Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 19

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 19
SJÚKRATILFELLI O G YFIRLITSGREIN GULAR NEGLUR Heilkenni gulra nagla Örvar Gunnarsson Deildarlæknir lyflækningasviði Eyþór Björnsson Sérfræðingur í lungna- og lyflækningum Unnur Steina Björnsdóttir Sérfræðingur í lyflækningum, ofnæmissjúkdómum og ónæmisfræði Tómas Guðbjartsson Sérfræðingur í almennum skurðlækningum og hjarta- og lungnaskurðlækningum Lykilorð: fleiðruvökvi, endurteknar loftvegasýkingar, gular neglur, skútabólga. Ágrip Heilkenni gulra nagla er afar sjaldgæft en einkenn- ist af gulum nöglum, öndunarfæraeinkennum og bjúg. Orsakir eru ekki að fullu kunnar en taldar eiga sér uppsprettu í vanstarfsemi sogæðakerfis. Lýst er 77 ára gömlum manni með endurteknar öndunarfærasýkingar sem leitaði á bráðadeild með nokkurra mánaða sögu um hósta, uppgang, vaxandi mæði og reyndist vera með fleiðruvökva á lungnamynd. Fleiðruholsástunga og fleiðru- sýnistaka leiddi í ljós eosinophiliu og bólgu án skýringa. Við líkamsskoðun reyndist hann vera með gular neglur á fingrum og tám og var hann eftir útilokun annarra sjúkdóma greindur með heilkenni gulra nagla. Hann var meðhöndlaður með sterum og minnkuðu einkenni við það en hurfu þó ekki að fullu. Sjúkratí Ifellí Lýst er tilfelli 77 ára gamals karlmanns með tíðar lungna- ogberkjubólgur frá árinu 2003 aukháþrýst- ings og blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta. Hann hafði reykt og fengið lungnateppu en ekki berklasýk- ingu. Ur hráka ræktaðist endurtekið Hemophilus Influenza en einnig Pseudomonas Aeruginosa. Tölvusneiðmynd af sinusum 2004 sýndi alskúta- bólgu (pansinusitis) og tölvusneiðmynd af brjóst- holi sýndi einungis grisjóttar þéttingar í neðri hluta hægra lunga. Flæðirúmmálslykkja (spirometria) sýndi nokkra teppu. Ónæmisfræðileg uppvinnsla leiddi í ljós ófullkomna svörun við ákveðnum hjúpgerðum pneumókokka og því var um nokk- urt skeið reynd meðferð með Sandoglobulin® sem á þeim tíma var talin hafa skilað nokkrum árangri til fækkunar öndunarfærasýkingum. Rannsóknir með tilliti til ónæmis- og gigtarprófa voru að öðru leyti eðlilegar. í lok árs 2005 leitaði hann á bráðamóttöku með nokkurra mánaða sögu um hósta, uppgang og vaxandi mæði. Lungnamynd sýndi verulegt magn vökva í vinstri fleiðru sem nær fyllti vinstri helm- ing brjósthols (mynd 1). Gerð var fleiðruástunga og hleypt út tveimur lítrum af blóðlituðum vökva. Rannsóknir á vökvanum staðfestu vilsu (exudate), ræktanir voru neikvæðar og frumurannsókn sýndi bólgumynd með verulegri eosinophiliu. Við eftirlit safnaðist fleiðruvökvi fyrir endurtekið og því var ákveðið að gera fleiðruspeglun til sýnatöku. Við komu á brjóstholsskurðdeild var sjúkling- urinn móður við litla hreyfingu, hafði töluverðan hósta með uppgangi og var með hitatilfinningu en mældist þó hitalaus (36,9 °C). Líkamsskoðun var að mestu ómarkverð fyrir utan önghljóð/brak við lungnahlustun og minnkuð öndunarhljóð vinstra megin. Einnig var non-pitting bjúgur á ökklum og eftirtektarvert var að neglur á öllum fingrum og tám höfðu sterkan gulleitan blæ (myndir 2 og 3). Við eftirgrennslan kom fram að hann hafði leitað til húðsjúkdómalæknis tveimur árum áður vegna þessa. Svepparæktanir höfðu endurtekið verið neikvæðar og þriggja mánaða meðferð með Terbinafin (Lamisil®) hafði engin áhrif haft. Neglurnar voru þykkar, stökkar og uxu hægt. Blóðprufur við innlögn sýndu eðlilegt blóð- gildi fyrir utan væga eosinophiliu 0,6 (viðmið- ENGLISH SUMMARY Landspítala Fyrirspurnir og bréfaskipti: Eyþór Björnsson, Landspitala Fossvogi, 108 Reykjavík. eythorbj@ landspitali.is Gunnarsson Ö, Björnsson E, Björnsdóttir US, Guðbjartsson T Yellow nail syndrome We describe a 77 year old man with a prior history of recurrent airway infections, who presented with a history of cough, dyspnea and increased mucous production that had iasted several months. On chest X-ray a pleural effusion was observed. Subsequent thoracocentesis demonstrated an exudate with predominant eosinophils. An infectious cause was ruled out. The pleural effusion subsequently recurred and he was admitted for pleural biopsy, which revealed chronic pleuritis. On physical examination yellow nails on fingers and toes were noted. Subsequently, after exclusion of other diseases, a diagnosis of yellow nails syndrome was established. He was treated with corticosteroids, which were tapered over 6 months. One year later the eosinophilia had subsided, however the pleural effusion remained, although on a much smaller scale. Key words: pleural effusion, recurrent respiratory tract infections, yellow nails, sinusitis. Correspondence: Eyþór Björnsson, eythorbj@landspitali. is LÆKNAblaðið 2007/93 751

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.