Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 59

Læknablaðið - 15.12.2006, Qupperneq 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 193 Aðstoð óskast! íðorðapistlar hafa verið ritaðir reglulega frá árinu 1990. í þessum pistlum hefur oft verið óskað eftir aðstoð lesenda Læknablaðsins við úrlausn íð- orðaverkefna. Pistlarnir eiga að vera vettvangur umræðu um íslensk orð og heiti í fræðimáli lækna og því eru skoðanir, gagnrýni og tillögur annarra en pistlahöfundar afar mikils virði. Verkefni skort- ir ekki, en oft mættu formleg andsvör lækna og annarra, sem málið varðar, vera fleiri. Með þessu er ekki verið að vanþakka þær athugasemdir og tillögur sem varpað er fram á óformlegan hátt við undirritaðan á förnum vegi, heldur er verið að biðja um rökstudda gagnrýni á þær tillögur, sem settar eru fram í pistlunum, og eins um aðrar hug- myndir eða önnur sjónarmið eftir því sem við á. í þessum pistli og þeim næsta er ætlunin að draga saman á einn stað þær beiðnir um aðstoð og tillögur að úrlausnum, sem settar hafa verið fram með beinum hætti í síðustu pistlum. Samantekt af svipuðum toga var síðast gerð í 159. pistli. Lesendur eru nú eindregið hvattir til að senda undirrituðum athugasemdir sínar um eitt eða fleiri af þessum heitum. Endovascular coil I 189. pistli kom fram að æðagúl (aneurysma) má loka með því að þræða æðalegg að gúlnum eftir viðkomandi æðum og koma síðan fyrir hringuðum vír sem fyllir upp í hol gúlsins. Hinn hringaði vír, eða vírspólan, nefnist endovascular coil. Stungið var upp á íslenska heitinu innæðahnoðri. Epidermal peel Þetta heiti er notað um fegrunaraðgerð á yfir- borði andlitshúðar, sem felst í því að fjarlægja eitt eða fleiri af ystu lögum húðþekju (epidermis). Almenna heitið getur verið húðþekjuflysjun, en í 188. pistli var stungið upp á íslenska heitinu efna- flysjun, þegar aðferðin byggist á því að flysja með því að nota efni sem borið er á húðina. Incontinentia Þetta latneska heiti vísar til þess að ekki sé stjórn á seytingu eða losun, svo sem að þvag eða hægðir leki ósjálfrátt. íðorðasafnið birtir heitið lausheldni. Ósjálfráð tœming til baks og kviðar. í 187. pistli bað undirritaður um aðstoð við að finna betra heiti. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Cerclage I 187. pistli var lýst eftir íslensku heiti á cerclage, bandi sem hnýtt er umhverfis legháls til að koma í veg fyrir fósturlát við leghálsbilun. í 190. og 192. pistli voru birtar mögulegar lausnir: hringband, hringsaumur, leghálsband, leghálshaft, legháls- saumur og loksaumur. Síðar kom í ljós að sama heiti er notað um vír sem hringaður er um bein sem festa þarf saman. Um hann mætti nota fyrstu tvö heitin. Isolate í 187. og 191. pistli var fjallað um heitið human isolate, örverustofn sem einangraður hefði verið úr sýni frá manni eða mönnum. Heitið er reyndar einnig notað í mannfræði um þýði (hóp manna) sem hefur einangrast algerlega. Til lausnar á upp- haflega verkefninu var stungið upp á heitunum: einangur frá mönnum eða einangur úr mönnum. Einnig kom fram tillagan: einangi úr mönnuin. Diverticulosis íðorðasafn lækna geymir heitið sarpsjúkdómur. Um er að ræða slímhúðarklædda poka sem skaga frá holi líffæris (oftast garnar) út í gegnum vöðva- vegginn. í 190. pistli var stungið upp á heitunum sekksjúkdómur eða sekkjasjúkdómur. Targeted therapy Þetta heiti var rætt í 184. og 185. pistli. Það er eink- um notað í krabbameinslækningum og vísar til þess að notað sé lyf eða önnur meðferð sem bein- ist sérhæft að ferli eða jafnvel tiltekinni sameind, til dæmis viðtaka, í efnaskiptum, þróun eða vexti æxla. Fram voru settar tillögurnar: markviss með- ferð, marksækin meðferð og hnituð meðferð. Honeycomb lung Þetta enska heiti er lýsandi um tiltekið útlit sjúkra lungna á röntgenmynd, geislaglærar útvíkkanir, holrými eða blöðrur í lungnavef. íðorðasafn lækna geymir heitið býkúpulunga, en sennilega hefur það ekki sömu myndrænu tilvísunina í hugum íslendinga og annarra þjóða. í 183. pistli voru sett- ar fram tillögurnar: froðulunga, gatasigtislunga. loftbólulunga, netlunga, sápukúlulunga. Embolisation I 182. pistli var leitað eftir almennu heiti á aðgerð sem lokar lungnaæð með því að í henni er komið fyrir sérhönnuðum tappa. Stungið var upp á heit- inu: æðarstíflun. Rétt er að minna á að ferill eða atburðarás stíflumyndunar nefnist embolism eða blóðrek og embolus eða blóðreki það sem þá berst með blóðrásinni. Jóhann Heiöar er læknir á Landspítala Hringbraut. Læknablaðið 2006/92 895
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.