Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2007, Page 37

Læknablaðið - 15.11.2007, Page 37
UMRÆÐUR O G K L E P P U R F R É T T I R í 10 0 Á R ing fyrir Þórð sem stjórnað hafði spítalanum í 23 ár og loks þegar spítalinn er stækkaður úr 50 rúmum í 150 er ráðinn nýr yfirlæknir og Þórður heldur aðeins áfram sem yfirlæknir á gamla spít- alanum yfir þeim 50 rúmum sem hann hafði haft frá upphafi. Jónas segir að hann hafi orðið að gera þetta til að fá Helga Tómasson til landsins sem vakið hafði mikla og verðskuldaða athygli sem geðlæknir í Danmörku." Stóra-bomban Tengsl þeirra Jónasar frá Hriflu og Helga fengu þó skjótan endi og á milli þeirra skapaðist hreinn fjandskapur eftir að Helgi lýsti því yfir op- inberlega að Jónas væri geðveikur. Stóra-bomban var þetta mál kallað og var fátt meira umtalað í langan tíma. „Helgi var afburða gáfaður maður og mjög vandaður læknir og vísindamaður og það er eig- inlega með ólíkindum að hann skyldi láta hafa sig út í þetta mál svo vanhugsað og einkennilegt sem það var. Þetta var ekkert annað en pólitísk aðför að dómsmálaráðherra. Eflaust hefur Helgi trúað því að Jónas væri ekki heill á geði en það er mjög hæpið lýsa því yfir opinberlega að maður í slíkri valdastöðu sé geðveikur án þess að hafa rætt við hann eins og geðlæknir gerir við skjólstæðing og kynnt sér ástand hans. Yfirlýsing Helga er byggð á sögusögnum og slúðri sem gekk manna á meðal um Jónas. Á því leikur hinsvegar enginn vafi og ég legg áherslu á það í bókinni að Jónas frá Hriflu var mjög gallaður maður og hafði sína persónu- leikabresti en hvort það var nægilegt til að lýsa hann geðveikan og krefjast þess að hann segði af sér finnst mér mjög hæpið. Þetta mál fór þó allt vel að lokum. Jónas kom því til leiðar að Helgi var rekinn en hann var ráðinn aftur ekki löngu síðar þegar sjálfstæðismaðurinn Ólafur Thors sat tímabundið í stöðu dómsmálaráðherra. Það var mikið heillaspor enda var Helgi langbesti mað- urinn í stöðuna. Hann dró greinilega lærdóm af þessari lexíu því að hann kom hvergi fram eftir þetta í pólitískri umræðu sinnar samtíðar. Þetta var hans einasta innhlaup í pólitík og brenndi hann varanlega því margir tengja hann við þetta mál fyrst og fremst. Annað sem Stóru-bombu- málið hafði í för með sér var að Kleppur komst í skotlínu pólitískra flokkadrátta í fyrsta sinn og varð það lengi á eftir. Kleppur og Helgi Tómasson voru dreginn í einn sama dilk og vegna tengsla Sjálfstæðisflokksins og stuðnings Morgunblaðsins LÆKNAblaðið 2007/93 769

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.