Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 4

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 4
EFNISYFIRLIT Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Umræðuhluti B RITSTJÓRNARGREINAR Karl Andersen Af stórhuga sigurvegurum: Hóprannsókn Hjartaverndar 40 ára Gagnasafn Hjartaverndar á hvergi á byggðu bóli sinn líka. Þessar upplýsingar um þróun áhættuþátta heillar þjóðar varð til vegna einstakrar velvildar íslendinga í garð rann- sóknarstöðvarinnar. 519 Gunnar Guðmundsson Syfja og akstur Læknar ættu að spyrja sjúklinga um syfju við akstur og gera þaraðlútandi rannsóknir. Með því má fækka umferð- arslysum. 521 FRÆÐIGREINAR Sigurður Árnason, Valtýr Stefánsson Thors, Pórólfur Guðnason, Karl G. Kristinsson, Ásgeir Haraldsson Blóðsýkingar barna á íslandi 1994-2005 Blóðsýkingar barna af völdum baktería geta verið alvarlegar. Skjót greining og meðferð skipta sköpum. 523 Inga Huld Alfreðsdóttir, Valtýr Stefánsson Thors, Þórólfur Guðnason, Guðmundur Jónmundsson, 531 Jón R. Kristinsson, Ólafur Gisli Jónsson, Karl G. Kristinsson, Ásgeir Haraldsson Blóðsýkingar barna með æxli og illkynja sjúkdóma 1991-2000 Árlega greinast 10-12 börn með æxli og illkynja sjúkdóma á íslandi. Guðmundur Georgsson, Elías Ólafsson, Gunnar Guðmundsson Creutzfeld-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé I greininni er leitað svara við því hvort sauðfjárriða geti borist í menn og valdið Creutzfeld-Jakob. 541 Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Berglind Þóra Árnadóttir, Hildur Harðardóttir, Bergný Marvinsdóttir Inngróin fylgja hjá sautján ára frumbyrju, meðhöndluð með metótrexat - sjúkratilfelli Þegar æðabelgskögur vex inn í legvöðva telst fylgja inngróin (placenta increta). 516 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.