Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 35

Læknablaðið - 15.12.2006, Side 35
UMRÆÐA & FRÉTTIR /OFFITA OFFITA Á ÍSLANDI Ævilöng ánauð Ludvig Á. Guðmundsson endurhæfingarlæknir á Reykjalundi hefur stýrt meðferðarprógrammi fyrir offitusjúklinga urn nokkurra ára skeið. Hann segir tilfinnanlega skorta góðar og nýjar rannsókn- ir á ástandinu á íslandi til að hægt sé að átta sig vel á umfangi vandans. Hann dregur þó enga dul á að vandinn sé ærinn og ýmsar rannsóknir und- anfarinna ára benda eindregið til þess að hlutfall ofþyngdar og offitu fari vaxandi með þjóðinni. „Rannsókn Hjartaverndar sem náði yfir tíma- bilið 1975-1994 og tók til aldurshópsins 45-65 ára aldurs sýndi aukningu á offitu urn 90%. Obirtar rannsóknir Hjartaverndar á aldursflokknum 20-30 ára árin 1980-2000 sýnir að meðalþyngd karlmanna hefur aukist um 10 kíló. Karlar hafa að meðaltali ekki hækkað svo þetta er hrein þyngdaraukning. Meðalþyngd kvenna hefur aukist um 7-8 kg en þær höfðu hækkað urn 2 cm svo raunveruleg þyngd- araukning er 4-5 kg. Rannsókn á 9 ára börnum frá 1978-2002 hefur sýnt fram á fjórföldun offitu meðal þeirra. Hún var 1,65% og hefur hækkað á þessu tímabili í 5,5%. Við stöndum verst allra Norðurlandanna í þessum efnum en Bandaríkin eru þó ofjarl okkar í þyngdaraukningu.” Ludvig segir að offita eldri barna og unglinga fari vaxandi og þegar komið er að 14 ára börnum sé ástandið í dag mjög slæmt. „Svo má nærri ganga að því vísu að börn og unglingar sem eru of feit verði það einnig sem fullorðin. Allar rannsóknir benda til þess. Ég vil því kalla þetta ævilanga ánauð.” Ludvig bætir því við að nýjustu tölur frá Heilsuverndarstöð barna bendi til þess að þyngd- araukning meðal barna og unglinga sé að stöðvast. „Kannski er komið lag til að snúa þessari þróun við.” Þjóðin skiptist í tvennt WHO skilgreinir það offitu þegar þyngdarstuðull er 30 eða hærri, en ofþyngd þegar þyngdarstuð- ull er á milli 25 og 30. Þeir sem teknir eru inn í meðferð við offitu á Reykjalundi eru flestir með þyngdarstuðul 40 eða hærri og má segja að við- komandi séu þá búnir að tvöfalda kjörþyngd sína eða meira. Einstaklingar með þyngdarstuðul 35 eða lægri komast ekki í meðferð við offitu. Aðspurður um hvort líkamsræktar- og nær- Hávar Sigurjónsson Læknablaðið 2006/92 871

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.