Læknablaðið - 15.10.2006, Page 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÁÐAÚTKÖLL
AÐKOMUSV/EÐI
VIND STEFNA
eiga að vera hluti af útbúnaði. Eitt sett af heyrna-
skjólum með talkerfi þarf vera aftur í flugvél svo
að hægt sé að eiga samskipti við flugmenn án þess
að þurfa að færa sig úr stað.
Tryggja skal að nægur mannskapur sé til taks á
flugvelli til að flutningur sjúklings í og úr flugvél
sé öruggur. Flugmenn hefja flugtak eftir að sjúkra-
flutningamenn hafa gefið merki um að búið sé að
ganga tryggilega frá sjúklingi og búnaði. Sjúkra-
flutningamenn skulu alla jafnan sitja í sætum
sfnum með sætisbeltin fest meðan á flugi stendur
þegar ekki er verið að sinna sjúklingi. Sjúklingur
skal hafður í tryggilega niðurfestum börum með
öryggisólar spenntar allt flugið. Fylgdarmenn
sjúklinga (ættingjar eða aðrir) skulu sitja með
sætisbelti spennt allt flugið þar sem tryggt er að
þeir trufli ekki störf áhafnarinnar.
Sérstaklega skal reyna að takmarka alla notkun
oddhvassra hluta í flugrými eftir að flug hefst.
Flelstu lyf sem líklegt er að þurfi að nota í flutningi
á að vera búið að draga upp. Allir viðbótarhlutir
í flugrými skulu festir tryggilega niður svo sem
töskur, súrefniskútar, sprautudælur, monitorar
og öndunarvél. Ef verið er að flytja sjúkling í
annarlegu ástandi sem getur með einhverju móti
ógnað flugöryggi, skulu lögreglumenn fylgja
viðkomandi sjúklingi og skal hann festur í börur
með handjárnum.
í lengri sjúkraflugum er oft þörf á að bæta
viðbótareldsneyti á flugvélina. Af öryggisástæðum
er helst beðið með að flytja sjúkling um borð á
meðan verið er að setja eldsneyti á flugvélina.
Óheimilt er að opna dyr flugvélar meðan hreyflar
eru enn í gangi.
Að taka að móti þyrlu
Ef þyrla er væntanleg til aðstoðar á vettvang þurfa
þeir sem eru á staðnum ávallt að reyna að finna
hentugan lendingarstað í nágrenninu. Flaldin eru
sérstök námskeið í móttöku þyrlu og sé þess nokk-
ur kostur ætti aðili með slíka sérþekkingu að taka
að sér stjórnun á jörðu niðri.
Lendingarstaður þyrlu þarf að vera á auðu
svæði og að minnsta kosti 30 metrar í þvermál.
Undirlag þarf að vera slétt, hart og ekki fokgjarnt
og festa þarf niður allt sem fokið getur. Svæðið allt
þarf að vera laust við hindranir, færa þarf bfla með
loftnet í örugga fjarlægð. Halli lendingarsvæðisins
má ekki vera meiri en 5°. Ef lenda þarf í snjó er
æskilegt að reyna að finna snjólausan hól.
Pyrla lendir alltaf upp í vindinn. Bíða skal eftir
leyfi frá áhöfn þyrlunnar til að nálgast þyrluna og
þegar gengið er að henni skal koma að framan eða
frá hlið. Við afturhluta þyrlunnar er algert bann-
svæði. Þegar gengið er að þyrlunni þarf að vera
hálfboginn og koma að henni neðan úr brekku ef
lent er í halla. Ekki má fara með bíl eða farartæki
undir þyrluspaðana.
Að lokum hvetjum við alla lækna til að fara
varlega við störf sín á vettvangi.
Þakkir
Jón Bjartmarz,
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Helga Magnúsdóttir
Auðunn Kristinsson
Við þyrluflug að nœturlagi
notar áhöfnin oft nœt-
ursjónauka. Sé það gert á
ekki að lýsa upp lending-
arstað nema þess sé óskað.
Efóskað er eftir lýsingu
er hœgt að nota blys sem
lendingarstjóri stendur
með um 20 metra fyrir
framan lendingarstaðinn
í stefnu vinds. Einnig er
hœgt að nota bílljós til
að lýsa, er þá best ef tveir
bílar geta lýst upp lend-
ingarstað úr um 100 metra
fjarlœgð auk þess sem bíll
sme er um 30 metrum fyrir
framan þyrlu er með Ijós
blikkandi.
Læknablaðið 2006/92 719