Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 16
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Sýkingar af völdum Staphylococcus aureus reyndust önnur algengasta ástæða blóðsýkinga barna á íslandi samkvæmt okkar niðurstöðum og hlutfallslega algengust hjá börnum á skólaaldri. Bakterían er algengur meinvaldur í blóðsýkingum samkvæmt fyrri rannsóknum en mjög misjafnt er hvaðan sýkillinn berst í blóðið (6, 18, 20-22). Bakterían er algengur sýkill inni á spítala, í um- hverfi okkar og meðal sjúklinga í langvarandi lyfjameðferð en samkvæmt nýlegri yfirlitsgrein hefur algengi hennar aukist í öllum þeim tegund- um sýkinga (27). Nýgengi Staphylococcus aureus sýkinga jókst til dæmis í Danmörku úr 2,7/100.000 í 19,2/100.000 á árunum 1960-1990 og er það að- allega rakið til aukningar á spítalasýkingum (27). Athyglisvert væri í framhaldi af þessari rannsókn okkar að kanna ástæður blóðsýkinga af völdum Staphylococcus aureus hjá íslenskum börnum með tilliti til undirliggjandi orsaka og smitleiða. Hátt hlutfall Staphylococcus aureus sýkinga hjá böm- um á skólaaldri mætti ef til vill rekja til bama í krabbameinsmeðferð þar sem mörg þeirra eru á skólaaldri (28) eða til hugsanlegrar aukinnar nýgengi beinsýkinga á þeim aldri, svo dæmi séu tekin (29). Allir stofnar Staphylococcus aureus á rann- sóknartímabilinu reyndust næmir fyrir oxacill- ini, vancomycini og gentamicini. Þessar nið- urstöður eru sambærilegar við önnur Norðurlönd og Norður-Evrópu þar sem methicillinónæmir stafýlókokkar (MÓSAr) eru minna en 1% stafýló- kokka en yfir 40% í Suður- og Vestur-Evrópu (30). Afar mikilvægt er að halda þeirri stöðu en MÓSAr eru orðið mikið vandamál innan heilbrigðisstofn- ana í Bandaríkjunum (30). MÓSA má í flestum tilvikum meðhöndla með vancomycini en MÓSAr ónæmir fyrir vancomycini hafa komið fram, meðal annars í Bandaríkjunum og Japan (31). Þótt næmi Staphylococcus aureus fyrir gentamicini sé gott (hefur verið lýst 15% í Evrópu (32)) þá er rétt að geta þess að það er ekki lyf sem mælt er með að notað sé eitt sér við stafýlókokkasýkingar en oxacillin er kjörlyf við sýkingum orsökuðum af methicillinnæmum staphýlókokkum. Af 42 tilfellum hemólýtískra streptókokka af flokki B í okkar rannsókn var 31 hjá nýburum. GBS hefur áður verið lýst sem algengustu sýkingum nýbura á íslandi (23%) á árunum 1976-1995 (4). Nýburasýkingar af völdum GBS geta verið mjög alvarlegar en meðhöndlun nýbura með pensill- íni hefur verið rannsökuð sem og meðhöndlun mæðra á meðgöngu (8, 9). Hér á landi hefur verið sýnt fram á mögulegan ávinning þess að leita að GBS berum á meðgöngu og meðhöndla alla bera í fæðingu (9). Erlendis hefur verið lýst ávinningi af því að gefa nýburum pensillíngjafir innan við klukkutíma eftir fæðingu óháð því hvort móðirin sé GBS beri (8) þó svo útbreidd sýklalyfjagjöf sé skiljanlega mjög umdeild. Á íslandi hefur nýgengi snemmkominna GBS sýkinga fækkað meðal ný- bura en nýgengi síðkominna sýkinga aukist (33). Af 15 tilfellum hemólýtískra streptókokka af hjúpgerð A á rannsóknartímabilinu voru fimm þeirra ónæm fyrir erythromycini en öll tilfelli hemólýtískra streptókokka voru næm fyrir pens- illíni. Erythromycin og aðrir makrólíðar eru algeng sýklalyf, einkum ef um pensillínofnæmi er að ræða. Þar sem þriðjungur hemólýtískra streptókokka af hjúpgerð A og fimmtungur pneumókokka reyndist ónæmur fyrir erythromyc- ini er varasamt að treysta makrólíðum einum og sér sem fyrstu lyfjum við þessum sýkingum. Bólusetningar barna gegn N. meningitidis C hóf- ust hér á landi árið 2002. Öll börn 0-18 ára voru bólusett og síðan þá eru öll börn bólusett strax á fyrsta ári. Þar sem bakterían ræktaðist ekki í blóði bama eftir það ár þykir ljóst að bólusetn- ingar hafi tekist mjög vel en á árunum 1995-2002 ræktaðist bakterían 3,75 sinnum á ári samkvæmt okkar rannsókn. Frá því að bólusetning hófst hafa einungis sjö einstaklingar greinst hér á landi með staðfesta sýkingu af völdum meningókokka C en sex þeirra voru yfir tvítugt (34,35). Eitt þriggja ára gamalt barn greindist með bakteríuna árið 2007 en það barn hafði ekki verið bólusett gegn men- ingókokkum C (34). Þetta undirstrikar enn frekar gagnsemi og mikilvægi bólusetningarinnar. Með niðurstöður þessarar rannsóknar að leiðarljósi erum við betur í stakk búin til að bregðast fljótt og hratt við þegar grunur vaknar um blóðsýkingu hjá börnum. Einnig er ljóst að lyfjanæmi ákveðinna baktería er enn gott fyrir pensillínlyfjum og meðferð með beta laktam lyfjum gegn streptókokkum, meningókokkum og pneumókokkum er áfram gild. Ónæmi gegn makrólíðum hefur þó farið vaxandi. Þar við bætist að við höfum nú frekari upplýsingar um bakteríur og sýklalyfjanæmi sem gætu verið afar gagnlegar við ákvarðanatöku um mögulegar bólusetningar barna á Islandi. Einnig er ljóst að huga verður að möguleikum til bættrar sýnatöku í ljósi þess að nokkuð margar ræktanir flokkuðust sem meng- un. Niðurstöður okkar um blóðsýkingar eru því bæði fróðlegar en umfram allt gagnlegar við ákvarðanir um meðhöndlun barna á Islandi og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn sýkingum. Þakkir Þakkir fær Helga Erlendsdóttir fyrir aðstoð við öflun upplýsinga úr gögnum sýklafræðideildar Landspítalans. 528 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.