Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 21

Læknablaðið - 15.07.2008, Síða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR voru enn í meðferð árið 2001, ræktanir sem bárust árið 2001 frá þessum börnum voru teknar með í útreikninga. Skráningaraðferðir Skráðar voru sex breytur hjá hverjum þessara sjúk- linga. Þær voru: 1) kyn, 2) greining (stuðst var við ICD9 og ICD10 greiningarkerfin og krabbameins- flokkun NOPHO (28)), 3) greiningardagsetning, 4) aldur við greiningu, 5) hvaða meðferð var beitt, þ.e. aðgerð, geislun eða lyfjameðferð og hvaða meðferðaráætlun (NOPHO protocol) var fylgt og 6) hvort blóðræktun hafi verið gerð, bæði á meðan meðferð stóð og á tveggja ára tímabili eftir að með- ferð lauk. Ef blóðræktun var gerð voru eftirfarandi breytur skráðar til viðbótar: Blóðræktun: Eftirfarandi atriði voru skráð: 1) dagsetning ræktunar, 2) hvaðan ræktun var tekin (úr bláæðalegg eða beint úr æð), 3) sýklalyfjanotk- un þegar blóðræktun var gerð, 4) sýklalyfjameð- ferð og 5) niðurstöður ræktunar. Þegar sýklar ræktuðust úr blóði sjúklinga var auk þess skráð: 6) tegund sýkils/sýkla, 7) sýklalyfjanæmi og 8) lagt mat á hvort vöxtur sýkils væri vegna: a) sýkingar, b) líklegrar sýkingar, c) líklegrar mengunar, d) mengunar eða e) óvíst. Við þetta mat var stuðst við líkindi á því að viðkomandi örverutegund tengd- ist sýkingum eða mengunum, fjölda jákvæðra blóðræktunarsetta, hve fljótt ræktun varð jákvæð og í sumum tilfellum mat sérfræðinga í sýklafræði og/eða smitsjúkdómum (29). Blóðmynd: Blóðprufuniðurstöður frá sama degi og blóðræktun var fengin voru skoðaðar. Þaðan fengust eftirfarandi breytur: 1) fjöldi hvítra blóðkorna, 2) fjöldi daufkyrninga og 3) CRP gildi. 4) Út frá fjölda daufkyminga fékkst hvort um daufkymingafæð væri að ræða þegar blóðrækt- unin var gerð. Daufkymingafæð var skilgreind sem heildarfjöldi daufkyrninga < 1,0 (xl09/L) og viðmiðunargildi í samræmi við rannsóknastofu Landspítala (30). 5) Tímalengd daufkyrningafæð- ar var athuguð. Líkamshiti: Hæsta hitastig á síðustu 12 klukku- stundum fyrir blóðræktun var skráð. Aðskotahlutir: Skráð var hvort sjúkling- ar höfðu: 1) inniliggjandi holæðalegg (central venous catheter), 2) lyfjabrunn (Port-A Catheter) eða 3) heilahólfa-kviðarhols ventil/skammhleypu (ventriculo-peritoneal shunt). Afdrif sjúklinganna voru að lokum athuguð með áherslu á það hvort einhver börn létust úr sýkingu á tímabilinu. Úrvinnsla og tölfræði: Þeir þættir sem kann- aðir voru í sjúkraskrám vom skráðir í FileMaker Pro 5.0v. Eftir gagnasöfnun og úrvinnslu var gerður tölfræðilegur samanburður á börnum með Flokkun æxla og illkynja sjúkdóma Hvítblasði (21) Eitlakrabbamein (17) lllkynja æxli f MTK (24) Góðkynja æxli í MTK (4) Sympatísk taugak.æxli (3) Sjónukímæxli (2) Nýrnaæxli (6) Lifraræxli (1) Beinæxli (5) Mjúkvefjaæxli (7) Kímfrumuæxli (3) Þekjuvefs- og húðæxli (10) Ýmis sjaldgæf æxli (15) jákvæðar og neikvæðar blóðræktanir og börn sem greindust með hvítblæði voru borin saman við börn sem greindust með föst æxli á tímabilinu. Allir tölfræðiútreikningar voru gerðir í Excel og GraphPad InStat. Gögnin voru athuguð með ópöruðu t-prófi og Fisher exact prófi og var töl- fræðilega marktækur munur talinn sem p-gildi lægra en 0,05. Mynd 1. Æxli og illkynja sjúkdómar í 118 bömum, 1991-2000. Leyfi Sótt var um tilskilin leyfi til Persónuvemdar og Siðanefndar Landspítala. Fengið var samþykki fyrir rannsókninni og aðgangi að sjúkraskrám. Allar upplýsingar um sjúklinga voru skráðar undir sérstöku rannsóknarnúmeri og voru ekki persónugreinanlegar. Niðurstöður Faraldsfræði æxla og illkynja sjúkdótna Sjúklingar voru alls 118, 62 drengir og 56 stúlk- ur. Nítján börnum þurfti að sleppa í athugun á blóðsýnum vegna skorts á gögnum í sjúkraskrám þeirra, einkum gögnum varðandi blóðrannsóknir. Aldur barnanna sem greindust var á bilinu 0 (böm sem höfðu meðfætt krabbamein) til og með 15 ára. Meðalaldur sjúklingahópsins var 5,9 (SD 4,6) ár og miðgildið var 5,0 ár. Ekki var marktækur munur á meðalaldri kynjanna við greiningu. Tíu börn greindust á fyrsta aldursári og þar af höfðu sex börn meðfæddan sjúkdóm. Af 118 bömum sem greindust á tímabilinu eru 15 látin, átta drengir og sjö stúlkur. Ekkert þeirra lést vegna blóðsýkingar af völdum baktería. Fjöldi greininga æxla og illkynja sjúkdóma Að meðaltali greindust 11,8 (SD 3,9) börn á ári og LÆKNAblaðíð 2008/94 533

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.