Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2007, Page 54

Læknablaðið - 15.11.2007, Page 54
UMRÆÐUR O G FRETTIR AUGLÝSINGAR Aðalfundur Félags kvenna í læknastétt Aðalfundur félagsins verður haldinn í Iðusölum í Lækjargötu 2A, miðvikudaginn 14. nóv. 2007 og hefst kl. 19.00. Dagskrá Kl. 19-20.00 Kl. 20-20.30 Kl. 20.30-22.30 Kl. 21.00 Kl. 21.10 Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins, þ.e. skýrsla stjórnar, reikningar félagsins, stjórnarkjör, og önnur mál. Fordrykkur og tækifæri til að spjalla. Glæsilegur hátíðarkvöldverður að hætti Iðusala. Hörpuskel og kjúklingaréttur, kaffi og konfekt. Veitt bókaverðlaun félagsins 2007, til Eddu Vésteinsdóttur, cand. med. sem var dúx á læknaprófi 2007. Heiðursgestir fundarins eru Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og fyrsta kona í því starfi, og Birna Jónsdóttir, röngtenlæknir, nýkjörinn formaður LÍ og fyrsta konan í því starfi, sem munu báðar ávarpa fundinn. Félagið býður félagskonum upp á matinn, en þær greiða sjálfar drykki. Komið sem flestar og eflið tengslin og minnið aðrar á fundinn. Skráning á fundinn fer fram á Skrifstofu læknafélaganna í síma 5644100 hjá Guðrúnu og lýkur á hádegi þriðjudaginn 13.11.2007. Minnt er á félagsgjöldin kr. 4000 fyrir 2007 og einnig má greiða sömu upphæð fyrir 2006, þær sem eiga það eftir. Reikningur félagsins er nr. 0137-26-3660, og kt. 700300-3660, eða senda greiðslu til Önnu Geirsdóttur, gjaldkera, Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi. XX XX LANDSPÍTALI hAskólasj Cjkrahús Læknar í starfsnámi geðsvið Lausar eru til umsóknar námsstöður lækna á geðsviði frá janúar eða febrúar 2008 í 4-12 mánuði. Starfshlutfall 80- 100%. Stöðurnar geta einnig nýst sem hluti af sérnámi í öðrum sérgreinum en geðlæknisfræði. Handleiðsla, fræðsla og vandamálamiðuð hópvinna eru hluti af námi lækna á geðsviði auk þess sem þjálfun í hugrænni atferlismeðferð, reynsla af hópmeðferð og þátttaka í rannsóknum stendur áhugasömum læknum til boða. Stöðurnar geta einnig hentað heimilislæknum sem vilja auka þekkingu sína á greiningu og meðferð geðsjúkdóma. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu m.a. á þeim. Upplýsingar veita Páll Matthíasson, geðlæknir sem hefur umsjón með framhaldsmenntun unglækna á geðsviði, pallmatt@landspitali.is, sími 825 3590 og Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, engilbs@landspitali.is. Umsókn berist fyrir 3. desember 2007 til Páls Matthíassonar geðlæknis, 34A við Hringbraut, pallmatt@landspitali.is. Hægt er aö nálgast umsókn um lækningaleyfi eöa læknisstöðu á heimasíðu LSH. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráöherra og sjúkrahúslækna og er starfið bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna dags. 02.05.2002, sbr. breytingu 5. mars 2006. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali er reyklaus vinnustaður. 786 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.