Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 27

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 27
FRÍEÐIGREINAR / ENDURLiFGUN NÝBURA lyfinu berst inn í blóðrásina þegar það er gefið í barkarennu (28). Þó kemur til greina að gefa lyfið í barkarennu meðan verið er að setja inn æðalegg. Best er að komast í æð á nýburum með því að þræða legg í gegnum bláæðina í nafla- strengnum (vena umbilicalis, mynd 5). Yfirleitt er notaður naflaleggur af stærðinni 3,5 eða 5 French. Leggurinn er þræddur inn þar til blóð fæst til baka og hann festur þar. Ef leggurinn er þræddur lengra er hætta á að hann fari inn í lifrina, en óæskilegt er að gefa lyf þangað. Skammtar adrenalíns eru 0,01-0,03 mg/kg (0,1- 0,3 ml/kg af 1:10.000 lausn) ef það er gefið í æð, en mælt er með að gefa hærri skammta ef lyfið er gefið í gegnum barkarennu, eða allt að 0,1 mg/kg. Mælt er með að nota 1:10.000 lausn í báðum til- vikum (5,6). Naloxone Ef barnið andar illa og móðirin hefur fengið morfín eða skyld lyf innan fjögurra klukkustunda frá fæðingu kemur til greina að gefa því naloxone. Lyfið má gefa í æð eða í vöðva. Skammturinn er 0,1 mg/kg. Hafi móðirin notað morfín eða skyld lyf reglulega ber að varast að gefa nýfæddu barni hennar naloxone þar sem það getur valdið bráðum fráhvarfseinkennum, svo sem krampa (29). Vökvagjöf Ef grunur er um blóðmissi eða lost af völdum sýkingar skal gefa barninu ísótónískan vökva, svo sem 0,9% saltvatn eða ringer acetate (30). Gefa skal 10 ml/kg og sá skammtur endurtekinn eftir þörfum. Hafi barnið misst blóð skal gefa því sem fyrst neyðarblóð. Meðferð eftir endurlífgun nýbura Mikilvægt er að fylgjast vel með börnum sem orðið hafa fyrir fósturköfnun. Einkum þarf að fylgjast vel með lífsmörkum, þvagútskilnaði og blóðsykri. Sum þessara barna fá krampa og til greina kemur að fylgjast með þeim með heilasírita. í flestum til- vikum eru krampar meðhöndlaðir með fenemali eða fosfófenýtóíni í æð. Hætta er á að nýburar sem orðið hafa fyrir fóst- urköfnun hafi lágan blóðsykur sem hefur í för með sér verri langtímahorfur fyrir barnið (31). Flest þurfa því að fá sykurlausn í æð til að viðhalda blóðsykri innan eðlilegra marka (2,5-5,5 mmól/L), en jafnframt ber að forðast að blóðsykur verði of hár (6). Súrefnisþurrð í hjartavöðvanum af völdum fósturköfnunar getur skert hjartaútfall eftir fæð- inguna. Því er mikilvægt að fylgjast vel með blóð- þrýstingi og kanna samdráttargetu hjartavöðvans með hjartaómun. Dópamín og dóbútamín eru þau Mynd 5. Æðaleggur settur lyf sem helst eru notuð til að auka hjartaútfall og ínaflabláœð. hækka blóðþrýsting hjá nýburum. Rannsóknir benda til þess að kæling eftir fóst- urköfnun geti minnkað líkur á heilaskemmdum. Ýmist er allur líkami barnsins kældur eða aðeins höfuðið. í nýlegri rannsókn á 208 nýburum sem orðið höfðu fyrir fósturköfnun var helmingur þeirra kældur niður í 33,5° C í 72 klukkustundir (32). Við 18-22 mánaða aldur voru marktækt fleiri börn lifandi og færri með alvarlega fötlun meðal þeirra sem höfðu verið kæld. Benda niðurstöður þessarar rannsóknar og annarra minni rannsókna til þess að kæling geti bætt lífslíkur og minnkað líkur á fötlun eftir alvarlega fósturköfnun. Hins vegar er talið að enn sem komið er liggi ekki fyrir nægilegar rannsóknaniðurstöður til þess að almennt sé hægt að mæla með kælingu nýbura eftir fósturköfnun (5, 6, 33). Verið er að vinna að frek- ari rannsóknum á þessu sviði og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að segja til um í hvaða tilvikum sé rétt að kæla nýbura eftir fósturköfnun og hvernig standa beri að þeirri meðferð. Lokaorð Þar sem viðbúið er að endurlífga þurfi nýbura eftir fæðingu er nauðsynlegt að við allar fæðingar sé einhver tiltækur sem kann til verka á því sviði og að viðeigandi tækjabunaður sé til staðar. Jafnframt er mikilvægt að hafa hugfast að fósturköfnun gerir ekki alltaf boð á undan sér. Réttur viðbúnaður og skjót og rétt handtök undir þessum kringumstæð- um geta skipt sköpum fyrir framtíð hins nýfædda barns. Læknablaðið 2006/92 863

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.