Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 22

Læknablaðið - 15.07.2008, Side 22
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 2. Bakteríur sem ræktuðust úr blóði barna með æxli og illkynja sjúk- dóma, 1991-2001 var miðgildið 11,5. Flest greindust 1997, alls 19, en fæst 1992 og 1994, sjö hvort ár. Flokkun æxla og illkynja sjúkdóma og greiningaraldur Æxli í miðtaugakerfi (MTK) voru 28, hvítblæði greindist hjá 21 barni og eitlakrabbamein í 17. Meðalaldur barna sem greindust með æxli í MTK var 7,2 ± 4,7 ár. Meðalaldur barna sem greindust með hvítblæði var 3,3 ± 1,9 ár. Ekkert bam greind- ist með hvítblæði eftir 8 ára aldur. Meðalaldur var 5,3 ± 3,9 ár hjá börnum sem greindust með eitla- krabbamein (mynd 1). Blóðræktanir Nægar upplýsingar fundust í sjúkraskrám 99 barna af 118 (83,9%) til að hægt væri að hafa þau með í úttekt á blóðsýkingum. Af þessum 99 var 51 barn blóðræktað. Samtals voru gerðar 522 blóð- ræktanir frá þeim. Af 21 barni með hvítblæði voru átján blóðræktuð, samanlagt 267 sinnum. Af 97 börnum með föst æxli, þar af 81 með fullnægjandi upplýsingar um blóðhag, voru 33 börn blóðrækt- uð, samanlagt í 255 skipti. Flestar urðu blóðrækt- animar árið 1999, 97 talsins, en fæstar árið 1992, aðeins sjö ræktanir. Að meðaltali var þetta 51 barn blóðræktað 10,2 ± 8,6 sinnum. Miðgildið var 8,0 ræktanir. Flestar blóðræktanirnar urðu 44 hjá einu barni en fimm börn vom aðeins blóðræktuð einu sinni. Ef öll 99 bömin voru tekin með í útreikn- ingana þá var meðaltal blóðræktana á hvert barn 5,3 ± 0,8 og var miðgildið 1,0 ræktun. Tafla I. Heistu blóðgildi fengin samdægurs blóðræktunum Hvít blóðkorn Daufkyrningar CRP [xl09/L] [xl09/L] [mg/L] Meðaltal 4,2 2,5 63,9 Staðalfrávik 5,8 4,4 72,9 Miðgildi 1,8 0,5 38,0 Hæsta gildi 40,8 27,6 418,0 Lægsta gildi 0,1 0,0 0,0 Meðalfjöldi blóðræktana á ári var 47,5 ± 28,2 með miðgildi 42,0 ræktanir á ári. Tæpur helming- ur blóðræktana, eða 46,9%, voru gerðar hjá börn- um með föst æxli en 53,1% ræktana hjá börnum með hvítblæði. Þrjár blóðræktanir voru teknar úr börnum sem einungis höfðu farið í aðgerð og ein ræktun var dregin úr bami sem aðeins fékk geislameðferð. Hinar 518 ræktanimar, 99,2%, voru teknar úr börnum sem fengið höfðu krabbameinslyfjameð- ferð einvörðungu eða sem hluta af sinni meðferð. Úr holæðarlegg eða lyfjabrunni voru teknar 332 blóðræktanir eða rúmlega 60% ræktana. í 28 tilfell- um vom ræktanir teknar úr útbláæð (peripheral vein). í 162 blóðræktunum, eða tæplega 30% til- vika, var ekki tilgreint hvaðan ræktunin var tekin. Niðurstöður ræktana Bakteríur ræktuðust úr 90 blóðræktunum eða 17,2%. í fjórum ræktunum uxu tvær gerðir bakt- ería. Tæp 38% jákvæðra ræktana vom teknar úr bömum með föst æxli en 62,2% úr börnum með hvítblæði. Þrjátíu og eitt barn hafði einhverja jákvæða ræktun á tímabilinu. Að meðaltali var í þessu 31 barni 2,9 ± 2,1 jákvæðra blóðræktana, en jákvæðu ræktanirnar voru að meðaltali 1,8 ± 2,2 ef öll börn- in sem blóðræktuð vom em tekin með. Flestar urðu jákvæðar ræktanimar 11 hjá einu bami. Algengasta baktería sem ræktaðist var kóagúlasa-neikvæður stafýlókokkur. Hann óx í 53 ræktunum eða í 58,9% jákvæðra ræktana. Næstalgengastur var Staphylococcus aureus, í 12 ræktunum eða 13,3% jákvæðra ræktana (mynd 2). Skipt niður eftir Grams-litunareiginleikum voru Gram-jákvæðar bakteríur 89,4% en Gram- neikvæðar 10,6%. Lagt var mat á vöxt þeirra baktería sem rækt- uðust, skv. ákveðnum skilgreiningum sem voru hafðar til grundvallar (29). Vöxtur baktería í 26 til- vikum af 94 (27,7%) var talin raunvemleg blóðsýk- ing. Líkleg sýking var metin í 21 tilfelli (22,3%), líkleg mengun í 11 tilvikum (11,7%) og mengun í 6 tilfellum (6,4%). Ekki var hægt að leggja mat á sýk- ingarlíkur í 26 tilfellum og féllu því 27, 7% sýkla sem ræktuðust í flokkinn óvíst. Mælingar og aðrir þættir tengdir blóðræktunum Sýklalyfvið blóðræktun Sýklalyfjameðferð var þegar hafin þegar 183 blóð- ræktanir voru teknar. Af þessum 183 skiptum var gentamícín notað í 51,9% tilfella, píperacillín í 44,3% tilvika og vankomýcín í 33,3% (mynd 3). Gentamícín og píperacillín voru notuð saman þegar 75 blóðræktanir voru teknar, eða í 40,9% til- 534 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.