Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 47

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL mismunandi fínofið og því fínni sem vefnaðurinn er, þeim mun betri er hann. Eins er með vínið, þéttofin vín eru betri til geymslu. Sumar þrúguteg- undir geymast betur en aðrar. Cabernet Sauvignon geymast yfirleitt vel. Góð Medoc vín geymast yfirleitt vel í 20-40 ár. Pinot Noir Búrgúndarvín geymast skemur og á að drekka fyrr. Merlot vín endast verr en Cabernet, en þó eru undantekn- ingar á því. Shiraz vín eru grófari en geta enst mjög lengi.” Svo goðsögnin um 100 ára gamla rykfallna flösku sem hefur að geyma dásamlegt vín á ekki við rök að styðjast? „I rauninni ekki. Vín missa ávöxtinn við geymslu og í staðinn kemur það sem kallað er búkett sem er ilmur af þroskuðu víni. En ef vín er geymt í 100 ár og síðan drukkið þá er verið að laða fram mynd af einhverju sem einu sinni var glæsi- legt. Vínið ber með sér fornan glæsileik en er ekki eins gott og það einu sinni var. Maður setur sig í vissar stellingar til að upplifa stemmninguna. Elstu vín sem ég hef smakkað eru Madeiravín og eru þau vín sem eldast hvað best, auk dísætra hvítvína. Það er sagt um Madeiravín að maður geti drukkið hálfa flösku og látið hana síðan standa opna í 100 ár og þá sé hægt að drekka afganginn óskemmdan. Þetta er sagt stafa af herslunni sem Madeiravín fer í gegnum en það er hitað í 60 gráður á celsius til að verða að sönnu Madeiravíni. Áður fyrr var talið að þau þyrftu að fara yfir miðbaug til að ná hersl- unni en menn uppgötvuðu að vín sem send voru frá gamla heiminum til hins nýja í lestum skipa urðu betri en þau sem heima sátu; það var vegna þess að vínin hitnuðu í lestum skipanna á leiðinni. Menn fóru síðan að hita vínin uppi á lofti heima hjá sér án þess að þurfa að senda þau alla þessa leið. En þess verður að geta að Madeiravín eru vín blönduð með brandí svo þau eru annars eðlis en hefðbundin rauðvín eða hvítvín.” Elsta flaskan í eigu Einars er Madeira frá árinu 1797 og hann hlœr þegar ég spyr hvort hann eigi von á að tilefni gefist til að taka tappann úr þeirri flösku. „Það er ekki spurning um hversu stórt tilefnið verður heldur einfaldlega að þegar lappinn er tek- inn úr flöskunni og hún drukkin þá var það rétt hugmynd á þeirri stundu. Einhvern tíma verður maður að drekka hana.” Og hvað er svo viðeigandi að drekka með jólasteikinni í ár? „Ég hef vissa formúlu sem ég fylgi. Með ís- lenskri villibráð drekk ég Cabernet Sauvignon. Mér finnst það passa best vegna þess að kryddin í Cabernet eru mjög oft þau sömu og gróðurinn sem bráðin nærist á. Með nauta- eða svínakjöti drekk ég Pinot Noir af því að það hefur svipaða áferð. Flöskurnar eru einnig luralegar en það fer oft saman, og fyrir þann sem þekkir lítið til vína getur þetta verið gagnleg viðmiðun. Luraleg flaska á við luralegt dýr. Ef dýrið sem þú borðar er hnarreist og létthlaupandi þá skaltu velja hnarreista flöska. Þetta á þó ekki við um Rioja vínin því þau eru hnarreist en passa betur við luralegu dýrin.” Læknablaðið 2006/92 883

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.