Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR AFMÆLI KLEPPS sinn sem slíkar öldur hafa risið. Hann var lagður í einelti af nokkrum geðröskuðum fyrrverandi sjúklingum af deildinni og æsifréttablöðum Kaupmannahafnar. Sá hann sig að lokum til þess knúinn að segja af sér yfirlæknisstöðunni. Pontoppidan ritaði vegna þessara hremminga varnarrit, 48-blaðsíðna pésa, er hann nefndi: „Sjette Afdelings Jammersminde" og er enn í dag á ýmsan hátt athyglisverð og lærdómsrík lesning. Eftir að hann sagði af sér við Kommunehospitalet var hann við geðveikrahæli hjá Árósum og breytti þar mörgu til batnaðar, en árið 1901 varð hann prófessor í réttarlæknisfræði og gegndi þeirri stöðu til ársins 1913. Meðan Þórður stundaði nám í Kaupmanna- höfn hefur hann vafalítið sótt fyrirlestra hjá Pontoppidan og orðið fyrir áhrifum af honum. Sjálfsagt hefur líka eimt eftir af áhrifum hans á geðveikrahælinu í Árósum, en þangað flutti Þórður eftir dvölina í Kaupmannahöfn og var kandídat við hælið í hálft ár. í framhaldi af því fór hann til Munchen þar sem hann var við nám í fjóra mánuði. Þegar Þórður var við nám í Munchen mun yfirlæknir hans þar hafa verið hinn frægi þýski geðlæknir Emil Kraepelin, en um hann og notk- un hans á böðum til lækninga segir Alexander Friedenreich m.a. í kennslubók sinni „Kortfattet, speciel psykiartri": Karböð erta sjúklinginn sjaldnar [en inn- pökkun í vot lök], þótt það komi fyrir og þau hafa í seinni tíð, sérstaklega í Þýskalandi verið mikið notuð. Lengd baðtíma er oft langur, ekki aðeins klukkutímum saman heldur dögum saman, og einstaka ákafir áhangendur þeirra eins og Kraepelin nota þau dag eftir dag mánuðum saman, í ár eða lengur og þykir verst að þeir geta ekki haft sjúklingana í vatninu einnig á næturnar. Kleppur undir stjórn Þórðar Þegar byggingu Klepps lauk vorið 1907 fór því fjarri að spítalinn væri svo úr garði gerður að við- unandi gæti talist. Þar var t.d. hvorki vatnsleiðsla né vatnsból er dygði. Safna þurfti rigningarvatni eða bera vatn að langar leiðir. Það er einkennilegt til frásagnar nú, að Þórður, sem fyrsti yfirlæknir á Kleppi, skyldi þurfa að leggja fram fé á eigin ábyrgð til lagningar vatnsleiðslu þangað úr aðal- vatnsæðinni frá Gvendarbrunnum, svo bætt yrði úr vatnsskorti spítalans. Þannig var það nú samt og má teljast undarleg tilviljun þegar hafðar eru í huga vatnslækningar Þórðar og sá vatnsaustur, er af þeim hlýtur að hafa leitt. Þegar Þórður kom heim úr námsferð sinni tók hann við forstöðu og rekstri hins nýja spítala. Jafnframt tók hann til við að kenna réttarlækn- isfræði og geðlæknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík. Virðist mega ætla, að þar hafi hann að nokkru stuðst við sína dönsku kenn- ara, Friedenreich og Pontoppidan, en svo og Kraepelin. Fór hann þá jafnan á milli á reiðhjóli þótt ekki væri leiðin þá jafn greiðfær á milli Klepps og miðborgar Reykjavíkur og hún er í dag. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir í við- tali við Þórð í tilefni af sjötugsafmæli hans: „Inn á milli töluðum við um landsins gagn og nauðsynj- ar, dægurmál þjóðarinnar, einkum framfaramál landbúnaðarins. Fjármennska hefir t.d. aldrei horfið úr huga Þórðar og hvergi hefir honum fundist hann fyllilega eiga heima á lífsleiðinni, nema þar sem hann hefir hefir haft búskap og jarðarafnot." Þórður Sveinsson var ekki aðeins efni í góðan fjármann, heldur stórbónda. Hann var hygginn búmaður, hafði miklar mætur á búskap og stað- góða þekkingu í þeim efnum. Vílaði hann ekki fyrir sér að taka í þjónustu sína stórvirk jarð- vinnslutæki svo sem þúfnabana þann er til lands- ins kom árið 1921. „Búrekstur á Kleppi hafði hann á hendi framan af, auk læknisstarfanna, og er það mál þeirra er til þekktu, að það starf hafi hann leyst af hendi með mestu prýði," segir Sigurjón Jónsson í minningar- grein um Þórð. „Gerði hann þar stórfelldar jarða- bætur stundum í lítilli þökk stjórnvalda, breytti óræktarmýrum í töðuvöll og sýndi svo mikla hagsýni við allan rekstur búsins og stjórn vinnu- bragða að til fyrirmyndar var." Búpeningurinn var sauðfé, hestar og kýr og gaf góðan arð, enda störfuðu sjúklingar talsvert að búskapnum, en á þeim árum voru þeir flestir komnir úr sveit og því vanir alls konar bústörfum. „Á vetrum unnu konur og karlar við tóvinnu, karlar þeyttu snæld- ur og það var spunnið, kembt og prjónað," segir Agnar sonur Þórðar þegar hann rifjar upp end- urminningar frá Kleppi. Aðferðir Þórðar við lækningar voru umdeildar, bæði meðal lækna og almennings. Sýnist manni nú, að gætt hafi talsverðra fordóma og misskiln- ings varðandi lækningatilraunir hans og hann oft verið hafður fyrir rangri sök. Föstu- og vatnskúr- ar, svo og heit böð, virðast hafa verið þær helstu aðferðir, sem hann beitti, og, á þeim virðist hann hafa haft óbifanlega trú við ýmsum sjúkdóms- myndum geðveiki. Þórði var veitt sérfræðingsleyfi í tauga- og geðsjúkdómum árið 1923. Sama ár flutti hann erindi í Nýja Bíói og fjallaði þar um vatnslækn- ingar, útskýrði þær og varði. Seinna kom erindið út í pésa, að sumu leyti ekki óáþekkum varnarriti LÆKNAblaðið 2007/93 783
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.