Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 31

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 31
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Læknafélag - fyrir hverja og hvers í þeim umræðum sem fylgt hafa í kjölfar ályktana síðasta aðalfundar Læknafélags Islands hafa meðal annars komið upp athugasemdir við skipulag félagsins og hefur verið haft á orði að núverandi fyrirkomulag sé gengið sér til húðar og aðrir látið að því liggja að ákvarðanataka og stefnumörkun séu ólýðræðisleg. í ljósi þessa er vert að staldra við og skoða málið. Fulltrúalýðræði eins og ríkir í Læknafélagi Is- lands er vel þekkt fyrirbæri hér á landi og hefur dugað okkur íslendingum ágætlega við stjórn landsins. Það að fulltrúar séu kosnir af svæða- félögum en ekki með öðrum hætti, til dæmis sér- greinafélögum, er vissulega að hluta til arfur frá eldri tíð en hins vegar er það svo að vegna þess hversu Læknafélag Reykjavíkur er miklu stærra en öll önnur svæðafélög og því með svo stóran hluta aðalfundarmanna er ekki verið að traðka á rétti einstakra félagsmanna. Það er vissulega til stoð í lögum Læknafélags Islands að menn geti veitt sérgreinafélögum að fara með umboð sitt á aðalfundi en ef það yrði almennt notað get ég vel ímyndað mér að aðalfundarfulltrúar kæmu fyrst og fremst af höfuðborgarsvæðinu og samkoman yrði einsleit. Nei, ég held að skipulag Læknafélags íslands sé ekki ólýðræðislegt. Það sem er mesta hótunin við lýðræði í okkar félagi er áhugaleysi félagsmanna á störfum innan félagsins. Því miður er það svo að eftirspurn eftir starfskröftum er nánast alltaf meiri en framboðið og þekking margra á störfum félags- ins er lítil sem engin. Þetta er ekkert einsdæmi hjá Læknafélagi íslands og vel þekkt hjá öðrum félög- um en sú grundvallarregla gildir hjá okkur sem annars staðar að ef menn vilja hafa áhrif á stefnu og ákvarðanir félagsins þá ber að gera það innan frá eftir lýðræðislegum leiðum. Hlutverk Læknafélags Islands er í mínum huga þrenns konar: • f fyrsta lagi er Læknafélagið stéttarfélag sem gerir kjarasamninga og fylgir þeim eftir ásamt því að aðstoða félagsmenn í málum sem upp geta komið varðandi slfk mál sem og önnur er tengjast starfi þeirra. Þetta hlutverk tel ég afar mikilvægt og hef lýst því áður hér að ég telji þessum málum best fyrirkomið með samein- uðum hópi allra lækna. • í öðru lagi er félagið pólitískt og hefur stefnu og skoðanir á málum, sérstaklega þeim sem varða heilbrigði og heilsuvernd. Þetta starf er oft ekki vel sýnilegt en í þessu felast meðal annars um- sagnir um lagafrumvörp og vinna í vinnuhópum á vegum ríkisins um mótun heilbrigðisstefnu. Um þetta hlutverk trúi ég varla að sé mikill ágreiningur meðal félagsmanna. • í þriðja lagi er Læknafélag íslands fagfélag og kemur meðal annar að læknadögum og rekstri Læknablaðsins. Þessi hluti starfsins er líka að hluta til í höndum sérgreinafélaganna og er ekkert óeðlilegt við það enda eru að mínu viti sérgreinafélögin einna best í stakk búin til að skipuleggja og halda utan um endur- og sí- menntun sinna félagsmanna. Ekki er með þessu fulltalið allt sem gerist innan félagsins en þetta eru meginatriðin. Að lokum þetta: Eflaust hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum undanfarið að einum félaga í Læknafélagi Islands hefur verið sagt upp störfum á ólöglegan hátt. Dómur hefur fallið í því máli en atvinnurekand- inn hefur tekið þá afstöðu að hunsa dóminn og væntanlega að eyða peningum skattborgara í að greiða skaðabætur í kjölfarið. Afstaða Lækna- félags íslands sem stéttarfélags hlýtur og verður að vera að fordæma svona framkomu og berjast gegn svona gerningi með öllum löglegum ráðum. Félagsmenn eiga að standa að baki þess sem fyrir brotinu verður. Þeir sem ekki gera það mega stara á tær sínar með roða í kinnum. Við íslendingar ættum að vita það manna best að skjótt getur ský dregið fyrir sólu. vegna? Sigurður E. Sigurðsson Höfundur er varaformaður stjórnar LÍ. í pistlunun Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Læknablaðið 2006/92 867

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.