Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.07.2008, Qupperneq 20
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR L) við 302 blóðræktanir (61,4%)- Meðallengd daufkyrningafæðar var 9,0 dagar. C-reative pro- tein (CRP) var að meðaltali 63,9 mg/L við blóð- ræktun og meðalhiti var 38,8 °C. í 183 tilfellum var bam á sýklalyfjum við blóðræktun (35,1%). Rannsóknarniðurstöður bama með jákvæða blóð- ræktun vom ekki frábmgðnar öðmm. Ályktanir: Sýkingar af völdum Gram-jákvæðra baktería, sérstaklega KNS, eru nú mun algeng- ari en Gram-neikvæðra baktería. Hluti jákvæðra ræktana getur þó verið mengun. Blóðrannsóknir virðast hafa lítið forspárgildi um niðurstöður blóðræktana. Ekkert barn lést úr blóðsýkingu af völdum baktería á tímabilinu. Reynslusýklalyfjameðferð hérlendis virðist enn árangursrík. Inngangur Krabbamein er algengasta dánarorsök barna af völdum sjúkdóma á Vesturlöndum (1, 2). Langtímahorfur bama sem greinast með krabba- mein hafa þó batnað til muna undanfarin ár. Þetta má meðal annars þakka betri og nákvæm- ari aðferðum við greiningu og flokkun þessara sjúkdóma og bættum meðferðarmöguleikum, þar með talið stuðningsmeðferð (2). Meðferð krabbameina er aðallega þrenns konar: krabbameinslyf, geislameðferð og skurðlækningar (3). Krabbameinslyf valda meðal annars bælingu á beinmerg (4) og eftir slíka lyfjagjöf tekur það beinmerginn talsverðan tíma að jafna sig og fram- leiða nýjar frumur (2, 5). Illkynja sjúkdómur getur einnig sjálfur valdið hvítkornafæð (leukopenia) sjúklings og á það aðallega við um illkynja blóð- sjúkdóma (3). Tíðir fylgikvillar krabbameinsmeðferðar eru sýkingar af ýmsum toga, stundum lífshættulegar (6-9). Fari fjöldi daufkyminga (neutrophila) niður fyrir ákveðin mörk eykst sýkingarhætta verulega (10,11). Auk þessa geta aðrir þættir, til dæmis lengd og dýpt daufkymingafæðar haft áhrif (10, 12). Ymsir aðrir þættir gera sjúklinga enn vamarlausari gegn sýkingum, svo sem slímubólga (mucositis), skurðaðgerðir eða inniliggjandi aðskotahlutir og æðaleggir (11, 13, 14). Gram-jákvæðar bakteríur, sérstaklega kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar, em nú á dögum aðalmeinvaldur í blóðsýkingum tengdum hita, daufkyrningafæð og inniliggjandi æðaleggjum á Vesturlöndum (10,15-18). Klínísk einkenni og niðurstöður rannsókna hafa þó litla fylgni við þróun lífshættulegra veik- inda (19). Hjá ónæmisbældum sjúklingum getur ýmis einkenni og merki sýkingar vantað (20). Þessi einkenni hafa því minna gildi hjá sjúkling- um í krabbameinsmeðferð og rannsóknaraðilar hafa lengi leitað annarra merkja sem gætu bent til sýkingar. Mest rannsökuð eru CRP, procalcitonin, interleukin-6 og interleukin-8 sem meðal annars kemur fram í yfirlitsgrein (21). Gildi CRP og pro- calcitonin virðast samsvara best stigi sýkingar og virðist procalcitonin heldur betri mæling (21, 22). Reynslusýklalyfjameðferð (empiric antibiotic treatment) við hita í krabbameinssjúkum ein- staklingum í daufkymingafæð er afar breytileg á milli landa og stofnana. Á Islandi hefur samsett reynslumeðferð við hita og daufkyrningafæð í krabbameinsveikum börnum verið breiðvirkt penicillín (píperacillín) og amínóglýkósíð (genta- mícín) í samræmi við fyrri ráðleggingar Nordic organisation for paediatric haematology and oncology (NOPHO). Mikilvægt er að velja sýklalyf sem eru breiðvirk og hafa virkni gegn algengustu meinvöldum á hverjum stað og tíma. Algengt er að nota amínóglýkósíð og 3. eða 4. kynslóðar kefalósporin saman en rannsóknir hafa sýnt að 3. eða 4. kynslóðar kefalósporin eitt og sér sé nægj- anleg meðferð (11, 23-25). Sumar sjúkrastofnanir nota einnig glýkópepíð (svo sem vankomýcín) sem þriðja lyf í ákveðnum tilfellum, svo sem í krabbameinssjúklingum með inniliggjandi að- skotahluti (11), meðal annars af ótta við alvarlegar sýkingar ónæmra baktería. Mikil notkun breiðvirkra sýklalyfja getur þó haft ýmis vandamál í för með sér, svo sem auka- verkanir lyfjanna (20) og sýklalyfjaónæmi (26). Af þeim sökum skiptir máli að meðhöndla ekki leng- ur með breiðvirkum lyfjum en þörf er talin á. Meðferð krabbameina í börnum hefur tekið miklum framförum, þótt sýkingar séu enn tölu- vert vandamál. Til að lækka dánartíðni vegna sýk- inga er mjög mikilvægt að hefja meðferð snemma og áður en ræktunamiðurstöður em kunnar (27). Faraldsfræði baktería er þó síbreytileg (21) og því er afar brýnt að afla vitneskju um tíðni algengustu sýkingarvalda og næmi þeirra fyrir sýklalyfjum. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þessa þætti til að hægt sé að beita bestu sýklalyfja- meðferð sem völ er á. Efniviður og aðferðir Efniviður og rannsóknaraðferð Rannsókn þessi var afturskyggn og í hana voru valdir allir sjúklingar á aldrinum 0-15 ára sem greinst höfðu með krabbamein eða önnur æxli á árunum 1991-2000 og voru til meðhöndlunar á Barnaspítala Hringsins. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um greiningu, meðferð, blóð- ræktanir, blóðrannsóknir og aðra þætti, svo sem inniliggjandi aðskotahluti og sýklalyfjanotkun. Fáein börn greindust undir lok tímabilsins en 532 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.