Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 41
UMRÆÐUR O G FRETTIR K L E P P U R í 10 0 Á R af samtímanum á áttunda áratugnum en gefur í rauninni ágæta mynd af því sem var að ger- ast á sjötta áratug aldarinnar. Gaukshreiðrið sló öll aðsóknarmet hér á landi og fólk taldi sig nú loksins vita hvað væri raunverulega að gerast á bakvið luktar dyrnar á Kleppi. Þarna var auðvit- að ekkert samræmi á milli en fólk setti hiklaust jafnaðarmerki á milli Gaukshreiðursins og allrar geðheilbrigðisþjónustu á íslandi. Þetta hafði þær afleiðingar að í mörgum skilningi leið geðheil- brigðisþjónustan fyrir þessar ranghugmyndir al- mennings í mörg ár á eftir." Gaukshreiðrið sem gagrtrýnið samtímaverk bendir einnig á hætturnar sem eru samfara þv'að bæla niður einstaklingseðlið, drepa niður frumkvæði og kæfa öll frávik frá meðalmennskunni sem gerafólk að skapandi einstaklingum. „Hvað það varðar þá átti Gaukshreiðrið fullt erindi og ég kem inn á þetta í bókinni þar sem frásagnir aðstandenda sjúklinga á Kleppi, sérstak- lega mæðra geðklofa ungra karlmanna, eru mjög neikvæðar og spítalanum alls ekki til framdráttar. En þessa sögu verður að segja líka eins og aðrar sögur um Klepp í 100 ár. í þessum sögum kemur skýrt fram tilhneiging spítalans til að steypa alla í sama mótið, búa til þæga sjúklinga sem aðlagast stofnuninni og glata öllum sínum einstaklingsein- kennum og verða eins og stofnunin vill hafa þá. Ég birti mjög merkilega frásögn eins starfsmanns spítalans frá þessum tíma þar sem glöggt má sjá að starfsfólkið ekki síður en sjúklingarnir varð hluti af stofnuninni. Allir mótuðust af sama hug- arfarinu. Hann segir frá því að algengt hafi verið að gefa sjúklingum óvitandi haldóldropa í kaffið svo allir væru nú rólegir á deildinni. Mörgum árum síðar vaknaði þessi starfsmaður upp við vondan draum og áttaði sig á því að þetta var ekkert annað en valdbeiting af verstu sort. Maður skyldi því alls ekki afskrifa Gaukshreiðrið sem tímaskekkju að öllu leyti." Geðdeildin við Hringbraut mikið happaspor Stærsta breytingin að sögn Óttars í sögu Klepps og hlutverks hans í íslenskum geðlækningum verður þegar Geðdeild Landspítalans við Hringbraut er tekin í notkun. „Með því verður Kleppur ekki lengur bráða- sjúkrahús, heldur frekar endurhæfingarstofnun, og núna eru fáir inniliggjandi sjúklingar á Kleppi og þar hefur verið reynt eftir föngum að útskrifa alla sjúklinga sem mögulega er hægt að útskrifa og smám saman hefur Kleppur orðið eins konar miðstöð samfélagslækninga, þar sem hugsunin er sú að veita sjúklingnum þjónustuna þar sem hann er staddur í samfélaginu. Með nýjum og miklu betri lyfjum fyrir geðsjúka varð þetta mögulegt og þegar Tómas Helgason verður yf- irlæknir uppúr 1960 þá rekur hann mjög aktíva stefnu fyrir því að útskrifa sjúklinga og koma undir þá fótunum í samfélaginu. Hann naut að- stoðar og hjálpar annarra ágætra manna, eins og Gísla Sigurbjörnssonar í Ási í Hveragerði sem opnaði dyr fyrir stórum hópi sjúklinga og þá er allt í einu hægt að útskrifa fólk af Kleppi og hefja virkari meðferð þeirra sem þar eru. Þrengslin á Kleppi fram að þessum tíma voru yfirgengileg. í plássum fyrir 150 sjúklinga voru alla jafna um 200 manns og spítalinn var líka alltaf undirmannaður. Sjúklingarnir höfðu ekkert eigið rými og einn sjúklingur gat haldið vöku næturlangt fyrir 30 öðrum. Af skemmdalistum má einnig sjá hversu ófriðsamlegt hefur verið á deildunum." Bygging geðdeildarinnar við Hringbraut mætti talsverðri andstöðu, ekki síst úr röðum lækna sjálfra. „Andstaðan var aðallega úr röðum lækna og Tómas Helgason á allan heiður skilið fyrir að hafa komið þessari byggingu í gegn og það var mikið heillaspor fyrir geðlækningar í landinu að honum tókst með miklu harðfylgi að koma húsinu upp. Andstaðan gegn byggingunni stafaði af vælinu og öfundinni sem íslenskir læknar hafa tamið sér. Menn tala um það hvað þeir fái litla peninga og vonda aðstöðu og þannig níða þeir skóinn hver af öðrum. Þetta viðhorf er augljóst þegar maður les þær greinar sem lærðir læknar í öðrum sérgreinum skrifuðu í blöð gegn byggingu geðdeildar Landspítalans á þessum árum. Þetta eru oft á tíðum lítilmótleg og hlægileg rök sem menn beittu. Meðal þess var að menn spáðu því að geðdeildin yrði kölluð Landspítalakleppur og það yrði til að viðhalda fordómum gegn geðsjúkdómum í landinu. Þetta var tóm vitleysa. Á hinn bóginn má benda á að ákveðin mótsögn er fólgin í því að hér skyldi ráðist í byggingu nýrrar geðdeildar á sama tíma og sú stefna var upp í Evrópu að loka geðsjúkrahúsum og endurhæfa sjúklinga til samfélagsþáttöku. Þetta verður reyndar minni mótsögn þegar haft er í huga að Kleppspítali var úrsérgengið húsnæði á flestan hátt og mjög lélegt og hugmyndafræðin að baki spítalanum gamaldags. Nýja geðdeildin við Hringbraut var í samræmi við þá hugmyndafræði að geðsjúkdóma ætti að meðhöndla á sama hátt og á sama stað og aðra sjúkdóma en ekki í í leynum og helst fjarri mannabyggðum eins og Kleppur var þegar honum var valinn staður í upphafi síðustu aldar." LÆKNAblaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.