Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 67

Læknablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 67
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR í O R Ð 2 0 3 Skráning klínískra upplýsinga Sjúkraskrár Sjúkrasaga Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj<Slandspitali. is Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýmalækninga á Landspítala, vinnur nú að leiðbeiningum um skráningu klímskra upplýsinga, það er leiðbein- ingum um hvernig rita skal sjúkraskrár. Hann sendi undirrituðum nýlega lítið verkefni, sem verður efni þessa pistils, ásamt nokkrum af þeim útúrkrókum sem undirritaður tók við vinnslu þess. Fyrsti krókurinn var tekinn þegar samsetta, íslenska heitið sjúkraskrá bar fyrir í texta og tók óvænt að angra undirritaðan. Það hefur þó verið í almennri notkun um áratugaskeið og ekki vald- ið undirrituðum hugarangri svo hann reki minni til (sjá til dæmis 137. pistil, Læknablaðið 2001; 87: 843). Heitið má finna í íðorðasafni lækna sem þýðingu á ensku heitunum clinical record og medical record. Það er hins vegar ekki finnanlegt í Islenskum læknisfræðiheitum Guðmundar Hannessonar frá 1954 og kemur ekki fyrir í rit- málsskrá Orðabókar Háskólans fyrr en á 20. öld. Fyrri hlutinn, sjúkra-, er eignarfall fleirtölu af lýsingarorðinu sjúkur, sem í íslenskri orðabók Eddu er sagt merkja veikur, vanheill, hugsjúkur. í sömu orðabók má finna 35 önnur samsett nafn- orð sem hafa sjúkra- sem fyrri hluta, þar á meðal sjúkrabíll (til að flytja sjúka menn), sjúkrafæði (fæði fyrir sjúklinga), sjúkrahús (hús fyrir sjúka), sjúkraleikfimi (leikfimi fyrir sjúka menn), sjúkrastofa (stofa fyrir rúmliggjandi sjúklinga) og sjúkraþjálfun (þjálfun fyrir sjúklinga). Orðið sjúkraskrá er reyndar ekki þar á meðal. Öll hin orðin vísa til margra, eiga við um marga sjúklinga. Þess vegna angraði það undirritaðan að heitið sjúkraskrá sé nú notað um skrá eða skýrslu sem aðeins á við um einn sjúkling. Journal Um erlenda nafnorðið journal var rætt í 137. pistli og hvatt til þess að íslenska slanguryrð- inu sjúrnall yrði kastað út í hafsauga. Sett var fram sú tilgáta að uphaflega hafi erlenda heitið journal verið notað um dagbók sem færð var um sjúklinga á stofnun eða hjá lækni, en að síðan hafi merkingin færst yfir á allar upplýsingar um ein- staka sjúklinga. Alfræðiorðabók Websters telur orðið komið inn í ensku úr latínu (diurnus = dag- legur). Aðrir rekja upprunann til frönsku (journal = dagbók, dagleg skrá, dagblað). Enska orðið getur því vel átt við sem heiti á daglegri skrá, eða daglegri skráningu. íslenska heitið dagáll svarar vel til þess. Með sömu rökum og að framan má agnúast út í heitið sjúkrasaga sem þýðingu á enska heitinu medical history. Nær væri að nefna þetta veik- inda-, sjúkdóms- eða sjúkdómasögu. Heitinu er ætlað að vísa til upplýsinga um sögu núverandi og fyrri veikinda hjá einum einstaklingi. Til að taka af allan vafa skal því lýst yfir að hér er ekki verið að hefja baráttu gegn þessum ann- ars ágætu orðum, sjúkraskrá og sjúkrasaga. Þau virðast mönnum vel töm og orðin föst í málinu. Læknamálið þarf hins vegar að vera í stöðugri þróun og endurskoðun. Einstök orð og heiti mega því ekki verða að heilögum kúm sem ekki má gagnrýna eða hrófla við. Kerfalýsing Upphaflega verkefnið frá Runólfi snerist aðeins um að fá gott íslenskt heiti á það sem hingað til hefur oft verið nefnt kerfalýsing. Um er að ræða skipulega (kerfisbundna) yfirferð á því hvort til staðar eru (eða hafa verið) tiltekin einkenni. Spurt er um einkennin í viðtali við sjúkling samkvæmt fyrirfram ákveðnum lista (sem getur verið á pappír eða í minni spyrjanda) þar sem einkennin eru flokkuð saman eftir þeim líffærakerfum sem þau vísa til. A ensku er athöfnin gjarnan nefnd review of systems og verður niðurstaðan (skrá, upptalning eða útfylltur listi), með sama heiti, hluti af sjúkraskrá. Spurningin er: Hvað skal nefna þennan hluta af veikindaskrá sjúklings? Það er ef til vill óþarfa smámunasemi, en und- irritaður vildi gjarnan gera greinarmun á athöfn- inni (yfirheyrslu um einkenni) og niðurstöðunni (upptalningu þeirra einkenna sem í Ijós komu), en algengt er að þessu tvennu sé blandað saman. Benda má á að enska nafnorðið review táknar endurskoðun, yfirferð, upprifjun, yfirlit, umsögn, liðskönnun. Undirritaður væri vel sáttur við fyr- irsögnina: Yfirlit um einkenni frá líffærakerfum eða einfaldlega yfirlit líffærakerfa. Runólfur kom sjálfur með heitið kerfakönnun og lýsir það vel athöfninni að leita eftir upplýsingum um ein- kenni frá líffærakerfum. Spyrja má hvort önnur heiti komi til greina sem fyrirsögn eða kaflaheiti í sjúkraskrá (veikindaskrá), svo sem einkennalýs- ing eða einkennaskrá. Gaman væri að fá fréttir af skoðunum annarra lækna á þessu. LÆKNAblaðið 2007/93 799
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.