Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 50

Læknablaðið - 15.12.2006, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGNFRÆÐI Síra Jón Steingrímsson - líf hans og lækningar I Örn Bjarnason Fyrri grein um Sr. Jón Steingrímsson, sú síðari verður birt í janúarblaðinu 2007. Höfundur var ritstjóri Læknablaðsins 1976-1993. Hann er að mestu hættur lækningum og vinnur nú að undirbúningi að útgáfu á norrænum lækningahandritum frá miðöldum og skýringum á þeim. Hér verður fjallað um þætti í ævi síra Jóns sem þekktur er undir viðurheitinu eldklerkurinn. I tveimur greinum verður rætt um líf hans, líkn- arstörf og lækningar og reynt að gera grein fyrir því hvaða kunnáttu hann kann að hafa aflað sér í læknisfræði. Jón Steingrímsson var í Hólaskóla 1744-1750 og síðan bústjóri í Skagafirði til ársins 1755. Hann gekk að eiga fyrri konu sína, Þórunni Hannesdóttur, árið 1753 og áttu þau saman fimm dætur. Þórunn dó árið 1784. Jón bjó að Hellum í Mýrdal 1755 til 1760 og var formaður á áraskipi fimm vertíðir. Hann var vígður árið 1760 og varð prestur í Sólheimaþingum og bjó á Felli í 17 ár. Síra Jóni var veittur Prestbakki á Síðu 1778 og sama ár varð hann prófastur í Austur-Skaftafellssýslu. Árið 1787 kvæntist síra Jón seinni konu sinni, Margréti Sigurðardóttur. Jón Steingrímsson var starfandi prestur allt til æviloka árið 1791. Um líf Jóns Steingrímssonar og störf hans má fræðast af sjálfsævisögu hans sem Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður gaf út á árunum 1913 til 1916 og af útgáfu frá árinu 1944 sem Guðbrandur sonur Jóns Þorkelssonar ritstýrði og Skaftfellingafélagið gaf út (1). Sjálfsævisagan hefst á þessum orðum: Eg Jón Steingrímsson, fyrir guös sérlega gæzku og miskunn pró- fastur yfir Skaftafellssýslu og prestur til Kirkjubæjarklausturs safnaða, er borinn og barnfæddur í þennan heim á Pverá í Blönduhlíð í Hegranessýslu, eftir vors frelsara hingaðburð 1728, af guðhræddum og frómum foreldrum. (1) Jón Steingrímsson tekinn í Hólaskóla Föður sinn missti Jón á tíunda aldursári og voru efnin þannig að ekki var von til þess að drengurinn kæmist til mennta.Tilviljun réð því hins vegar að af því varð því Jón hitti Ludvig Harboe, þá er hann var af kóngi Kristjáni 6. sendur til að vísitera hér landið; las eg þá á Flugumýri með öðrum börnum fyrir honum. Með honum var túlkur og notarius Jón Þorkelsson, sem áður hafði verið skólameistari í Skálholti, og síðar, við annan afgang, testamenteraði allt sitt góss fátækum börnum í Gullbringusýslu að læra að lesa og skrifa.” [Thorkillii- sjóðurinn] „Af hræðslu og óvana gátu börn varla leyst úr fyrir honum, en guð gaf það, að mér tókst ei svo illa upp, svo eg var sérdeilis nóteraður upp hjá honum. (1) I framhaldi af þessu leitaði föðurbróðir hans, Jón Jónsson á Þverá, eftir því við Jón Þorkelsson að Jón Steingrímsson yrði tekinn í Hólaskóla. Fékk Jón bóndi þau svör að biskup Harboe segði að „hann og móðir mín skuli koma með mig heim til stólsins á páskum, og skuli meðfylgja prestsattest um náttúrufar mitt, framferði, lærdóm og aldur.” Komu þau þrjú „á 4. í páskum 1744 - á fund við herra biskupinn, Harboe.” Var pilturinn prófaður í meira en eyktartíma [eða þrjár stundir] „og varð það að leikslokum, að þeir ályktuðu mig hæfan að takast í skólann.” Stólhaldarinn (oeconomus) var þá Skúli Magnússon, síðar landfógeti og hann afsegir að pilturinn inntakist án meðgjafar. Jón Þorkelsson bregst þá við og segir, að það skuli eigi í vegi standa. Skúli skuli hafa meðgjöf hans frá þessum degi til næstkomandi Jónsmessu - „þá stóð skól- inn svo lengi, - og taldi honum þar strax út pen- ingana, hvar við herra biskup Harboe og nokkru bætti, og þar með var eg tiltekinn tíma í skólann inntekinn.” (1) Ludvig Harboe (1709-1783) var sendur hingað út sem „generalvisitator” árið 1741 af eftirlits- stofnun ríkiskirkjunnar og kom hér á ýmsum umbótum. Hann varð síðan biskup í Þrándheimi og sfðar Sjálandsbiskup. Kynnin af Bjarna Pálssyni Lögboðnar námsgreinar á þessum tíma á Hólum og í Skálholti voru samkvæmt skólaskipun frá árinu 1743, latína, gríska (og skyldi Nýja testa- mentið lesið á grísku), guðfræði, ágrip af höfuð- atriðum heimspeki, hebreska (í undirstöðuatrið- um), íslenzka (að rita og beita hreint móðurmál- inu), reikningur, söngur, saga bæði almenns eðlis, íslenzk og saga Norðurlanda. Ekki var krafizt kunnáttu í nýmálunum, en Jón hóf á skólaárunum sjálfsnám í þýzku eins og síðar verður greint frá. Sú kunnátta olli síðar straumhvörfum í lífi hans þegar hann fór að lesa læknisfræði á því máli. Á þessum tíma skyldu þeir skólasveinar er ölm- usu nytu vera 24 í Skálholtskóla og 16 í Hólaskóla. Skúli Magnússon gerði það samkvæmt reglunum að skilyrði fyrir því að Jón fengi áframhaldandi ölmusu, „að svo megi einhver gefa sig fram og stilla fyrir mig kaution, ef að mér kunni mistakast 886 Læknablaðið 2006/92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.