Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 7

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 7
Karl Andersen andersen@landspitali.is Karl Andersen er hjartasérfræðingur og situr í stjórn Hjartaverndar. Cardiovascular Prevention in lceland for 40 years: The Reykjavik Heart Study Karl Andersen MD, Cardiolog. RITSTJORNARGREINAR Af stórhuga sigurvegurum: Hóprannsókn Hjartaverndar 40 ára Um miðja síðustu öld var lítið vitað um or- sakir kransæðasjúkdóma. Á lyflækningadeild Landspítala urðu læknar þess varir að hjartaáföll gerðust æ tíðari meðal þjóðarinnar. Sífellt fleiri leituðu til lækna vegna bráðra brjóstverkja og margir þeirra dóu. Krufningar leiddu í ljós drep í hjartavöðva. Fréttir bárust frá nágrannalöndunum um sams konar aukningu á hjartaáföllum. „Hin nýja farsótt" var komin til landsins. Á þessum tíma störfuðu þrír framsýnir læknar á lyflækn- ingadeild Landspítala, þeir Sigurður Samúelsson, Theodór Skúlason og Snorri Páll Snorrason. Þessir læknar sáu að við svo yrði ekki búið. Eftir nokkurn undirbúning var kallað til fundar í tumherbergi Hótel Borgar miðvikudagirm 15. apríl 1964. Auk fyrrnefndra brautryðjenda sátu fundinn Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Bjami Benediktsson forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóri og nokkrir embættismenn. Efni fundarins var stofnun Hjartaverndarfélags Reykjavíkur. Strax um sumarið voru svæðafélögin orðin 19 að tölu og 25. október 1964, um það bil sem Lyndon B. Johnson vann frækilegan sigur á Barry Goldwater í bandarísku forsetakosningunum, voru stofnuð Landssamtök Hjartaverndarfélaga: Hjartavernd. Strax á þessum upphafsárum og æ síðan hefur tilgangur Hjartaverndar verið sá sami, eða eins og segir í fyrstu lögum samtakanna: „ . . . barátta við hjarta- og æðasjúkdóma, útbreiðslu þeirra og af- leiðingar. í baráttunni við þessa sjúkdóma hyggj- ast samtökin m.a. beita þessum ráðum:.. .að stuðla að auknum rannsóknum á þeim hérlendis." Það er athyglisvert að staldra við þessi orð og skoða þau í ljósi sögunnar. Aldrei fyrr hafði verið ráðist í verkefni af þessari stærðargráðu í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Á þessum tíma voru engar tölvur handbærar til að varðveita rannsóknargögn. Meðferðarmöguleikar voru nánast engir. Fjármagn var ótryggt. Við þessar aðstæður réðust þessir menn undir forystu prófessors Sigurðar Samúelssonar í það stórvirki að stofna Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Með því var lagður grunnurinn að einhverri merkustu far- aldsfræðilegu rannsókn á sviði hjarta- og æðasjúk- dóma sem framkvæmd hefur verið. Hóprannsókn Hjartaverndar hófst 1967 og var strax frá upphafi leiðandi í tækninýjungum við vísindarannsóknir hér á landi. Fyrsta rafræna sjúkraskráin var tekin í notkun og nýjustu og bestu tæki fengin til að efnamælinga á rannsóknarstofu. Það sem gerði Hóprannsókn Hjartaverndar öðru fremur einstaka í sinni röð var að mikill fjöldi heilbrigðra ein- staklinga kom til skoðunar og var fylgt eftir í lang- an tíma, þannig að tengja mátti upplýsingar um áhættuþætti við afdrif þeirra og horfur. Þessi nálg- un var einstök og hefur gefið nákvæma mynd af tíðni og þróun áhættuþátta í fjóra áratugi. Hvergi annars staðar er til viðlíka gagnasafn um þróun áhættuþátta heillar þjóðar. Þetta gagnasafn varð til vegna einstakrar velvildar íslendinga gagnvart starfi Hjartaverndar. Vísindalegt gildi rannsókn- arinnar kemur fram í fjölmörgum ritrýndum vís- indagreinum, áhættureiknivél sem er sannreynd á alþjóðlegum vettvangi og síðast en ekki síst í því orðspori sem Hjartavernd hefur skapað sér sem virt vísindastofnun í samvinnu meðal annars við National Institute of Aging (NIA) í Bandaríkjunum og erlenda háskóla. Áfram er unnið við að þróa nýjar aðferðir til greiningar áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma og þar er Hjartavernd enn sem fyrr í fremstu röð. Á þeim fjórum áratugum sem liðnir eru frá því Sigurður, Theodór og Snorri Páll stóðu vakt- ina á lyflækningadeild Landspítala höfum við orðið vitni að gríðarlegum framförum í greiningu og meðferð kransæðasjúkdóma. Ég leyfi mér að efast um að þá félaga hafi órað fyrir árangri þess starfs sem þeir lögðu grunninn að með stofnun Hjartaverndar. Á síðasta aldarfjórðungi hefur tilfellum kransæðastíflu fækkað um 57% meðal íslenskra karla og dánartíðni vegna sjúkdóms- ins hefur lækkað um 69%. Forvarnir hjarta- og æðasjúkdóma eru forgangsmál í alþjóðlegu starfi hjartalækna á nýrri öld. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá algengasta dánarorsök karla og kvenna á Islandi. Enn sem fyrr er markmiðið að draga úr ótímabærum veikindum og dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma. Þar er mikið starf óunnið. Lyndon B. Johnson lést 22. janúar 1973 eftir þriðja hjartaáfallið, 64 ára að aldri. Heimildir Tímarit Hjartavemdar 1997; 34:1. Tölublað. Handbók Hjartaverndar 2008 - www.hjarta.is LÆKNAblaðið 2008/94 519

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.