Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 60

Læknablaðið - 15.11.2007, Side 60
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR ÖSKUDAGAR Læknirinn og skáldið eru eitt Ari Jóhannesson í viðtali „Læknir þarfalltafað vera að skoða sjálfan sig líka, ekki bara sjúklingana, segir Ari jóhannesson Ijóðskáld og læknir. „Bandaríski skáldlæknirinn William Carlos Williams hefur verið einn mesti áhrifavaldurinn á mig sem ljóðskáld," segir Ari Jóhanneson læknir og sérfræðingur í lyflækningum sem á dögunum hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Öskudagar. Þetta er fyrsta ljóðabók Ara og hann segist ekki hafa byrjað að yrkja fyrr en fyrir rúmum fjórum árum; löngunin hafi þó blundað í honum allt frá menntaskólaárum en ekkert hafi orðið úr ljóða- gerðinni fyrr. „Það var kannski bara eins gott því ég held að ég hafi ekki verið nógu þroskaður þá og ekki verið nógu mikið mál. Það glæddi áhuga minn á bókmenntum verulega að hafa íslensku- kennara í menntaskóla á borð við Jón Guðnason og Véstein Ólason," segir hann. „Þegar ég byrjaði Hávar Í læknisfræðinni gaf ég hugmyndir um ljóðagerð Sigurjónsson þó alveg upp á bátinn en lofaði sjálfum mér því að ég myndi kannski taka til við að yrkja ein- hvern tíma seinna. Það tók nærri 40 ár." Öskudagar sem bókaútgáfan Uppheimar gefur út er væn ljóðabók, 81 blaðsíða að stærð og ljóðin eru ríflega 50 talsins. Þau skiptast í þrjá kafla, Sjáöldur og silunga sem Ari segir að fjalli um „landið og söguna", Hvítan hamar, „sem eru læknaljóð", og loks Þessar stundir „sem eru ljóð héðan og þaðan, af ferðalögum og um ýmsa staði sem ég hef komið eða ekki komið á," segir Ari. Ég má ekki gleyma þeim augnablikunum sem Ijóma í tímanum eins og fjarlægar stjörnur. Þannig hefst fyrsta ljóðið í bókinni og valið er eflaust ekki tilviljun því ljóð Ara eru mörg hver byggð á augnabliksminningu, tilfinningu sem hann laðar fram, veltir fyrir sér og dregur upp mynd af. Ljóðin eru óbundin af stuðlum, höf- uðstöfum og rími að mestu leyti þó eins og Ari bendir á þá detta inn stuðlar á stöku stað, „meira þó fyrir tilviljun en að ég hafi verið að eltast við það." „Það var búið að freista mín nokkuð lengi að yrkja ljóð út frá mínu starfi en þegar ég settist niður árið 2003 þá ákvað ég að byrja ekki á því, heldur fást við hefðbundnari yrkisefni eins og landið og söguna meðan ég væri að ná tökum á ljóðinu sem slíku. Það leitaði þó stöðugt á mig að yrkja út frá starfinu og ég veit ekki til þess að íslenskir skáldlæknar hafi gert það svo neinu nemi þótt dæmi séu um slíkt erlendis frá. William Carlos Williams er líklega þekktasta dæmið en hartn starfaði alla tíð sem læknir en er núna talinn eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna á síðustu öld. Ég er reyndar alls ekki að líkja mér við hann á nokkurn hátt og hann er ekki endilega mitt upp- áhaldsskáld en sannfæring hans um að rithöfund- urinn og læknirinn væru eitt og hið sama og að þar yrði alls ekki skilið á milli, heillaði mig mjög. Þetta hafði ég í huga þegar ég byrjaði að semja ljóð útfrá mínu starfi." Ari segist hafa talið það verða næsta auðvelt að yrkja um læknisstarfið en það hafi reynst alveg öfugt. „Ég hélt að það yrði auðveldara fyrir mig að fást við það en önnur yrkisefni en því var 792 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.