Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.07.2008, Blaðsíða 24
■ FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR Mynd 4. Tímalengd daufkyrningafæðar þegar blóðræktun vargerð marktækur munur á meðalhita og var dreifing hitastigs álíka. Umræða Niðurstöður okkar sýna að Gram-jákvæðar bakt- eríur ræktast nú mun oftar en Gram-neikvæðar bakteríur í börnum í krabbameinsmeðferð, sem ber vel saman við erlendar rannsóknir (8, 11, 25). Reynslusýklalyfjameðferð sem notuð er hérlendis virðist enn sem komið er nægjanleg. Athygli vakti að niðurstöður blóðrannsókna virðast spá illa fyrir um niðurstöður blóðræktana. Fjöldi blóðræktana var mismunandi eftir árum á tímabilinu. Hér verður þó að hafa í huga að meðferð við krabbameinum tekur oft 2-3 ár (2, 3). Auk þess er breytilegt milli ára hvaða tegundir krabbameina greinast. Þegar skoðað var hvaða meðferð böm fengu, sem blóðræktuð voru, kom í ljós að rúm 99% blóð- ræktana, eða 518 ræktanir, voru teknar úr böm- um sem fengið höfðu krabbameinslyfjameðferð eingöngu, eða sem hluta af sinni meðferð. Þegar jákvæðar blóðræktanir voru svo skoðaðar reynd- ust allar þessar ræktanir hafa verið teknar úr börn- um sem fengu krabbameinslyf í sinni meðferð. Niðurstöður jákvæðra blóðræktana sýndu að Gram-jákvæðar bakteríur voru um 90%. Þar af ræktuðust kóagúlasa-neikvæðir stafýlókokkar í 60% tilfella. A síðustu 20 árum hafa blóðsýkingar krabbameinsveikra barna verið að breytast úr því að vera ráðandi sýkingar Gram-neikvæðra bakt- ería yfir í ráðandi Gram-jákvæðar bakteríusýking- ar (8,11,25). Þetta má rekja til öflugri krabbameins- lyfjameðferða, sem valda djúpri daufkyrningafæð, og aukinni notkun inniliggjandi æðaleggja og lyfjabrunna (8). I þessari rannsókn voru aðeins rúmlega 10% baktería sem ræktuðust Gram- neikvæðar bakteríur og er þetta hlutfall svipað og fengist hefur í sambærilegum rannsóknum í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu (10,17,18). Lagt var mat á vöxt þeirra baktería sem rækt- uðust, þ.e. hvort um sýkingu, líklega sýkingu, líklega mengirn eða mengun væri talið að ræða. I 47 tilfellum eða rúmlega 50% jákvæðra ræktana var vöxtur talinn líkleg eða sönnuð blóðsýking. Erfitt getur verið að meta hvort jákvæð ræktun í ónæmisbældum einstaklingi með inniliggjandi að- skotahlut sé sýking. f 26 tilfellum var ekki hægt að flokka vöxt sem (líklega) sýkingu eða mengun og því féllu þessi tilfelli í flokkinn óvíst. Hópurinn er því nokkuð misleitur hvað þetta varðar. Einnig má hafa í huga að flestar ræktanirnar voru teknar úr æðaleggjum barna auk þess sem blóðtökustaður var ótilgreindur í nær þriðjungi tilfella. Athuguð var sýklalyfjanotkun þeirra bama sem blóðræktuð voru. í alls 183 tilfellum var barn á sýklalyfjum þegar blóðræktun var gerð og voru 23 jákvæðar og var oftast um KNS að ræða. Algengt er að taka blóðræktanir eftir að meðferð er hafin með sýklalyfjum ef bati er hægur og orsök óþekkt. Gentamícín og píperacillín voru langalgengust og voru gefin saman í 40% tilvika. Þessi samsetning er eins og áður sagði reynslusýklalyfjameðferðin við hita og daufkymingafæð í krabbameinsveik- um börnum hér á landi. Sýklalyfjameðferð þarf að taka mið af hvaða bakteríur eru algengar og næmi þeirra fyrir sýklalyfjum. Ekki er hægt að treysta á erlendar rannsóknir í því samhengi heldur er nauðsynlegt að þekkja faraldsfræði baktería og sýklalyfjanæmi þeirra á hverjum stað fyrir sig. í þessari rannsókn vom aðeins um 30% af þeim kóagúlasa-neikvæðu stafýlókokkum sem ræktuðust næmir fyrir gentamícíni. íhuga mætti hvort nauðsynlegt sé að breyta reynslumeðferð- inni við daufkyrningafæð og hita í Ijósi þessa lága hlutfalls kóagúlasa-neikvæðra stafýlókokka sem næmir vora fyrir gentamícíni. Algengt er að nota amínóglýkósíð og 3. eða 4. kynslóðar kefaló- sporin saman en rannsóknir hafa sýnt að 3. eða 4. kynslóðar kefalósporin eitt og sér sé í völdum tilfellum nægjanleg meðferð (11, 23-25). Sumar sjúkrastofnanir nota einnig glýkópeptíð (svo sem vankomýcín) sem þriðja lyf í ákveðnum tilfellum, svo sem í krabbameinssjúklingum með inniliggj- andi aðskotahluti (11). Ekki hefur þó enn verið sýnt fram á nauðsyn þess að bæta vankomýcíni við reynslusýklalyfjameðferð við hita í sjúkling- um með daufkyrningafæð, þó að vísbendingar séu um gagnsemi þess (11, 15, 24, 25). Eru þær niðurstöður einkum byggðar á því að langalgeng- ustu meinvaldar í blóðsýkingum tengdum hita, daufkyrningafæð og inniliggjandi aðskotahlutum eru kóagúlasa-neikvæðir stafýlókokkar (10, 15- 18). Alvarleg, bráð blóðsýking af þeirra völdum er afar fátíð og ef um raunverulega sýkingu er að ræða gefst nær alltaf tími til að breyta um sýklalyf við hæfi (11,15). Sú staðreynd að ekkert þeirra 118 536 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.