Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 58

Læknablaðið - 15.10.2006, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÁÐAÚTKÖLL er einfaldast að hann yfirgefi sjúklinginn. Enginn á að þurfa að þola hótanir frá sjúklingum og það er skoðun höfunda að læknir hljóti ávallt að vera í rétti til þess að neita að sinna sjúklingi sem hótar að beita hann ofbeldi. Ef um þekkt ofbeldisverk er að ræða er það regla að læknir og sjúkraflutninga- menn fari ekki inn á vettvang fyrr en lögregla hefur tryggt öryggi og ef um skotárásir er að ræða bíður sjúkrabíll venjulega í öruggri fjarlægð í næstu götu. Eldsútköll Peir sem kallaðir eru til starfa á eldstað þurfa að gæta eigin öryggis. Á eldstað er svæðinu venjulega lokað með tvennum hætti. Á innra hættusvæði eiga eingöngu að vera sérþjálfaðir slökkviliðsmenn í viðeigandi hlífðarbúnaði en læknir staðsetur sig á ytra öryggissvæði þar sem ekki er hætta fyrir björgunarmenn en svæðinu lokað fyrir óviðkom- andi. Slökkviliðsmenn sjá um að koma sjúklingum út af innra hættusvæðinu á söfnunarsvæði slasaðra sem á að vera í öruggri fjarlægð frá eldstaðnum sjálfum. Ef fjöldi sjúklinga er mikill fer forgangs- röðun og bráðaflokkun fram á söfnunarsvæði. Óbyggðir og utan alfaraleiðar Líkt og í öðrum björgunaraðgerðum gildir sú regla á fjöllum og í óbyggðum að fyrst verður að tryggja öryggi björgunarmannanna, en til þess þurfa við- komandi að hafa þekkingu og reynslu í notkun sérhæfðs öryggisbúnaðar við þær aðstæður. Þeir sem eru kallaðir til að sinna sjúklingi á jökli eða fjalllendi án þess að hafa fengið þjálfun í grunn- atriðum fjallamennsku, svo sem að klæða sig fyrir ýmis veður, beita mannbroddum, notkun línu, snjósleða eða GPS-tækis, eru öðrum háðir um að tryggja öryggi sitt og geta því orðið dragbítur á björgunarstarfið. Það er því ávallt matsatriði hvort rétt sé að læknir taki þátt í björgunarleiðangri í óbyggðum eða bíði í byggð og láti sérþjálfuðum björgunaraðilum eftir fjallaferðir. Að sjálfsögðu getur sú ákvörðun einnig farið eftir því hverjir aðrir séu í björgunarleiðangrinum, eðlilegt er að treysta þjálfuðum bráðatækni til að sinna mun al- varlegri vandamálum en manni með skyndihjálp- arþekkingu. Vatn og sjór Aðgangur að réttum hlífðarfatnaði og flotvest- um eru frumskilyrði þess að viðbragðsaðilar geti sinnt störfum á og við vötn eða sjó. Enginn ætti til dæmis að fara um borð í báta án þess að vera í flotvesti. Einnig er hér spurning um vinnuaðstöðu, lítil vinnuaðstaða er um borð í flestum bátum. Ef vegalengdir eru ekki þeim mun meiri er rétt að setja upp söfnunarsvæði slasaðra á öruggu svæði á landi. Ef vegalengdin er hins vegar mikil er spurning hvort útbúa eigi sérstakan bát til þess að sinna sjúklingum og setja bátinn þá upp þannig að vinnuaðstaða sé um borð. Vinna við straumvatn eða á ís getur verið mjög hættuleg og ekki réttlæt- anlegt að björgunarmenn leggi sig í hættu án þess að þeir séu sérstaklega þjálfaðir til þess að eiga við þessar hættur. Sjúkraflug I mörgum tilvikum er sjúkraflug fljótlegasta og ódýrasta leiðin til að flytja sjúkling á sjúkrahús. Meti læknir ástand sjúklings af einhverjum ástæð- um ótryggt fyrir flutning með sjúkraflugi skal leita annarra leiða. Ósjaldan er farið í sjúkraflug við aðstæður þar sem almennt farþegaflug yfir íslandi liggur niðri. Það er á ábyrgð flugmanna og flugumsjónar að meta hvort veðuraðstæður og lendingarskilyrði séu örugg til flugs en læknum er óheimilt að hafa áhrif á ákvarðanir flugmanna sem snúa að flugöryggismálum. Árlega skulu heilbrigðisstarfsmenn og flugmenn sem koma reglulegu að sjúkraflugi halda saman öryggisnámskeið. Þar skal farið yfir öryggisbúnað flugvélarinnar og viðbrögð við neyðar ástandi um borð. Líkt og við aðra sjúkraflutninga eiga sjúkraflutn- ingsmenn og læknar vera í hlífðargöllum og með gúmmíhanska við vinnu sína. Hlýjar yfirhafnir eiga að vera til taks. Eyrnatappar eða heyrnaskjól 718 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.