Læknablaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FRÁ LANDLÆKNI / HEIMILISLÆKNARING
Dreifibréf Landlæknisembættisins
Tilkynning frá sóttvarnalækni
Efni: Bólusetning gegn inflúensu
Þrígild bóluefni gegn inflúensu (A og B stofni) á
norðurhveli fyrir tímabilið 2006-2007 hafa verið
framleidd samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilb
rigðismálastofnunarinnar
(WHO Weekly Epidemiological Record,
2006;81:81-88).
Talsverðir erfiðleikar hafa verið á framleiðslu
inflúensubóluefna á þessu ári sem rekja má til
lítils afraksturs í ræktun veiru sem mælt var með
að nota. Þetta hefur leitt til þess að búast má við
töfum á afgreiðslu bóluefnanna. Fyrstu skammt-
arnir berast væntanlega ekki fyrr en um og upp úr
miðjum októbermánuði nk.
Það eru eindregin tilmæli sóttvarnalæknis að
áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetn-
ingar á þessu hausti.
Áhættuhóparnir eru:
• Allir einstaklingar eldri en 60 ára.
• Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum
hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum,
sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæm-
isbælandi sjúkdómum.
Þá er einnig óskað eftir því að starfsfólk í heil-
brigðisþjónustu og aðrir þeir sem daglega annast
fólk með aukna áhættu njóti forgangs.
Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til að panta
bóluefni sem fyrst og kalla fyrst og fremst of-
annefnda áhættuhópa inn til bólusetningar.
Sóttvarnalæknir vill einnig minna á tilmæli um
bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum hjá
eftirtöldum hópum:
• Öllum eldri en 60 ára, á 10 ára fresti.
• Einstaklingum með aspleniu eða aðra ónæm-
isbælandi sjúkdóma, á 5 ára fresti.
Sóttvarnalæknir
Heimilislæknaþingið 2006
Selfossi 17.-19. nóvember
Heimilislæknaþingið er haldið á vegum FÍH og ætlað öllum heimilislæknum.
Fluttir verða fyrirlestar og umræðuhópar verða um efni sem tengjast störfum í heilsugæslu.
Færnibúðir verða í tengslum við þingið.
Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætlanir í heimilislækningum.
Skemmtileg makadagskrá í boði ráðstefnudagana.
Nánari dagskrá og skráning á heimasíðu F.Í.H.
Undirbúningsnefndin
Læknablaðið 2006/92 731