Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 13
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Efniviður og aðferðir Um er að ræða afturskyggna rannsókn þar sem stuðst var við sjúkraskrár sjúklinga sem fengið hafa triamcinolone acetonide sterainndælingu frá því þessi meðferð hófst á íslandi í febrúar 2004 til loka júnímánaðar 2006. Leitað var eftir aðgerðanúmeri fyrir inndælingu í glerhlaup í „Opera kerfi” Landspítala. Sjúkraskrár voru sóttar í skjalasafn augndeildar og hjá Augnlæknum Reykjavíkur í Hamrahlíð 17. Allir í rannsóknarhópnum voru með makúlubjúg og voru þeir flokkaðir í fjóra hópa eftir augnsjúkdómi (sykursýki af tegund II, eftir augasteinsskipti, bláæðalokun í sjónhimnu og æðahimnu- og sjónhimnubólga). Sjúklingar sem fengu inndælingu sent meðferð við öðrum sjúkdómum eða áttu ekki sjúkraskrá voru útilokaðir frá rannsókninni. Þegar einstaklingar áttu að baki endurtekna inndælingu (í sama eða sitt hvort auga) var kannaður árangur af fyrstu inndælingu. Alls eru þetta 28 manns (16 karlmenn og 12 konur) á aldrinum 24 til 85 ára (meðalaldur og staðalfrávik 65 +/-15 ár) með 36 inndælingar í 30 augu (tafla I). Sjónskerpa var mæld fyrir meðferð og einum, þremur og sex mánuðum eftir inndælinguna með bestu sjónglerjum hjá þeim sjúklingum sem nota gleraugu. Stuðst var við Snellen töflu og miðað við (sjónbata) aukningu eða versnun á sjónskerpu sem nemur að minnsta kosti tveimur Snellen línum. Bjúgur í makúlu var metinn út frá OCT mælingum á þykkt miðgrófar (fovea) í míkrómetrum fyrir inndælingu og einum mánuði eftir meðferðina. Leitað var upplýsinga um augnþrýsting fyrir með- ferð og mánuði eftir hana. Einnig var skráð ef til voru upplýsingar um augnvandamál (augnþrýst- ingshækkun, ský á augasteini eða sýkingu) í kjölfar meðferðarinnar. Meðferðin felst í því að 30G nál er stungið inn í glerhlaup gegnum hvítu um það bil 3,0-3,5 mm aftan við mörk hornhimnu og hvítu (limbus) og 4 til 20 mg af triamcinolone acetonide sprautað inn í glerhlaup. Algengast var að sjúklingar fengju 8 mg (meðaltal og staðalfrávik: 8 +/- 3,7 mg) (13). Sjúklingarnir fengu leiðsludeyfingu á auga með 2% Lidocain® með adrenalíni fyrir aðgerð. I flest- um tilvikum var 0,1-0,2 ml af augnvökva tekinn úr framhólfi augans með 30G nál gegnum limbus til að lækka augnþrýsting, ýmist fyrir eða eftir sterainndælinguna. Öllum var slegið upp í gagnagrunnum OCT- og æðamyndatökutækja á göngudeild augndeildar. Fengið var leyfi vísindasiðanefndar Landspítala og Persónuverndar fyrir rannsókninni. Mynd 2. A:Æðamyndataka með fluorescein efni af sjúklingi með makúlubjúg vegna syk- ursýki. Slagœðlingar og bláœðlingar eru fylltir með fluorescein litarefninu, en litarefnið er ekki farið að leka út í vefinn enn þá. Mikið er af örum eftir leysimeðferð. Niðurstöður Makúlubjúgur vegna sykursýki Sjónskerpa: Af tíu manns höfðu sjö sjónskerpu á bilinu 0,05-0,3 fyrir inndælingu og þrír sáu betur en 0,3 samkvæmt Snellen korti. Mánuði eftir með- ferð sáu fjórir betur en sem nam tveimur eða fleiri Snellen línum og fimm höfðu óbreytta sjón. Einn hafði verri sjón en fyrir meðferð. Við þriggja mán- aða skoðun var þessi staða að mestu leyti óbreytt (tafla II). Eftir sex mánuði höfðu áhrif inndælingar fjarað út hjá einum einstaklingi og mældist hann Mynd 2. B: Síðan má sjá að þegar litarefnið fer að leka út úr œðunum nálœgt makúlu myndast miðlœgl gráleitt ský. Læknablaðið 2006/92 849
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.