Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 23

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 23
FRÆÐIGREINAR / ENDURLIFGUN NYBURA Endurlífgun nýbura klínískar leiðbeiningar Þórður Þórkelsson Nýburalæknir Atli Dagbjartsson Nýburalæknir Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þórður Þórkelsson, Barnaspítala Hringsins, Landspítala Hringbraut. Sími: 543-1000, bréfsími: 543-3021. thordth @landspitali. is Myndirnar í greininni eru birtar með góðfúslegu leyfi Blackwell Publishing og American Heart Association. Lykilorð: endurlífgun, hjarta- stopp, öndunarstopp, nýburar. Inngangur Flest börn fæðast í þennan heim í góðu ástandi, en í 5-10% tilvika þarf nýburinn á aðstoð að halda fyrst eftir fæðinguna (1). Yfirleitt nægir þá að örva barnið eða veita því öndunaraðstoð í stuttan tíma. Mjög sjaldan þarf að grípa til hjartahnoðs og enn sjaldnar að gefa lyf, en í þeim tilvikum er oft tvísýnt um horfur barnsins ef endurlífgun tekst þá á annað borð (2). Gott mæðraeftirlit og góð fæð- ingarhjálp er hornsteinn að velferð nýburans, en jafnvel þó vel sé að því staðið verður alltaf að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft á hjálp að halda á fyrstu mínútum lífsins. Hér eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura. Eiga þær fyrst og fremst við um end- urlífgun fyrst eftir fæðinguna, en jafnframt um endurlífgun á börnum upp að eins mánaða aldri. Byggjast þær einkum á ráðleggingum sem gefn- ar hafa verið út á vegum International Liaison Committee on Resuscitation (ILCOR) og voru nýlega endurskoðaðar (3-6). Orsakir fósturköfnunar við burðarmál (asphyxia perinatalis) Algengasta ástæða þess að endurlífga þarf nýfætt barn er að skerðing hefur orðið á flutningi súrefnis frá blóðrás móður til vefja fósturs. Oftast er um að ræða truflun á loftskiptum yfir fylgju eða blóð- flæði um naflastreng, en einnig getur orsökin verið sjúkdómur hjá móður eða barni (tafla I). Stundum gerir fósturköfnun ekki boð á undan sér (7). Því er mikilvægt að við allar fæðingar sé til staðar sá tækjabúnaður sem nauðsynlegur er við endurlífgun nýbura og að minnsta kosti einn til- tækur sem kann til verka á því sviði (6). Lífeðlisfræði Strax eftir fæðingu verða lífeðlisfræðilegar breyt- ingar hjá hinu nýfædda barni sem gera því fært að lifa utan móðurkviðar. Mikilvægastar eru breyt- ingar á öndun og blóðrás sem verða til þess að loftskipti færast frá fylgju til lungna barnsins. Öndun Á fósturskeiði eru lungun vökvafyllt. Lungnavökvi flyst inn í lungablöðrur (alveoli) fyrir tilstilli virks jónaflutnings yfir þekju þeirra og berst síðan upp berkjutréð, út um vit fóstursins og leggur þannig til hluta af legvökvanum. Rétt fyrir fæðingu hægir ENGLISH SUMMARY Þórkelsson Þ, Dagbjartsson A Neonatal life support Læknablaðiö 2006; 92: 859-65 Although most newborn infants are vigorous at birth, some need to be resuscitated. Therefore, at least one person skilled in neonatal resuscitation should be present at every delivery and appropriate equipments for resuscitation should be available. Most infants who reqiure resuscitation only need respiratory support. Chest compressions and administration of medications are infrequently needed. This article provides guidelines on neonatal resuscitation, which are mainly based on recently published International Liasion Committee on Resuscitation (ILCOR) guidelines. Keywords: resuscitation, life support, cardiac arrest, respiratory arrest, newborn. Correspondence: Þórður Þórkelsson thordth@iandspitaii.is á þessum vökvaflutningi inn í lungnablöðrurnar og hann snýst síðan við, þannig að í lok eðlilegrar fæðingar er aðeins um 40% af þeim vökva í lung- unum sem var áður en fæðingarferlið hófst (8). Undir eðlilegum kringumstæðum þenur barnið út lungun og grætur kröftuglega strax eftir fæð- inguna. Við það berst mest af þeim vökva sem eftir er í loftvegunum inn í rými sem er umhverfis Tafla 1. Helstu orsakir fósturköfnunar (asphyxia perinatalis) Móðlrin Krampar Blæðing Lungnarek Fylgja og naflastrengur Fylgjuþurrö Fylgjulos Framfall/þrýstingur á naflastreng Barnlö Axlarklemma Fæðing í sitjandi stöðu Blæðing Blóðflokkamisræmi Sýking Fjölþurafæðing Fyrirþuri Læknablaðið 2006/92 859

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.