Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 19

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 19
FRÆÐIGREINAR / BARKABÓLGA Sjúkratilfelli: Langdregin barkabólga í kjölfar herpes simplex sýkingar Margrét Sturludóttir' AÐSTOÐARLÆKNIR Helga Margrét Skúladóttir1 DEILDARLÆKNIR Þórólfur Guðnason2 SÉRFRÆÐINGUR í BARNA- OG SMITSJÚKDÓMA- LÆKNINGUM Björn Árdal2 SÉRFRÆÐINGUR í OFNÆM- ISLÆKNINGUM OG KLÍNÍSKRI ÓNÆMISFRÆBI Ágrip Á síðustu árum hefur örfáum tilfellum af herpes simplex barkabólgu verið lýst hjá áður hraustum börnum. Sjúkratilfellið er um 15 mánaða gaml- an hraustan dreng sem lá inni á Barnaspítala Hringsins vegna barkabólgu, en hann sýndi ekki batamerki innan viku líkt og vaninn er. Drengurinn var greindur með herpes simplex barkabólgu á grunni blóðvatnsprófa en hann hafði sár í munni af hennar völdum. Drengurinn fékk barkstera við komu sem er viðurkennd meðferð við slæmri barkabólgu. Óljóst er hvort og hversu skaðlegir barksterarnir eru við herpes simplex barkabólgu. í þessu tilfelli hafði barksteragjöfin ekki úrslitaáhrif en talið hefur verið að langvarandi barksteragjöf geti stuðlað að herpes simplex barkabólgu. Fræðimenn hafa einnig deilt um hvort aðrar veirur auðveldi herpes simplex að ná fótfestu en í þessu tilviki voru algengar veirusýkingar útilok- aðar með blóðvatnsprófi. ingu í efri öndunarvegum (3). Sjúkdómurinn er venjulega mildur og gengur nær alltaf yfir á 3-7 dögum. Einkennin skýra ef til vill alþjóðlega nafn- gift sjúkdómsins en orðið krúpp er dregið af eng- ilsaxneska orðinu „kropan" sem er vafalaust skylt íslenska orðinu „hrópa” (1). Barkabólga er nánast alltaf orsökuð af veirum en bakteríur geta þó einstaka sinnum valdið svæsn- um sýkingum á þessu svæði, þá vanalega í kjölfar veirusýkinga (3). Sú veira sem langoftast, eða í um 70% tilfella, veldur barkabólgu er parainflúensur af gerð 1, 2 og 3 (2). Aðrar veirur eru inflúensur A og B veirur, adenoveirur, RS veira (respiratory syncytical virus), metapneumóvírus og mislingar (1,4-6). Áður var talið að herpes simplex veira ylli ekki barkabólgu hjá hraustum börnum en í nýleg- um heimildum er lýst örfáum tilfellum af langvar- andi barkabólgu vegna herpes simplex veiru (7-9). Lýst er slíku tilfelli af Barnaspítala Hringsins sem líklega er fyrsta greinda tilfellið á íslandi. Inngangur Sjúkratilfelli 'Landspítali Háskólasjúkrahús 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Þórólfur Guðnason, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. thorgud@landspitali. is Barkabólga eða krúpp er algengur sjúkdómur sem hrjáir aðallega börn á aldrinum 1-6 ára (1). Hæst er nýgengið á öðru aldursári en þá fá um 5% barna barkabólgu (2). Sjúkdómurinn lýsir sér með hæsi, geltandi hósta og háværri innöndun sem kemur oftast skyndilega og í tengslum við veirusýk- Foreldrar leituðu með 15 mánaða áður hraustan dreng á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Drengurinn hafði verið með hæsi, hósta og hita í sólarhring. Á bráðamóttöku var drengurinn greindur með barkabólgu og fékk meðferð með adrenalíni í innúðaformi. I framhaldi af því var ENGLISH SUMMARY Sturludóttir M, Skúladóttir HM, Guðnason Þ, Árdal B Case Report: Prolonged Croup due to Herpes Simplex Infection Læknablaðið 2006; 92: 855-7 Lykilorð: barkabólga, herpes simplex sýking, barksterar. In recent years only a few cases of croup due to herpes simplex infection among healthy children have been reported. This case report concerns a 15 month old, healthy boy who was admitted to the Children's Hospital with croup and failed to recover within the week. The boy had a postive throat culture for herpes simplex type 1 and was diagnosed with croup due to herpes simplex on the basis of sereology. The boy was treated with corticosteroids; a recognised practice in severe cases of croup. The harmful effects of corticosteroids in herpes simplex croup, if indeed any, are not known. We surmise that in this case the use of corticosteroids was not a decisive factor, but it has been previously noted that prolonged corticosteroid treatment can play a role in herpes simplex infection. Furthermore it has been debated whether other viral pathogens proceed the infection, but in this case serology indicates otherwise. Keywords: Croup, herpes simplex infection, corticosteroids. Correspondence: Þórólfur Guðnason, thorgudQlandspitali. is Læknablaðið 2006/92 855

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.