Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 11
FRÆÐIGREINAR HJARTALÍNURIT Forspárgildi QRS útslaga á hjartalínuriti, Minnesota-líkanið, um dánartíðni karla Reykj a víkurrannsókn Hj arta verndar Steinunn Þórðardóttir1 læknir Thor Aspelund23 tölfræðingur Árni Grímur Sigurðsson1 læknir Vilmundur Guðnason2 læknir og erfðafræðingur Þórður Harðarson1 hjartalæknir Lykilorð: þykknun vinstri slegils, hjartalínurit, háþrýstingur, karlar. 'Landspftali 2Hjartavernd 3Stærðfræðiskor Háskóla íslands Fyrirspurnir og bréfaskipti: Steinunn Þórðardóttir, Landspítali. S: 696-7699 steintho@landspitali.is Ágrip Tilgangur: Þykknun vinstri slegils er mikilvægt teikn þar sem því fylgja auknar líkur á hjartabil- un, takttruflunum, kransæðastíflu, skyndidauða og heilaáfalli. Hefð er fyrir að greina þykknaðan vinstri slegil með stórum QRS útslögum á hjarta- línuriti og eru ýmis líkön notuð í þeim tilgangi, þar á meðal Minnesota-líkanið sem Hjartavernd styðst við. Rannsóknin fólst í því að kanna forspár- gildi líkansins varðandi dánartíðni karla og vegna hjartasjúkdóma og finna þá stærð QRS útslaga sem hefðu mest næmi og sértæki þar að lútandi. Efniviður og aðferðir: í tilfellahópnum voru þeir karlar sem greindust með þykknaðan vinstri slegil samkvæmt hjartalínuriti í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar (n=206). Samanburðarhópinn skip- uðu hinir þátttakendur rannsóknarinnar (n=8595). Skilmerki varðandi stærð QRS útslaga samkvæmt Minnesota líkaninu voru þrengd kerfisbundið og dánartíðni þeirra sem uppfylltu þrengri skilmerki borin saman við hina. Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á dánartíðni þeirra sem uppfylltu skilmerki Minnesota-líkansins um þykknun vinstri slegils og þeirra sem gerðu það ekki. Þegar skilmerkin voru þrengd sást leitni í þá átt að stærri útslögum fylgdi aukning á dánartíðni, en sú leitni var ekki sterk. Eins fannst engin samsetning skilmerkja sem sameinaði gott næmi og sértæki. Ályktun: Stærstu QRS útslög á hjartalínuriti hafa takmarkaða fylgni við dánartíðni karla af völd- um hjartasjúkdóma og því má segja að þau séu ónothæft tæki til slíkrar forspár. Inngangur Þykknun vinstri slegils hjartans er mikilvægt teikn þar sem henni fylgja auknar líkur á hjartabilun, takttruflunum, kransæðastíflu, skertu útfallsbroti, skyndidauða, ósæðargúl og heilaáfalli (1-12). Hefðbundnar aðferðir til að greina þykknaðan vinstri slegil eru hjartaómskoðun og hjartalínurit. Hjartaómskoðun er næmari og sértækari aðferð til greiningar (13) en hjartalínuritstæknin er hins vegar ódýrari, útbreiddari og fyrir liggja miklar ■™^™íENGLISH SUMMARY^whh Þórðardóttir S, Aspelund T, Sigurðsson ÁG, Guðnason V, Harðarson Þ The relationship between QRS voltage on ECG (the Minnesota code) and cardiac mortality amongst males. The Reykjavik Study Objective: Left ventricular hypertrophy (LVH) is important clinically because it is associated with heart failure, arrythmias, myocardial infarction and stroke. The purpose of this study was to assess how well traditional ECG voltage criteria predict coronary heart disease mortality amongst males and to find the QRS voltages that best combine sensitivity and specificity in this sense. Material and methods: Our study is a random population cohort study initiated in 1967. The study group included males that had been diagnosed with LVH on ECG using the Minnesota code (n=206). The other male participants of the study (n=8595) comprised the control group. The ECG voltage criteria of the Minnesota code were systematically narrowed and the mortality of those who fulfilled the stricter criteria compared with those who did not. Results: There was no significant increase in coronary heart disease mortality difference between those who fulfilled the criteria of the Minnesota code for LVH and those who did not. When the criteria were narrowed there was a trend towards increased mortality with larger QRS voltages, but the trend was not strong. Conclusion: The correlation between large QRS voltage on ECG and mortality in males is limited. QRS voltage is an imperfect tool for prediction of cardiac mortality amongst males. Keywords: Left ventricular hypertrophy, ECG, hypertension, males. Correspondence: Steinunn Þórðardóttir, steintho@landspitali.is LÆKNAblaðið 2007/93 743
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.