanir um ofbeldi, bæði munnlegar sem og líkamlegar. Einstaklingar sem hafa verið í slagsmálum eru oft enn mjög örir þegar að er komið, með kreppta hnefa og tilbúnir til frekari átaka og þarf þá að byrja á að róa þá niður áður en hægt er að fara að sinna mögulegum áverkum. Ef viðbragðsaðili telur að öryggi sínu sé ógnað Læknablaðið 2006/92 717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.